Fjallað um glataðar skatttekjur í nýrri bók um Samherjamálið Kristinn Haukur Guðnason skrifar 28. maí 2023 07:01 Bókin kom út í lok aprílmánaðar. Samkvæmt nýrri bók um Samherjamálið glataði namibíska ríkið 90 milljón namibíudollurum á fimm ára tímabili vegna Samherjar tengdra fyrirtækja. Þetta gera um 630 milljónir króna. Segir í bókinni að Samherji hafi selt sjávarafurðir að verðmæti 2,1 milljarða namibíudollara en aðeins greitt 5 milljónir í skatt. Mun minna en namibískar útgerðir þurfi að borga. Bókin heitir Fishrot: Fisheries and Corruption in Namibia, eða Rotfiskur: Sjávarútvegur og spilling í Namibíu. Hún var gefin út í lok apríl af dagblaðinu The Namibian en einn af höfundunum bókarinnar, Tangeni Amupadhi, er jafn framt ritstjóri blaðsins. Hinir eru Roman Grynberg, prófessor, og Shinovene Immanuel, rannsóknarblaðamaður. Eins og kvikmynd Í umfjöllun dagblaðsins um bókina á fimmtudag segir að í henni sé fjallað um sjávarútveginn á ítarlegan hátt. Tekið sé á áhyggjum fólks um sjálfbærni greinarinnar og veitt innsýn inn í ólöglegt flæði fjármagns. Hafi höfundarnir varið heilu ári í ítarlegar rannsóknir á efninu. Séu lýsingar á helstu einstaklingum sem tengjast þessari sögu og ýmsar sögur þeim tengdar. Svo sem Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, Bernard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og James Hatuikulipi. En þeir þrír eru títt nefndir „hákarlarnir þrír.“ Í bókinni er sagt frá að eitrað hafi verið fyrir Jóhannesi Stefánssyni uppljóstrara.Vísir/Vilhelm „Upplýsingar um hvern og einn leikmann í sögunni, fjölskyldu þeirra, menntun og starfsferil, gefur lesandanum innsýn inn í mennina og þeirra hvatir í sögu sem spilast eins og kvikmynd,“ segir í umfjölluninni. „Ef kvikmyndagerðarmennirnir okkar eru ekki þegar byrjaðir að vinna að einhverju, þá ættu þeir að gera það.“ Útbreidd skoðun um mútur Sagt er frá uppljóstraranum Jóhannesi Stefánssyni. Meðal annars hvernig hann hafi átt í útistöðum við „glæpamenn frá Höfðaborg“ og að eitrað hafi verið fyrir honum. Jóhannes sé enn að glíma við eftirköst þessarar eitrunar, svo sem með flogum. Samherjamálið er eitt stærsta fréttamál undanfarinna ára, bæði á Íslandi og í Namibíu.Egill Aðalsteinsson Segir að Namibía hafi glatað 90 milljónum namibíudollara skatttekna vegna Samherja tengdra félaga á fimm ára tímabili, frá 2012 til 2017. En að útgerðin hafi fjárfest í Norður Ameríku og Evrópu en ekki Afríku. „Það er útbreidd skoðun á Íslandi að það verði að greiða mútur til að fá kvóta eða önnur hlunnindi í Afríku. Átti íslenski fjármálaráðherrann í engum vandræðum með að ræða um veikburða og spilltar ríkisstjórnir Afríku í sjónvarpi,“ segir blaðamaður The Namibian. Kvótakerfinu stolið Einnig er greint frá arðráni Rússa, Spánverja og Suður Afríkumanna á namibísku hafsvæði á árunum 1960 til 1980. Hafi stofnarnir aldrei náð sér eftir það og Namibíumenn aldrei fengið neinar bætur fyrir. Kvótakerfinu, sem komið var á eftir að landið varð sjálfstætt, hafi upprunalega verið ætlað að valdefla Namibíumenn en kerfinu hafi hins vegar verið stolið af pólitískri elítu. Meðal annars hafi 22 namibískir þingmenn átt kvóta árið 2018. Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Sjá meira
Segir í bókinni að Samherji hafi selt sjávarafurðir að verðmæti 2,1 milljarða namibíudollara en aðeins greitt 5 milljónir í skatt. Mun minna en namibískar útgerðir þurfi að borga. Bókin heitir Fishrot: Fisheries and Corruption in Namibia, eða Rotfiskur: Sjávarútvegur og spilling í Namibíu. Hún var gefin út í lok apríl af dagblaðinu The Namibian en einn af höfundunum bókarinnar, Tangeni Amupadhi, er jafn framt ritstjóri blaðsins. Hinir eru Roman Grynberg, prófessor, og Shinovene Immanuel, rannsóknarblaðamaður. Eins og kvikmynd Í umfjöllun dagblaðsins um bókina á fimmtudag segir að í henni sé fjallað um sjávarútveginn á ítarlegan hátt. Tekið sé á áhyggjum fólks um sjálfbærni greinarinnar og veitt innsýn inn í ólöglegt flæði fjármagns. Hafi höfundarnir varið heilu ári í ítarlegar rannsóknir á efninu. Séu lýsingar á helstu einstaklingum sem tengjast þessari sögu og ýmsar sögur þeim tengdar. Svo sem Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, Bernard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og James Hatuikulipi. En þeir þrír eru títt nefndir „hákarlarnir þrír.“ Í bókinni er sagt frá að eitrað hafi verið fyrir Jóhannesi Stefánssyni uppljóstrara.Vísir/Vilhelm „Upplýsingar um hvern og einn leikmann í sögunni, fjölskyldu þeirra, menntun og starfsferil, gefur lesandanum innsýn inn í mennina og þeirra hvatir í sögu sem spilast eins og kvikmynd,“ segir í umfjölluninni. „Ef kvikmyndagerðarmennirnir okkar eru ekki þegar byrjaðir að vinna að einhverju, þá ættu þeir að gera það.“ Útbreidd skoðun um mútur Sagt er frá uppljóstraranum Jóhannesi Stefánssyni. Meðal annars hvernig hann hafi átt í útistöðum við „glæpamenn frá Höfðaborg“ og að eitrað hafi verið fyrir honum. Jóhannes sé enn að glíma við eftirköst þessarar eitrunar, svo sem með flogum. Samherjamálið er eitt stærsta fréttamál undanfarinna ára, bæði á Íslandi og í Namibíu.Egill Aðalsteinsson Segir að Namibía hafi glatað 90 milljónum namibíudollara skatttekna vegna Samherja tengdra félaga á fimm ára tímabili, frá 2012 til 2017. En að útgerðin hafi fjárfest í Norður Ameríku og Evrópu en ekki Afríku. „Það er útbreidd skoðun á Íslandi að það verði að greiða mútur til að fá kvóta eða önnur hlunnindi í Afríku. Átti íslenski fjármálaráðherrann í engum vandræðum með að ræða um veikburða og spilltar ríkisstjórnir Afríku í sjónvarpi,“ segir blaðamaður The Namibian. Kvótakerfinu stolið Einnig er greint frá arðráni Rússa, Spánverja og Suður Afríkumanna á namibísku hafsvæði á árunum 1960 til 1980. Hafi stofnarnir aldrei náð sér eftir það og Namibíumenn aldrei fengið neinar bætur fyrir. Kvótakerfinu, sem komið var á eftir að landið varð sjálfstætt, hafi upprunalega verið ætlað að valdefla Namibíumenn en kerfinu hafi hins vegar verið stolið af pólitískri elítu. Meðal annars hafi 22 namibískir þingmenn átt kvóta árið 2018.
Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Sjá meira