Handbolti

Hafdís til Vals

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hafdís Renötudóttir tekur í spaðann á Jóni Halldórssyni hjá handknattleiksdeild Vals.
Hafdís Renötudóttir tekur í spaðann á Jóni Halldórssyni hjá handknattleiksdeild Vals. valur

Markvörðurinn Hafdís Renötudóttir er gengin í raðir Íslandsmeistara Vals frá Fram.

Hafdís skrifaði undir tveggja ára samning við Val sem varð Íslandsmeistari um síðustu helgi.

Hin 26 ára Hafdís er uppalin hjá Fram og hefur leikið þar stærstan hluta síns ferils. Hún lék eitt tímabil með Stjörnunni og með Lugi og Boden í Svíþjóð og SønderjyskE í Danmörku. Hafdís hefur leikið 44 landsleiki.

Auk Hafdísar hefur Valur fengið Lovísu Thompson í þessari viku og þá hefur Thea Imani Sturludóttir framlengt samning sinn við félagið.

Valur vann ÍBV, 3-0, í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í síðustu viku. Valskonur lentu í 2. sæti í Olís-deildinni og Powerade-bikarnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×