10 til 30 prósent Covid-greindra glími við langvarandi einkenni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. maí 2023 06:35 Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Vísir/Arnar Á árunum 2018 til 2023 hafa verið skráðar 3.017 komur á heilsugæslur landsins í tengslum við langvarandi einkenni Covid-19. Þar af voru heimsóknir karla 1.040, kvenna 1.982 og kynsegin fimm. Þetta kemur fram í svörum heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata, um langvinn áhrif Covid-19. Það ber að athuga að ekki er endilega um að ræða 3.017 einstaklinga, þar sem sami einstaklingurinn getur hafa leitað aðstoðar á fleiri en einu ári. Auk þeirra sem leituðu á heilsugæslu vegna langvarandi einkenna Covid-19 áttu 198 einstalingar komur á göngudeildir heilbrigðisstofnana á árunum 2018 til 2022. „Töluverð óvissa er um fjölda þeirra sem glíma við þessi langvinnu einkenni. Almennt er talið að um 10–30% þeirra sem greinast með COVID-19 glími við einhverjar langvinnar afleiðingar eftir sýkinguna. Langvinn áhrif COVID-19 eru skilgreind sem einkenni sem hafa varað lengur en þrjá mánuði og komu fram við sýkinguna eða eftir sýkinguna og ekki er hægt að útskýra með öðrum hætti,“ segir í svörum ráðherra. Þar segir einnig að þann 20. mars 2023 hafi alls borist 255 beiðnir til Reykjalundar þar sem langvinn einkenni Covid-19 voru aðalástæða meðferðarbeiðni. Þar af höfðu 144 lokið meðferð, 20 voru í meðferð og 26 á leið í meðferð. Þá höfðu um hundrað einstaklingar leitað til Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði. „Þar sem einkenni þeirra sem glíma við langvinn áhrif COVID-19 eru fjölbreytileg er ekki hægt að segja til um hvaða meðferð eða endurhæfing hentar best fyrir hópinn í heild. Til viðbótar hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin gefið út ráðleggingar varðandi þennan hóp þar sem mælt er með að ákvarða og skipuleggja endurhæfingu út frá einkennum hvers og eins, frekar en þeirri staðreynd að um langvinn áhrif COVID-19 sé að ræða,“ segir í svörum ráðherra. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata, um langvinn áhrif Covid-19. Það ber að athuga að ekki er endilega um að ræða 3.017 einstaklinga, þar sem sami einstaklingurinn getur hafa leitað aðstoðar á fleiri en einu ári. Auk þeirra sem leituðu á heilsugæslu vegna langvarandi einkenna Covid-19 áttu 198 einstalingar komur á göngudeildir heilbrigðisstofnana á árunum 2018 til 2022. „Töluverð óvissa er um fjölda þeirra sem glíma við þessi langvinnu einkenni. Almennt er talið að um 10–30% þeirra sem greinast með COVID-19 glími við einhverjar langvinnar afleiðingar eftir sýkinguna. Langvinn áhrif COVID-19 eru skilgreind sem einkenni sem hafa varað lengur en þrjá mánuði og komu fram við sýkinguna eða eftir sýkinguna og ekki er hægt að útskýra með öðrum hætti,“ segir í svörum ráðherra. Þar segir einnig að þann 20. mars 2023 hafi alls borist 255 beiðnir til Reykjalundar þar sem langvinn einkenni Covid-19 voru aðalástæða meðferðarbeiðni. Þar af höfðu 144 lokið meðferð, 20 voru í meðferð og 26 á leið í meðferð. Þá höfðu um hundrað einstaklingar leitað til Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði. „Þar sem einkenni þeirra sem glíma við langvinn áhrif COVID-19 eru fjölbreytileg er ekki hægt að segja til um hvaða meðferð eða endurhæfing hentar best fyrir hópinn í heild. Til viðbótar hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin gefið út ráðleggingar varðandi þennan hóp þar sem mælt er með að ákvarða og skipuleggja endurhæfingu út frá einkennum hvers og eins, frekar en þeirri staðreynd að um langvinn áhrif COVID-19 sé að ræða,“ segir í svörum ráðherra.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira