Yfirlýsingin sé týpískt útspil hjá FH: „Þurfa að líta í eigin barm“ Aron Guðmundsson skrifar 23. maí 2023 09:30 Yfirlýsing FH og gagnrýni félagsins á hendur framkvæmdarstjóra KSÍ var til umræðu í Stúkunni í gærkvöldi. Þar var Baldur Sigurðsson, fyrrum leikmaður félagsins, einn af sérfræðingum þáttarins Vísir/Samsett mynd Baldur Sigurðsson, fyrrum leikmaður Bestu deildar liðs FH og núverandi sérfræðingur Stúkunnar á Stöð 2 Sport, segir það alls ekki hafa komið sér á óvart að FH hafi sent frá sér yfirlýsingu á borð við þá sem félagið sendi frá sér á dögunum. Hann hvetur FH, sem og Kjartan Henry leikmann félagsins, til þess að líta í eigin barm. Seint á sunnudagskvöld birtist yfirlýsing frá knattspyrnudeild FH þar sem að félagið gagnrýndi harðlega vinnubrögð Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra Knattspyrnusambands Íslands, í máli Kjartans Henry Finnbogasonar leikmanns FH sem fékk á dögunum eins leiks leikbann. Dómurunum í leik FH og Víkings Reykjavíkur í Bestu deild karla á dögunum yfirsást atvik milli Kjartan Henrys og Nikolaj Hansen þegar að sá fyrrnefndi gaf Hansen olnbogaskot. Klara ákvað hins vegar að nýta sér ákvæði í lögum KSÍ sem heimilar framkvæmdarstjóra KSÍ að skjóta málum til Aga- og úrskurðarnefndar. FH-ingar eru aðallega ósáttir með greinargerð sem Klara skilaði til Aga- og úrskurðarnefndar í málinu „Það er að mati FH algjörlega ótækt og í ósamræmi við málskotsheimild framkvæmdarstjórans að hún taki afstöðu í málinu með svona afgerandi hætti,“ segir meðal annars í yfirlýsingu FH. „Framkvæmdarstjórinn hefur vissulega heimild til að vísa málinu til nefndarinnar en hún getur ekki sest í dómarasæti eða tekið að sér málflutning fyrir aðra hlið málsins líkt og hún gerir í greinargerð sinni.“ FH megi vel við una Rætt var um yfirlýsingu FH í Stúkunni, uppgjörsþætti Bestu deildarinnar á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Þar sátu fyrrum leikmenn FH, þeir Atli Viðar Björnsson og Baldur Sigurðsson, sem sérfræðingar og Guðmundur Benediktsson stýrði þættinum. Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson, fyrrum leikmenn FH, í Stúkunni í gær.Vísir/Skjáskot „Ef að ég hefði haft eitthvað um þetta að segja þá hefði ég kosið að sleppa því að koma með þessa yfirlýsingu,“ sagði Atli Viðar, fyrrum leikmaður FH og nú sérfræðingur Stúkunnar. „Ég held að FH-ingar megi, að einhverju leiti prísa sig sæla með niðurstöðuna í máli Kjartans Henry, að hann fái bara einn leik í leikbann. Þessi yfirlýsing og þetta mál er svo mikið bara stríð milli einstaklinga. Það er verið að hnýta í Klöru og hennar vinnubrögð innan KSÍ. Þetta á ekkert erindi upp á yfirborðið, þetta er frekar fólk ætti að leysa yfir einum kaffibolla. Þetta er einn af þessum slögum sem menn hefðu átt að sleppa því að taka.“ Kergja milli FH og KSÍ Erjur hafa einkennt samband FH við KSÍ undanfarna mánuði. „Það er kergja á milli þessara aðila svo ekki sé meira sagt,“ bætti Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar við og gaf um leið Baldri Sigurðssyni orðið. Baldur segir það ekki hafa komið sér á óvart að FH hafi gripið til þessa ráðs. „Það að þessi yfirlýsing hafi komið frá FH kemur mér bara nákvæmlega ekkert á óvart. Ég myndi segja að þetta sé týpískt útspil hjá FH. Af litlum hluta má alveg skilja þetta, þeir eru að bakka upp sinn leikmann…En ég er sammála Atla og spyr mig til hvers þessi yfirlýsing var gefin út. Kjartan Henry fékk einn leik í bann, í umræddum leik sýndi hann af sér mjög ljóta og hættulega framkomu fyrr í leiknum og mér finnst að FH hefði átt að una þessari niðurstöðu. Kjartan, sem og FH, þarf bara að líta í eigin barm.“ Klippa: Stúkan - Yfirlýsing FH Besta deild karla FH Tengdar fréttir Mál Kjartans Henry fyrir aganefnd KSÍ Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, hefur vísað máli Kjartans Henry Finnbogasonar, framherja FH, til aganefndar sambandsins. 18. maí 2023 12:01 Kjartan Henry dæmdur í bann fyrir olnbogaskotið Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur dæmd FH-inginn Kjartan Henry Finnbogason í eins leiks bann vegna atviks í leik FH og Víkings í síðustu umferð Bestu deildarinnar. 19. maí 2023 17:31 Kjartan harmar sparkið en segir olnbogaskotið óviljaverk Kjartan Henry Finnbogason hefur sent frá sér skilaboð í kjölfar þess að hafa víða verið sakaður um fautaskap í leik með FH gegn Víkingi í Bestu deildinni í fótbolta í gærkvöld. 15. maí 2023 09:29 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira
Seint á sunnudagskvöld birtist yfirlýsing frá knattspyrnudeild FH þar sem að félagið gagnrýndi harðlega vinnubrögð Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra Knattspyrnusambands Íslands, í máli Kjartans Henry Finnbogasonar leikmanns FH sem fékk á dögunum eins leiks leikbann. Dómurunum í leik FH og Víkings Reykjavíkur í Bestu deild karla á dögunum yfirsást atvik milli Kjartan Henrys og Nikolaj Hansen þegar að sá fyrrnefndi gaf Hansen olnbogaskot. Klara ákvað hins vegar að nýta sér ákvæði í lögum KSÍ sem heimilar framkvæmdarstjóra KSÍ að skjóta málum til Aga- og úrskurðarnefndar. FH-ingar eru aðallega ósáttir með greinargerð sem Klara skilaði til Aga- og úrskurðarnefndar í málinu „Það er að mati FH algjörlega ótækt og í ósamræmi við málskotsheimild framkvæmdarstjórans að hún taki afstöðu í málinu með svona afgerandi hætti,“ segir meðal annars í yfirlýsingu FH. „Framkvæmdarstjórinn hefur vissulega heimild til að vísa málinu til nefndarinnar en hún getur ekki sest í dómarasæti eða tekið að sér málflutning fyrir aðra hlið málsins líkt og hún gerir í greinargerð sinni.“ FH megi vel við una Rætt var um yfirlýsingu FH í Stúkunni, uppgjörsþætti Bestu deildarinnar á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Þar sátu fyrrum leikmenn FH, þeir Atli Viðar Björnsson og Baldur Sigurðsson, sem sérfræðingar og Guðmundur Benediktsson stýrði þættinum. Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson, fyrrum leikmenn FH, í Stúkunni í gær.Vísir/Skjáskot „Ef að ég hefði haft eitthvað um þetta að segja þá hefði ég kosið að sleppa því að koma með þessa yfirlýsingu,“ sagði Atli Viðar, fyrrum leikmaður FH og nú sérfræðingur Stúkunnar. „Ég held að FH-ingar megi, að einhverju leiti prísa sig sæla með niðurstöðuna í máli Kjartans Henry, að hann fái bara einn leik í leikbann. Þessi yfirlýsing og þetta mál er svo mikið bara stríð milli einstaklinga. Það er verið að hnýta í Klöru og hennar vinnubrögð innan KSÍ. Þetta á ekkert erindi upp á yfirborðið, þetta er frekar fólk ætti að leysa yfir einum kaffibolla. Þetta er einn af þessum slögum sem menn hefðu átt að sleppa því að taka.“ Kergja milli FH og KSÍ Erjur hafa einkennt samband FH við KSÍ undanfarna mánuði. „Það er kergja á milli þessara aðila svo ekki sé meira sagt,“ bætti Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar við og gaf um leið Baldri Sigurðssyni orðið. Baldur segir það ekki hafa komið sér á óvart að FH hafi gripið til þessa ráðs. „Það að þessi yfirlýsing hafi komið frá FH kemur mér bara nákvæmlega ekkert á óvart. Ég myndi segja að þetta sé týpískt útspil hjá FH. Af litlum hluta má alveg skilja þetta, þeir eru að bakka upp sinn leikmann…En ég er sammála Atla og spyr mig til hvers þessi yfirlýsing var gefin út. Kjartan Henry fékk einn leik í bann, í umræddum leik sýndi hann af sér mjög ljóta og hættulega framkomu fyrr í leiknum og mér finnst að FH hefði átt að una þessari niðurstöðu. Kjartan, sem og FH, þarf bara að líta í eigin barm.“ Klippa: Stúkan - Yfirlýsing FH
Besta deild karla FH Tengdar fréttir Mál Kjartans Henry fyrir aganefnd KSÍ Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, hefur vísað máli Kjartans Henry Finnbogasonar, framherja FH, til aganefndar sambandsins. 18. maí 2023 12:01 Kjartan Henry dæmdur í bann fyrir olnbogaskotið Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur dæmd FH-inginn Kjartan Henry Finnbogason í eins leiks bann vegna atviks í leik FH og Víkings í síðustu umferð Bestu deildarinnar. 19. maí 2023 17:31 Kjartan harmar sparkið en segir olnbogaskotið óviljaverk Kjartan Henry Finnbogason hefur sent frá sér skilaboð í kjölfar þess að hafa víða verið sakaður um fautaskap í leik með FH gegn Víkingi í Bestu deildinni í fótbolta í gærkvöld. 15. maí 2023 09:29 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira
Mál Kjartans Henry fyrir aganefnd KSÍ Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, hefur vísað máli Kjartans Henry Finnbogasonar, framherja FH, til aganefndar sambandsins. 18. maí 2023 12:01
Kjartan Henry dæmdur í bann fyrir olnbogaskotið Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur dæmd FH-inginn Kjartan Henry Finnbogason í eins leiks bann vegna atviks í leik FH og Víkings í síðustu umferð Bestu deildarinnar. 19. maí 2023 17:31
Kjartan harmar sparkið en segir olnbogaskotið óviljaverk Kjartan Henry Finnbogason hefur sent frá sér skilaboð í kjölfar þess að hafa víða verið sakaður um fautaskap í leik með FH gegn Víkingi í Bestu deildinni í fótbolta í gærkvöld. 15. maí 2023 09:29