„Viltu vera hluti af einu besta liði á Íslandi?“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2023 13:01 Nikolaj Hansen og Birnir Snær Ingason fagna saman marki í sumar. Vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson vill alls ekki eigna sér heiðurinn af frammistöðu Loga Tómassonar og Birnis Ingasonar sem hafa spilað mjög vel í upphafi Bestu deildarinnar og eiga mikinn þátt í því að Víkingsliðið er með fullt hús og fimm stiga forskot á toppnum eftir átta umferðir. Víkingar geta unnið sinn níunda leik í röð í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld þegar þeir heimsækja KA-menn norður á Akureyri. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Vikingsliðsins, var í viðtali í Þungavigtinni þar sem hann ræddi tímabilið og leikinn við KA. Þungavigtarmenn spurðu Arnar út í þá Loga Tómasson og Birni Snæ Ingason og frábæra frammistöðu þeirra í sumar. Það má í raun segja að báðir hafi þeir sprungið út og eru í hópi þeirra leikmanna Bestu deildarinnar sem hafa spilað best í upphafi tímabils. „Logi tók þá ákvörðun fyrir tveimur árum að fara ‚all in' og er að uppskera eftir því. Hann getur spilað margar stöður sem er mikilvægt í nútímafótbolta,“ sagði Arnar. Arnar er fullviss að Logi fari í atvinnumennsku en vonast til þess að Víkingar nái að halda honum út leiktíðina. Víkingar gætu þá selt hann eftir tímabilið líkt og Blikar gerðu við Ísak Snæ Þorvaldsson í fyrra. Kristján Óli Sigurðsson ræddi við Arnar og nefndi það að honum finnist Birnir Snær vera allt annar leikmaður en var í fyrra. „Breytti hann einhverju sjálfur í vetur eða gerðu þið þetta í sameiningu,“ spurði Kristján Óli. „Nei, ég á engan þátt í þessu. Þetta er bara nákvæmlega það sama og með Loga. Á einhverjum tímapunkti sestu niður í sófann þinn og ferð að hugsa um hvað þú ætlar að gera með þitt líf,“ sagði Arnar og hélt áfram: „Viltu vera hluti af einu besta liði á Íslandi og taka þátt í úrslitaleikjum og í Evrópukeppni og þess háttar eða ætlar þú bara að vera 35 ára og vakna upp við vondan draum: Af hverju gerði ég ekki þetta og af hverju gerði ég ekki hitt,“ sagði Arnar. „Með alla þessa hæfileika sem hann hefur þá virðist það vera þannig að hann núllstillti sig og fór bara ‚all in' eins og ég orðaði það skemmtilega með Loga. Það er ekkert sem ég gerði, hann gerði þetta algjörlega sjálfur,“ sagði Arnar en hér fyrir neðan má heyra brot úr viðtalinu. Klippa: Arnar Gunnlaugsson: Nei, ég á engan þátt í þessu Það má finna allt viðtalið við Arnar inn á Þungavigtarsíðunni en þar er einnig rætt við Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks, fyrir stórleikinn á móti Val í kvöld. Báðir leikirnir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. Leikur KA og Víkings hefst klukkan 18.00 og útsending á Stöð 2 Sport 5 hefst klukkan 17.50. Leikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19.15 en útsending á Stöð 2 Sport hefst klukkan 19.00 og strax á eftir verða Bestu tilþrifin. Þungavigtin er hlaðvarpsþáttur fyrst og fremst um knattspyrnu og öllu henni tengdri. Hvort sem er innanlands eða utan. Skútunni stýrir Rikki G íþróttafréttamaður ásamt Mikael Nikulássyni og Kristjáni Óla Sigurðsyni betur þekktir sem Mike og Höfðinginn. Besta deild karla Þungavigtin Víkingur Reykjavík Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Víkingar geta unnið sinn níunda leik í röð í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld þegar þeir heimsækja KA-menn norður á Akureyri. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Vikingsliðsins, var í viðtali í Þungavigtinni þar sem hann ræddi tímabilið og leikinn við KA. Þungavigtarmenn spurðu Arnar út í þá Loga Tómasson og Birni Snæ Ingason og frábæra frammistöðu þeirra í sumar. Það má í raun segja að báðir hafi þeir sprungið út og eru í hópi þeirra leikmanna Bestu deildarinnar sem hafa spilað best í upphafi tímabils. „Logi tók þá ákvörðun fyrir tveimur árum að fara ‚all in' og er að uppskera eftir því. Hann getur spilað margar stöður sem er mikilvægt í nútímafótbolta,“ sagði Arnar. Arnar er fullviss að Logi fari í atvinnumennsku en vonast til þess að Víkingar nái að halda honum út leiktíðina. Víkingar gætu þá selt hann eftir tímabilið líkt og Blikar gerðu við Ísak Snæ Þorvaldsson í fyrra. Kristján Óli Sigurðsson ræddi við Arnar og nefndi það að honum finnist Birnir Snær vera allt annar leikmaður en var í fyrra. „Breytti hann einhverju sjálfur í vetur eða gerðu þið þetta í sameiningu,“ spurði Kristján Óli. „Nei, ég á engan þátt í þessu. Þetta er bara nákvæmlega það sama og með Loga. Á einhverjum tímapunkti sestu niður í sófann þinn og ferð að hugsa um hvað þú ætlar að gera með þitt líf,“ sagði Arnar og hélt áfram: „Viltu vera hluti af einu besta liði á Íslandi og taka þátt í úrslitaleikjum og í Evrópukeppni og þess háttar eða ætlar þú bara að vera 35 ára og vakna upp við vondan draum: Af hverju gerði ég ekki þetta og af hverju gerði ég ekki hitt,“ sagði Arnar. „Með alla þessa hæfileika sem hann hefur þá virðist það vera þannig að hann núllstillti sig og fór bara ‚all in' eins og ég orðaði það skemmtilega með Loga. Það er ekkert sem ég gerði, hann gerði þetta algjörlega sjálfur,“ sagði Arnar en hér fyrir neðan má heyra brot úr viðtalinu. Klippa: Arnar Gunnlaugsson: Nei, ég á engan þátt í þessu Það má finna allt viðtalið við Arnar inn á Þungavigtarsíðunni en þar er einnig rætt við Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks, fyrir stórleikinn á móti Val í kvöld. Báðir leikirnir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. Leikur KA og Víkings hefst klukkan 18.00 og útsending á Stöð 2 Sport 5 hefst klukkan 17.50. Leikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19.15 en útsending á Stöð 2 Sport hefst klukkan 19.00 og strax á eftir verða Bestu tilþrifin. Þungavigtin er hlaðvarpsþáttur fyrst og fremst um knattspyrnu og öllu henni tengdri. Hvort sem er innanlands eða utan. Skútunni stýrir Rikki G íþróttafréttamaður ásamt Mikael Nikulássyni og Kristjáni Óla Sigurðsyni betur þekktir sem Mike og Höfðinginn.
Þungavigtin er hlaðvarpsþáttur fyrst og fremst um knattspyrnu og öllu henni tengdri. Hvort sem er innanlands eða utan. Skútunni stýrir Rikki G íþróttafréttamaður ásamt Mikael Nikulássyni og Kristjáni Óla Sigurðsyni betur þekktir sem Mike og Höfðinginn.
Besta deild karla Þungavigtin Víkingur Reykjavík Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira