Doucoure hélt Everton uppi | Leeds og Leicester féllu Aron Guðmundsson og Hjörtur Leó Guðjónsson skrifa 28. maí 2023 17:31 Abdoulaye Doucoure reyndist hetja Everton í dag. Will Palmer/Sportsphoto/Allstar Via Getty Images Vísir var með beina textalýsingu frá gangi mála í lokaumferðinni í ensku úrvalsdeildinni. Mesta spennan var í botnbaráttunni þar sem Everton, Leicester City og Leeds United kepptust um að forðast fallið. Abdoulaye Doucoure reyndist hetja Everton er hann skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri gegn Bournemouth í dag. Af þeim þremur liðum sem kepptust um að halda sæti sínu í deildinni stóð Everton best að vígi og ljóst að sigur myndi alltaf halda liðinu uppi. Everton vann því 1-0 sigur gegn Bournemouth og sæti liðsins í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili því tryggt. Leicester gerði hvað það gat til að halda sæti sínu í deildinni og liðið vann 2-1 sigur gegn West Ham þar sem Harvey Barnes og Wout Faes sáu um markaskorun liðsins. Sigurinn dugði þó skammt og Englandsmeistararnir árið 2016 eru fallnir í B-deildina. Leeds, þriðja og seinasta fallbaráttuliðið, mátti hins vegar þola 4-1 tap gegn Tottenham og ljóst að þau úrslit gerðu ekkert nema fella liðið niður um deild. Að lokum var einnig enn barátta um sæti í Sambandsdeild Evrópu þar sem Tottenham og Brentford gátu stolið sætinu af Aston Villa. Tottenham vann sem áður segir 4-1 sigur gegn Leeds og Brentford vann 1-0 sigur gegn Manchester City, en þar sem Aston Villa vann 2-1 sigur gegn Brighton eru Villa-menn á leið í Evrópukeppni á næsta tímabili. Allt það helsta sem gerðist í leikjum dagsins má lesa í vaktinni hér fyrir neðan.
Abdoulaye Doucoure reyndist hetja Everton er hann skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri gegn Bournemouth í dag. Af þeim þremur liðum sem kepptust um að halda sæti sínu í deildinni stóð Everton best að vígi og ljóst að sigur myndi alltaf halda liðinu uppi. Everton vann því 1-0 sigur gegn Bournemouth og sæti liðsins í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili því tryggt. Leicester gerði hvað það gat til að halda sæti sínu í deildinni og liðið vann 2-1 sigur gegn West Ham þar sem Harvey Barnes og Wout Faes sáu um markaskorun liðsins. Sigurinn dugði þó skammt og Englandsmeistararnir árið 2016 eru fallnir í B-deildina. Leeds, þriðja og seinasta fallbaráttuliðið, mátti hins vegar þola 4-1 tap gegn Tottenham og ljóst að þau úrslit gerðu ekkert nema fella liðið niður um deild. Að lokum var einnig enn barátta um sæti í Sambandsdeild Evrópu þar sem Tottenham og Brentford gátu stolið sætinu af Aston Villa. Tottenham vann sem áður segir 4-1 sigur gegn Leeds og Brentford vann 1-0 sigur gegn Manchester City, en þar sem Aston Villa vann 2-1 sigur gegn Brighton eru Villa-menn á leið í Evrópukeppni á næsta tímabili. Allt það helsta sem gerðist í leikjum dagsins má lesa í vaktinni hér fyrir neðan.
Enski boltinn Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Sjá meira