Ekki í skoðun að hækka skatta þeirra tekjuhærri Bjarki Sigurðsson skrifar 26. maí 2023 21:10 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir kaupmátt þeirra tekjulægstu hafa aukist hvað mest. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir ekki mega túlka hlutina þannig að tekjulágir hópar hafi verið skildir eftir þrátt fyrir að aðrir hafi það gott. Ekki sé í skoðun að hækka skatta á tekjuhærra fólk líkt og formaður Eflingar hefur lagt til. Stýrivextir Seðlabankans voru hækkaðir um 1,25 prósentustig á miðvikudaginn og standa þeir nú í 8,75 prósentum. Í kjölfar hækkunarinnar svaraði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ákalli Seðlabankastjóra um að verkalýðshreyfingin gerði langtímakjarasamninga svo sporna megi við verðbólgu. Sagði hún það vera hægt skildu stjórnvöld ná stjórn á húsnæðismarkaðinum þar sem húsnæðisskortur væri að sliga láglaunafólk. Þá þyrfti að hækka skatta á auðstéttina til að draga úr þeirra neyslu, annars myndi eyðilegging lífs lágtekjufólks halda áfram. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir það ekki vera til skoðunar að hækka skatta á tekjuhæsta fólkið í landinu enda borgi það nú þegar langhæstu skattana. „Þeir sama hafa aukið kaupmátt sinn hvað mest á undanförnum misserum, við sjáum það á nýjustu álagningu Skattsins fyrir 2022, eru ekki síst tekjulágir hópar og það er mjög mikið ánægjuefni. Okkur hefur tekist að auka kaupmátt og stöðu þeirra sem eru neðst í tekjustiganum. Það höfum við gert mjög myndarlega á undanförnum árum, líka í gegnum skattkerfisbreytingar og ýmsar tilfærslur, eins og bótagreiðslur sem ríkið stendur undir. þannig það er ekki hægt að segja að þessir hópar hafi verið skildir eftir því aðrir hafa það gott,“ segir Bjarni. Það er sem sagt ekki verið að skoða að hækka skatta á þá tekjuhærri? „Við erum ekki að skoða neinar slíkar hugmyndir nei.“ Hann segir að þrátt fyrir að stjórnvöld hafi gert sitt við að sporna gegn verðbólgu séu enn frekari aðgerðir á leiðinni. „En þar fyrir utan er aðalþunginn okkar á að bæta afkomu ríkissjóðs enn frekar, auka aðhaldið, ná fyrir jöfnuði í ríkisfjármálum. Það er það sem Seðlabankinn á við þegar hann kallar eftir því að við náum aðeins að kæla hagkerfið. Mér finnst það hafa farið forgörðum í almennri umræðu um stöðuna hvernig hún er í dag. Það er þetta, það er ofhitnun í íslenska hagkerfinu, það er of mikill hagvöxtur, of mikil einkaneysla. Of mikið að gerast þannig að það standi undir sér. Þannig brýst þetta út í verðbólgu,“ segir Bjarni. Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Íhugar að flytja úr landi vegna hækkananna Formaður VR segir galið að Seðlabankastjóri skuli skella skuldinni á verkalýðshreyfinguna þegar kemur að verðbólgu í landinu. Hann segir endalausar hótanir í garð verkalýðshreyfingarinnar vera óskiljanlegar. Öryrki íhugar að flytja úr landi vegna stýrivaxtahækkana. 25. maí 2023 23:39 Efnahagslífið á milli steins og sleggju vaxta og verðbólgu Formaður Samtaka atvinnulífsins segir efnahagslífið á milli steins og sleggju hárra vaxta og mikillar verðbólgu. Það hljóti að vera markmið bæði atvinnurekenda og verkalýðshreyfingar að ná niður verðbólgu og vöxtum og gera þess vegna langtíma kjarasamninga á komandi vetri. 25. maí 2023 11:47 Forysta SA þarf að „standa í lappirnar“ gegn óraunhæfum launakröfum Seðlabankastjóri gagnrýnir forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins og segir þá þurfa að „standa meira í lappirnar“ þegar kemur að óraunhæfum kröfum verkalýðsfélaganna um miklar nafnlaunahækkanir en síðustu vaxtahækkanir bankans sýni að það kosti atvinnurekendur að gera dýra kjarasamninga. Kjölfesta verðbólguvæntinga hefur laskast og seðlabankastjóri viðurkennir að bankinn hafi mögulega gert mistök síðasta haust með því að tala ekki skýrar að hann myndi halda áfram sínu striki óháð því hvað aðrir armar hagstjórnarinnar myndu gera. 25. maí 2023 11:01 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Stýrivextir Seðlabankans voru hækkaðir um 1,25 prósentustig á miðvikudaginn og standa þeir nú í 8,75 prósentum. Í kjölfar hækkunarinnar svaraði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ákalli Seðlabankastjóra um að verkalýðshreyfingin gerði langtímakjarasamninga svo sporna megi við verðbólgu. Sagði hún það vera hægt skildu stjórnvöld ná stjórn á húsnæðismarkaðinum þar sem húsnæðisskortur væri að sliga láglaunafólk. Þá þyrfti að hækka skatta á auðstéttina til að draga úr þeirra neyslu, annars myndi eyðilegging lífs lágtekjufólks halda áfram. