DeSantis tilkynnti framboð sitt í viðburði á stafrænum vettvangi samfélagsmiðilsins Twitter. Það gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig og þurfti að fresta tilkynningunni í smá tíma. Þegar viðburðurinn gat loksins hafið var töluverður fjöldi sem fylgdist með. Í umfjöllun CNN kemur fram að um 400 þúsund notendur hafi hlustað á tilkynninguna.
Búist hefur verið við forsetaframboði DeSantis síðan hann var endurkjörinn ríkisstjóri í síðastliðnum nóvember. Ríkisstjórinn telur að hann sé einu möguleiki Repúblikanaflokksins til að ná forsetaembættinu af Biden. Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur einnig lýst yfir framboði sínu.
DeSantis vill meina að af honum, Biden og Trump, eigi aðeins tveir möguleika á að verða forseti - hann sjálfur og Biden.