Þakklátari en nokkru sinni fyrr eftir erfið áföll Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 26. maí 2023 10:04 Bjargey deildi ótrúlegri lífsreynslusögu í hlaðvarpsþættinum Brestur. Bjargey Ingólfsdóttir. Bjargey Ingólfsdóttir, fæðingardoula, fararstjóri og félagsráðgjafi, er þriggja barna móðir sem upplifði dauðann í tvígang á sama degi fyrir þrettán árum. Fyrst þegar hún hélt að sonur hennar væri látinn við fæðingu og þegar hún dó sjálf um stund og segist hafa fundið fyrir návist ömmu sinnar. „Það eru gerð alveg ofboðsleg mistök í fæðingunni. Mér var gefinn sjöfaldur skammtur af hríðaörvandi efni,“ segir Bjargey. Hún var gestur í hlaðvarpsþættinum Brestur á dögunum og ræddi erfiða og lífsmótandi reynslu sína í fæðingu á Landspítalanum. Bjargey segist hafa undirbúið sig eins og vel og hún gat fyrir fæðinguna enda reynslubolti í faginu, ef svo má að orði komast. Hún átti tvær erfiðar fæðingar að baki og nú var von á dreng í heiminn. „Hann fæðist í raun og veru andvana. Hann er alveg eins og leir þegar ég tek á móti honum. Það var sogað upp úr honum og hann hnoðaður í gang,“ upplýsir Bjargey. Allt fór sem betur fer vel að lokum og drengurinn er alheilbrigður í dag. En dramatíkinni á fæðingardeildinni þennan dag var ekki lokið. Miklir krampar í legið Bjargey fékk mikla krampa í legið sem olli verulegri blæðingu. Hún var flutt í flýti inn á skurðstofu. „Þeir héldu að þeir hefðu náð tökum á þessu og ég væri orðin stöðug. Ég var færð aftur inn á fæðingarstofu og fæ hann í fangið, en þá byrjaði í raun ballið aftur,“ segir Bjargey. Hún var farin að missa meðvitund og var flutt í annað sinn inn á skurðstofu. Hún skynjaði örvæntingarfullt ástand í kringum sig. „Það er læknir sem er alltaf að horfa í augun á mér og er við hliðina á mér allan tímann. Ég skynja panik ástandið. Ég spyr hana; ég er að fara að sjá börnin mín aftur, er það ekki? „Ég ætla að gera mitt besta,“ svarar hún.“ Amman ýtti henni niður Bjargey segist þess fullviss að þarna hafi hún upplifað dauðann. „Það sem gerðist inni á skurðstofunni var það að ég upplifði að deyja,“ segir Bjargey og lýsir því sem magnaðri upplifun. „Ég lá á skurðarborðinu og fann hvernig ég fór út úr líkamanum og fór að svífa hægt og rólega. Ég sá allan hamaganginn á skurðstofunni. Það voru um tíu manns á stofunni að hnoða mig, dæla í mig blóði, og ég svíf í fallega hvítu ljósi. Þetta er ofboðslega góð minning í dag,“ segir Bjargey. Hún hafi fundið fyrir návist ömmu sinnar sem lést þegar Bjargey var fimmtán ára. Hún hafi verið henni afar kær. „Nei, ekki núna“ „Ég sé hana taka á móti mér og einhvern veginn horfa til mín. Ég kem nær og er að svífa upp til hennar og finn alsælutilfinningu. “ Að sögn Bjargeyjar horfir amma hennar grimmum augum á hana, sem var ólíkt henni og segir nei ekki núna. Hún lýsir því hvernig amma hennar setti hendurnar á brjóstkassann á sér og ýtti henni fast niður. „Það var eins og ég væri á trampólíni og fer beint niður til baka. Þannig kippist ég við og opna augun og kem til baka,“ segir Bjargey en hún hafði þá verið stuðuð með hjartastuðtæki. Í aðgerðinni kom í ljós að hún var með ógreinda endómetríósu sem gat verið ástæðan fyrir blæðingunni. Hún missti nær fjóra lítra af blóði. Segir dauðann fallega stund „Ég veit að það er rosalega skrítið að geta sagt þetta en ég hugsa ekki neikvætt til þess að deyja í dag af því ég er búin að prófa það. Ég var ekki tilbúin þá og minn tími var ekki kominn. Ég veit að það verður friðsæl stund og þetta verður fallegt. Maður fer bara á annað stað,“ segir Bjargey einlæg og þakklát fyrir lífið. Eftir mikla sjálfsvinnu, áfallameðferð og endurhæfingu ákvað Bjargey að eyða ekki einni mínútu af lífinu í það sem henni þyki leiðinlegt. „Ég til dæmis skúra ekki þar sem mér finnst það leiðinlegt,“ segir Bjargey. Hún bætir við að hún eyði heldur hvorki tíma né orku í fólk sem henni þyki leiðinlegt. „Ég segi alltaf í dag, you only live once, en nei ekki ég. Ég er hérna í annað sinn,“ segir Bjargey kómísk í röddinni. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér að neðan: Ástin og lífið Barnalán Tímamót Tengdar fréttir Í sambúð með ADHD: „Upplifði oft eins og hann nennti ekki að hlusta á mig“ Síðustu árin hefur umræða um ADHD hjá fullorðnum aukist til muna. Enda var ADHD lengi vel fyrst og fremst tengt við greiningu barna. Jafnvel tengt við þau óþekkustu í bekknum. 21. maí 2023 08:01 Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Sjá meira
„Það eru gerð alveg ofboðsleg mistök í fæðingunni. Mér var gefinn sjöfaldur skammtur af hríðaörvandi efni,“ segir Bjargey. Hún var gestur í hlaðvarpsþættinum Brestur á dögunum og ræddi erfiða og lífsmótandi reynslu sína í fæðingu á Landspítalanum. Bjargey segist hafa undirbúið sig eins og vel og hún gat fyrir fæðinguna enda reynslubolti í faginu, ef svo má að orði komast. Hún átti tvær erfiðar fæðingar að baki og nú var von á dreng í heiminn. „Hann fæðist í raun og veru andvana. Hann er alveg eins og leir þegar ég tek á móti honum. Það var sogað upp úr honum og hann hnoðaður í gang,“ upplýsir Bjargey. Allt fór sem betur fer vel að lokum og drengurinn er alheilbrigður í dag. En dramatíkinni á fæðingardeildinni þennan dag var ekki lokið. Miklir krampar í legið Bjargey fékk mikla krampa í legið sem olli verulegri blæðingu. Hún var flutt í flýti inn á skurðstofu. „Þeir héldu að þeir hefðu náð tökum á þessu og ég væri orðin stöðug. Ég var færð aftur inn á fæðingarstofu og fæ hann í fangið, en þá byrjaði í raun ballið aftur,“ segir Bjargey. Hún var farin að missa meðvitund og var flutt í annað sinn inn á skurðstofu. Hún skynjaði örvæntingarfullt ástand í kringum sig. „Það er læknir sem er alltaf að horfa í augun á mér og er við hliðina á mér allan tímann. Ég skynja panik ástandið. Ég spyr hana; ég er að fara að sjá börnin mín aftur, er það ekki? „Ég ætla að gera mitt besta,“ svarar hún.“ Amman ýtti henni niður Bjargey segist þess fullviss að þarna hafi hún upplifað dauðann. „Það sem gerðist inni á skurðstofunni var það að ég upplifði að deyja,“ segir Bjargey og lýsir því sem magnaðri upplifun. „Ég lá á skurðarborðinu og fann hvernig ég fór út úr líkamanum og fór að svífa hægt og rólega. Ég sá allan hamaganginn á skurðstofunni. Það voru um tíu manns á stofunni að hnoða mig, dæla í mig blóði, og ég svíf í fallega hvítu ljósi. Þetta er ofboðslega góð minning í dag,“ segir Bjargey. Hún hafi fundið fyrir návist ömmu sinnar sem lést þegar Bjargey var fimmtán ára. Hún hafi verið henni afar kær. „Nei, ekki núna“ „Ég sé hana taka á móti mér og einhvern veginn horfa til mín. Ég kem nær og er að svífa upp til hennar og finn alsælutilfinningu. “ Að sögn Bjargeyjar horfir amma hennar grimmum augum á hana, sem var ólíkt henni og segir nei ekki núna. Hún lýsir því hvernig amma hennar setti hendurnar á brjóstkassann á sér og ýtti henni fast niður. „Það var eins og ég væri á trampólíni og fer beint niður til baka. Þannig kippist ég við og opna augun og kem til baka,“ segir Bjargey en hún hafði þá verið stuðuð með hjartastuðtæki. Í aðgerðinni kom í ljós að hún var með ógreinda endómetríósu sem gat verið ástæðan fyrir blæðingunni. Hún missti nær fjóra lítra af blóði. Segir dauðann fallega stund „Ég veit að það er rosalega skrítið að geta sagt þetta en ég hugsa ekki neikvætt til þess að deyja í dag af því ég er búin að prófa það. Ég var ekki tilbúin þá og minn tími var ekki kominn. Ég veit að það verður friðsæl stund og þetta verður fallegt. Maður fer bara á annað stað,“ segir Bjargey einlæg og þakklát fyrir lífið. Eftir mikla sjálfsvinnu, áfallameðferð og endurhæfingu ákvað Bjargey að eyða ekki einni mínútu af lífinu í það sem henni þyki leiðinlegt. „Ég til dæmis skúra ekki þar sem mér finnst það leiðinlegt,“ segir Bjargey. Hún bætir við að hún eyði heldur hvorki tíma né orku í fólk sem henni þyki leiðinlegt. „Ég segi alltaf í dag, you only live once, en nei ekki ég. Ég er hérna í annað sinn,“ segir Bjargey kómísk í röddinni. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér að neðan:
Ástin og lífið Barnalán Tímamót Tengdar fréttir Í sambúð með ADHD: „Upplifði oft eins og hann nennti ekki að hlusta á mig“ Síðustu árin hefur umræða um ADHD hjá fullorðnum aukist til muna. Enda var ADHD lengi vel fyrst og fremst tengt við greiningu barna. Jafnvel tengt við þau óþekkustu í bekknum. 21. maí 2023 08:01 Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Sjá meira
Í sambúð með ADHD: „Upplifði oft eins og hann nennti ekki að hlusta á mig“ Síðustu árin hefur umræða um ADHD hjá fullorðnum aukist til muna. Enda var ADHD lengi vel fyrst og fremst tengt við greiningu barna. Jafnvel tengt við þau óþekkustu í bekknum. 21. maí 2023 08:01