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir það ekki vera til skoðunar að hækka skatta á tekjuhæsta fólkið í landinu enda borgi það nú þegar langhæstu skattana. „Þeir sama hafa aukið kaupmátt sinn hvað mest á undanförnum misserum, við sjáum það á nýjustu álagningu Skattsins fyrir 2022, eru ekki síst tekjulágir hópar og það er mjög mikið ánægjuefni. Okkur hefur tekist að auka kaupmátt og stöðu þeirra sem eru neðst í tekjustiganum. Það höfum við gert mjög myndarlega á undanförnum árum, líka í gegnum skattkerfisbreytingar og ýmsar tilfærslur, eins og bótagreiðslur sem ríkið stendur undir. þannig það er ekki hægt að segja að þessir hópar hafi verið skildir eftir því aðrir hafa það gott,“ segir Bjarni. Það er sem sagt ekki verið að skoða að hækka skatta á þá tekjuhærri? „Við erum ekki að skoða neinar slíkar hugmyndir nei.“ Hann segir að þrátt fyrir að stjórnvöld hafi gert sitt við að sporna gegn verðbólgu séu enn frekari aðgerðir á leiðinni. „En þar fyrir utan er aðalþunginn okkar á að bæta afkomu ríkissjóðs enn frekar, auka aðhaldið, ná fyrir jöfnuði í ríkisfjármálum. Það er það sem Seðlabankinn á við þegar hann kallar eftir því að við náum aðeins að kæla hagkerfið. Mér finnst það hafa farið forgörðum í almennri umræðu um stöðuna hvernig hún er í dag. Það er þetta, það er ofhitnun í íslenska hagkerfinu, það er of mikill hagvöxtur, of mikil einkaneysla. Of mikið að gerast þannig að það standi undir sér. Þannig brýst þetta út í verðbólgu,“ segir Bjarni.
Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Íhugar að flytja úr landi vegna hækkananna Formaður VR segir galið að Seðlabankastjóri skuli skella skuldinni á verkalýðshreyfinguna þegar kemur að verðbólgu í landinu. Hann segir endalausar hótanir í garð verkalýðshreyfingarinnar vera óskiljanlegar. Öryrki íhugar að flytja úr landi vegna stýrivaxtahækkana. 25. maí 2023 23:39 Efnahagslífið á milli steins og sleggju vaxta og verðbólgu Formaður Samtaka atvinnulífsins segir efnahagslífið á milli steins og sleggju hárra vaxta og mikillar verðbólgu. Það hljóti að vera markmið bæði atvinnurekenda og verkalýðshreyfingar að ná niður verðbólgu og vöxtum og gera þess vegna langtíma kjarasamninga á komandi vetri. 25. maí 2023 11:47 Forysta SA þarf að „standa í lappirnar“ gegn óraunhæfum launakröfum Seðlabankastjóri gagnrýnir forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins og segir þá þurfa að „standa meira í lappirnar“ þegar kemur að óraunhæfum kröfum verkalýðsfélaganna um miklar nafnlaunahækkanir en síðustu vaxtahækkanir bankans sýni að það kosti atvinnurekendur að gera dýra kjarasamninga. Kjölfesta verðbólguvæntinga hefur laskast og seðlabankastjóri viðurkennir að bankinn hafi mögulega gert mistök síðasta haust með því að tala ekki skýrar að hann myndi halda áfram sínu striki óháð því hvað aðrir armar hagstjórnarinnar myndu gera. 25. maí 2023 11:01 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Íhugar að flytja úr landi vegna hækkananna Formaður VR segir galið að Seðlabankastjóri skuli skella skuldinni á verkalýðshreyfinguna þegar kemur að verðbólgu í landinu. Hann segir endalausar hótanir í garð verkalýðshreyfingarinnar vera óskiljanlegar. Öryrki íhugar að flytja úr landi vegna stýrivaxtahækkana. 25. maí 2023 23:39
Efnahagslífið á milli steins og sleggju vaxta og verðbólgu Formaður Samtaka atvinnulífsins segir efnahagslífið á milli steins og sleggju hárra vaxta og mikillar verðbólgu. Það hljóti að vera markmið bæði atvinnurekenda og verkalýðshreyfingar að ná niður verðbólgu og vöxtum og gera þess vegna langtíma kjarasamninga á komandi vetri. 25. maí 2023 11:47
Forysta SA þarf að „standa í lappirnar“ gegn óraunhæfum launakröfum Seðlabankastjóri gagnrýnir forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins og segir þá þurfa að „standa meira í lappirnar“ þegar kemur að óraunhæfum kröfum verkalýðsfélaganna um miklar nafnlaunahækkanir en síðustu vaxtahækkanir bankans sýni að það kosti atvinnurekendur að gera dýra kjarasamninga. Kjölfesta verðbólguvæntinga hefur laskast og seðlabankastjóri viðurkennir að bankinn hafi mögulega gert mistök síðasta haust með því að tala ekki skýrar að hann myndi halda áfram sínu striki óháð því hvað aðrir armar hagstjórnarinnar myndu gera. 25. maí 2023 11:01