Segja kerfið ekki búið undir fjölgun krabbameinstilvika Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. maí 2023 07:24 Krabbameinstilvikum mun fjölga en einnig þeim sem læknast eða lifa með krabbameini. Vísir/Sigurjón Krabbameinsfélagið skorar á stjórnvöld að setja af stað undirbúning vegna fyrirsjáanlegrar fjölgunar krabbameinstilvika og þeirra sem sigrast á krabbameini eða lifa með krabbameini. Með „krabbameinsáætlun“ sé hægt að forða því að grípa þurfi til neyðarráðstafana. Aðalfundur Krabbameinsfélagsins ályktaði um málið 13. maí síðastliðinn og hvetur til þess að heilbrigðisráðherra skipi ábyrgðaraðila til að vinna að skýrri og fjármagnaðri krabbameinsáætlun, með teymi sérfræðinga og fulltrúum sjúklinga. Í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu segir að á komandi árum megi búast við gríðarlegri fjölgun krabbameinstilvika, fyrst og fremst vegna fólksfjölgunar og breyttrar aldurssamsetningar þjóðarinnar. Þannig muni tilvikum fjölga um 28 prósent til ársins 2030 og um 52 prósent til ársins 2040. „Vegna framfara í greiningu og meðferð krabbameina mun lifendum einnig fjölga mjög mikið. Gera má ráð fyrir að þeim fjölgi úr 17.000 í dag í 23.000 árið 2030 og að þeir verði rúmlega 30.000 árið 2040. Stækkun lifendahópsins er auðvitað ekki hamfarir heldur miklar framfarir og mikið fagnaðarefni. Aukningin mun hins vegar gera gríðarlega miklar kröfur til heilbrigðiskerfisins og samfélagsins. Kerfið eins og það er í dag er ekki undir þetta búið og því verður að bregðast við,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að ólíkt náttúruhamförum, sem Íslendingar hafi reynslu af, sé ofangreind þróun fyrirsjáanleg. Þess vegna sé ekki þörf á neyðaráætlun til að grípa til þegar byrjar að gjósa, heldur megi með krabbameinsáætlun bregðast við fyrirfram, jafnt og þétt. „Við viljum að árangur á Íslandi sé framúrskarandi, bæði varðandi forvarnir og árangur tengdan krabbameinum, þannig að líf fólks með krabbamein og að lokinni meðferð verði eins gott og mögulegt er,“ segir í tilkynningunni. „Það gildir einu hvort litið er til forvarna, meðferða, endurhæfinga eða þjónustu að lokinni krabbameinsmeðferð, alltaf þarf að vinna gegn ójöfnuði. Viðeigandi þjónusta og úrræði þurfa að vera tiltæk, aðgengileg og hagkvæm fyrir alla notendur. Það er Krabbameinsfélaginu tilhlökkunarefni að vinna með stjórnvöldum á markvissan hátt að því að fækka í hópi þeirra sem greinast með krabbamein, draga úr dauðsföllum af völdum krabbameina og bæta líf fólks með og eftir krabbamein og aðstandenda þess.“ Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Sjá meira
Með „krabbameinsáætlun“ sé hægt að forða því að grípa þurfi til neyðarráðstafana. Aðalfundur Krabbameinsfélagsins ályktaði um málið 13. maí síðastliðinn og hvetur til þess að heilbrigðisráðherra skipi ábyrgðaraðila til að vinna að skýrri og fjármagnaðri krabbameinsáætlun, með teymi sérfræðinga og fulltrúum sjúklinga. Í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu segir að á komandi árum megi búast við gríðarlegri fjölgun krabbameinstilvika, fyrst og fremst vegna fólksfjölgunar og breyttrar aldurssamsetningar þjóðarinnar. Þannig muni tilvikum fjölga um 28 prósent til ársins 2030 og um 52 prósent til ársins 2040. „Vegna framfara í greiningu og meðferð krabbameina mun lifendum einnig fjölga mjög mikið. Gera má ráð fyrir að þeim fjölgi úr 17.000 í dag í 23.000 árið 2030 og að þeir verði rúmlega 30.000 árið 2040. Stækkun lifendahópsins er auðvitað ekki hamfarir heldur miklar framfarir og mikið fagnaðarefni. Aukningin mun hins vegar gera gríðarlega miklar kröfur til heilbrigðiskerfisins og samfélagsins. Kerfið eins og það er í dag er ekki undir þetta búið og því verður að bregðast við,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að ólíkt náttúruhamförum, sem Íslendingar hafi reynslu af, sé ofangreind þróun fyrirsjáanleg. Þess vegna sé ekki þörf á neyðaráætlun til að grípa til þegar byrjar að gjósa, heldur megi með krabbameinsáætlun bregðast við fyrirfram, jafnt og þétt. „Við viljum að árangur á Íslandi sé framúrskarandi, bæði varðandi forvarnir og árangur tengdan krabbameinum, þannig að líf fólks með krabbamein og að lokinni meðferð verði eins gott og mögulegt er,“ segir í tilkynningunni. „Það gildir einu hvort litið er til forvarna, meðferða, endurhæfinga eða þjónustu að lokinni krabbameinsmeðferð, alltaf þarf að vinna gegn ójöfnuði. Viðeigandi þjónusta og úrræði þurfa að vera tiltæk, aðgengileg og hagkvæm fyrir alla notendur. Það er Krabbameinsfélaginu tilhlökkunarefni að vinna með stjórnvöldum á markvissan hátt að því að fækka í hópi þeirra sem greinast með krabbamein, draga úr dauðsföllum af völdum krabbameina og bæta líf fólks með og eftir krabbamein og aðstandenda þess.“
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Sjá meira