Draumar Branson úti og starfseminni hætt að fullu Samúel Karl Ólason skrifar 24. maí 2023 11:17 Richard Branson var stórhuga með fyrirtæki sitt Virgin Orbit. Sex árum eftir að fyrirtækið var stofnað hefur starfsemi þess verið hætt. EPA Virgin Orbit, geimferðafyrirtækið sem breski auðkýfingurinn Richard Branson stofnaði árið 2017, er hætt starfsemi. Forsvarsmenn fyrirtækisins óskuðu eftir gjaldþrotameðferð í Bandaríkjunum í síðasta mánuði og er því ferli nú lokið. Markmið fyrirtækisins var að þróa ódýra leið til að koma smáum gervihnöttum á braut um jörðu með því að koma geimflaugum fyrir á farþegaflugvélum. Flugvélarnar myndu svo bera eldflaugarnar hátt á loft, þar sem hægt væri að skjóta eldflaugunum út í geim með tiltölulega litlum kostnaði. Fyrirtækið komast aldrei á flug og þessi tækni fékkst ekki til að virka eins og hún átti að virka. Fyrsta tilraunaskot Virgin Orbit í maí 2020 misheppnaðist. Annað skot heppnaðist svo í janúar 2021 og í júní sama ár var eldflaug fyrirtækisins notuð í fyrsta sinn til að koma farmi á braut um jörðu. Tvö geimskot heppnuðust svo í fyrra en síðast reyndu starfsmenn Virgin Orbit að skjóta gervihnetti á braut um jörðu í janúar. Það misheppnaðist vegna bilunar í eldflaug fyrirtækisins. Hátt í sjö hundruð starfsmönnum Virgin Orbit, sem er með höfuðstöðvar í Kaliforníu, var sagt upp í síðasta mánuði og var óskað eftir gjaldþrotaskiptum í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Virgin Orbit stefndi á geiminn en lenti á hausnum Í frétt Sky News segir að eigur fyrirtækisins hafi verið seldar fyrir 36,4 milljónir dala, sem samsvarar rúmum fimm milljörðum króna. Meðal þeirra eigna voru framleiðslutæki sem notuð voru til að framleiða eldflaugar Virgin Orbit. Í yfirlýsingu frá forsvarsmönnum fyrirtækisins um endalok starfseminnar segir að Virgin Orbit skilji eftir sig varandi áhrif á geimferðaiðnað heimsins. Geimurinn Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Markmið fyrirtækisins var að þróa ódýra leið til að koma smáum gervihnöttum á braut um jörðu með því að koma geimflaugum fyrir á farþegaflugvélum. Flugvélarnar myndu svo bera eldflaugarnar hátt á loft, þar sem hægt væri að skjóta eldflaugunum út í geim með tiltölulega litlum kostnaði. Fyrirtækið komast aldrei á flug og þessi tækni fékkst ekki til að virka eins og hún átti að virka. Fyrsta tilraunaskot Virgin Orbit í maí 2020 misheppnaðist. Annað skot heppnaðist svo í janúar 2021 og í júní sama ár var eldflaug fyrirtækisins notuð í fyrsta sinn til að koma farmi á braut um jörðu. Tvö geimskot heppnuðust svo í fyrra en síðast reyndu starfsmenn Virgin Orbit að skjóta gervihnetti á braut um jörðu í janúar. Það misheppnaðist vegna bilunar í eldflaug fyrirtækisins. Hátt í sjö hundruð starfsmönnum Virgin Orbit, sem er með höfuðstöðvar í Kaliforníu, var sagt upp í síðasta mánuði og var óskað eftir gjaldþrotaskiptum í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Virgin Orbit stefndi á geiminn en lenti á hausnum Í frétt Sky News segir að eigur fyrirtækisins hafi verið seldar fyrir 36,4 milljónir dala, sem samsvarar rúmum fimm milljörðum króna. Meðal þeirra eigna voru framleiðslutæki sem notuð voru til að framleiða eldflaugar Virgin Orbit. Í yfirlýsingu frá forsvarsmönnum fyrirtækisins um endalok starfseminnar segir að Virgin Orbit skilji eftir sig varandi áhrif á geimferðaiðnað heimsins.
Geimurinn Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira