Ísland efst á lista yfir rómantískustu áfangastaðina Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 27. maí 2023 11:01 Íslandi er meðal annars lýst sem hrífandi og einstökum áfangastað. Vísir/Hanna Andrésdóttir „Það kann að koma sumum Bretum á óvart hvaða áfangastaður er talinn vera sá rómantískasti í heiminum,“ ritar Esther Marshall blaðamaður Express í grein sem birtist á miðlinum nú á dögunum. Þar er birtur listi yfir rómantískustu áfangastaði í heimi og trónir Ísland á toppi listans. Listinn er byggður á niðurstöðum könnunar StressFreeCarRental. Íslandi er meðal annars lýst sem hrífandi og einstökum stað sem bjóði upp á fjölmargar eftirminnilegar upplifanir. „Það kann að koma einhverjum Bretum á óvart að land elds og ísa tróni efst á listanum, en landið gæti verið kjörinn staður fyrir rómantískt frí,“ segir í greininni. „Þó svo að Ísland sé kannski ekki endilega efst á lista allra þeirra sem vilja fara í rómantíska ferð þá er landslagið á Íslandi engu að síður einstakt og stórbrotið, sem gerir landið að fullkomnum stað fyrir þá sem vilja upplifa ævintýri saman. Þeir sem vilja upplifa heillandi ferðalag með maka sínum geta notið þess að kanna hrífandi jökla, fossa og hraunbreiður, og svo er hægt að enda daginn með því að fylgjast með norðurljósunum,“ segir jafnframt í greininni. Þá er mælt með að turtildúfur geri sér ferð í Bláa Lónið til að upplifa einstaka og rómantíska stemningu undir berum himni. Mælt er með að turtildúfur á ferðalagi um Ísland geri sér ferð í Bláa Lónið til að upplifa rómantíska stemningu.Vísir/Vilhelm Venice á Ítalíu er í öðru sæti á listanum og ætti ekki að undra, enda er fátt rómantískara en að sigla um síkin og rölta um og virða fyrir sér íburðarmikinn arkítektúr. Fram kemur í greininni að Ítalía hafi lengi verið þekkt sem eitt rómantískasta land í heimi og í Venice geti pör á ferðalagi notið þess að ganga hönd í hönd um þröng stræti, snæða ekta ítalskan mat og sigla um í gondóla. Þó svo að París sé rómuð fyrir rómantíska stemningu þá er það önnur frönsk borg sem kemst í þriðja sætið á listanum, en það er Nice. Þar er hægt að slappa af á ströndinni, ráfa um útimörkuðum eða jafnvel skreppa í dagsferð yfir til Mónakó. Í fjórða sæti er Isle of Skye í Skotlandi og í fimmta sæti er Hamilton eyja í Ástralíu. Í sjötta sæti er New York borg og þar á eftir er Sevilla á Spáni. Ástin og lífið Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira
Listinn er byggður á niðurstöðum könnunar StressFreeCarRental. Íslandi er meðal annars lýst sem hrífandi og einstökum stað sem bjóði upp á fjölmargar eftirminnilegar upplifanir. „Það kann að koma einhverjum Bretum á óvart að land elds og ísa tróni efst á listanum, en landið gæti verið kjörinn staður fyrir rómantískt frí,“ segir í greininni. „Þó svo að Ísland sé kannski ekki endilega efst á lista allra þeirra sem vilja fara í rómantíska ferð þá er landslagið á Íslandi engu að síður einstakt og stórbrotið, sem gerir landið að fullkomnum stað fyrir þá sem vilja upplifa ævintýri saman. Þeir sem vilja upplifa heillandi ferðalag með maka sínum geta notið þess að kanna hrífandi jökla, fossa og hraunbreiður, og svo er hægt að enda daginn með því að fylgjast með norðurljósunum,“ segir jafnframt í greininni. Þá er mælt með að turtildúfur geri sér ferð í Bláa Lónið til að upplifa einstaka og rómantíska stemningu undir berum himni. Mælt er með að turtildúfur á ferðalagi um Ísland geri sér ferð í Bláa Lónið til að upplifa rómantíska stemningu.Vísir/Vilhelm Venice á Ítalíu er í öðru sæti á listanum og ætti ekki að undra, enda er fátt rómantískara en að sigla um síkin og rölta um og virða fyrir sér íburðarmikinn arkítektúr. Fram kemur í greininni að Ítalía hafi lengi verið þekkt sem eitt rómantískasta land í heimi og í Venice geti pör á ferðalagi notið þess að ganga hönd í hönd um þröng stræti, snæða ekta ítalskan mat og sigla um í gondóla. Þó svo að París sé rómuð fyrir rómantíska stemningu þá er það önnur frönsk borg sem kemst í þriðja sætið á listanum, en það er Nice. Þar er hægt að slappa af á ströndinni, ráfa um útimörkuðum eða jafnvel skreppa í dagsferð yfir til Mónakó. Í fjórða sæti er Isle of Skye í Skotlandi og í fimmta sæti er Hamilton eyja í Ástralíu. Í sjötta sæti er New York borg og þar á eftir er Sevilla á Spáni.
Ástin og lífið Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira