Lífið

Esther fékk verð­laun fyrir meistara­verk­efni við Harvard

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Esther með viðurkenningarskjalið eftir athöfnina.
Esther með viðurkenningarskjalið eftir athöfnina. Esther Hallsdóttir

Esther Hallsdóttir hlaut á dögunum verðlaun fyrir besta meistaraverkefni ársins frá Harvard Kennedy háskólanum.

Verðlaunin eru sögð þau eftirsóttustu innan skólans og eru einu verðlaunin sem veitt eru fyrir góðan námsárangur.

Meistaraverkefni Estherar og Stuti Ginodia, samstarfskonu hennar, er úr opinberri stefnumótun. Verkefnið heitir Unlocking Potential: A Roadmap to Reduce Stunting in Sindh, Pakistan og í því er vaxtarhömlun barna í Sindh héraði Pakistan skoðuð. Þá eru leiðir til að sporna gegn háu hlutfalli vaxtarhömlunar barna í héraðinu lagðar fyrir. Rannsóknin var framkvæmd í samvinnu við Alþjóðabankann.

Esther og Stuti ásamt leiðbeinanda þeirra, Asim Khwaja.Esther Hallsdóttir

Esther lauk BA-prófi í mannfræði með stjórnmálafræði sem aukagrein frá Háskóla Íslands. Hún segir það grunnnám þó óhefðbundið fyrir þetta meistaranám. Flestir þar hafi lært hagfræði eða sagnfræði.

Eftir Háskóla segist Esther hafa unnið hjá Unicef á Íslandi í þrjú ár. Síðast sem herferðastýra. Því næst hafi leið hennar og Ísaks Einars Rúnarssonar, unnusta hennar, legið til Massachusetts í nám. Þar höfðu þau bæði komist inn í meistaranám við Harvard Kennedy háskólann. Esther í opinberri stefnumótun og Ísak í opinberri stjórnsýslu.  Parið útskrifaðist í gær.

Esther og Ísak, unnusti hennar, eftir útskriftararhöfnina í gær.Esther Hallsdóttir

Aðspurð hvað taki við eftir útskrift þeirra beggja segir Esther að parið stefni á að gifta sig í sumar á Íslandi. Í haust liggi svo leiðin til Washington D.C. þar sem Ísak mun starfa í ráðgjöf. Esther segist ekki búin að ákveða hvað tekur þá við hjá henni en efar ekki að það verði eitthvað spennandi.


Tengdar fréttir

Sú fyrsta sem fær tíu í ein­kunn fyrir meistara­vörn

Guðrún Sólveig Sigríðardóttir Pöpperl, laganemi við Háskóla Íslands, hlaut í gær 10 í einkunn fyrir vörn á meistararitgerð sinni í greininni. Þetta er í fyrsta sinn sem hæsta einkunn er gefin fyrir meistararitgerð við deildina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×