Hafa fengið heimild til að flytja inn gjafasæði til Íslands Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 22. maí 2023 16:48 Nú þegar leyfi hefur fengist frá Landlæknisembættinu í Noregi má hver norskur gjafi gefa sæði til sex fjölskyldna í Svíþjóð og tveggja á Íslandi. Getty Landlæknisembættið í Noregi hefur gefið Livio grænt ljós á að hefa útflutning á gjafasæði til Íslands og Svíþjóðar. Hér á landi hefur sæðisgjöf, þar sem valið er úr sæðisbanka, verið notuð frá árinu 1991, en einungis með sæði frá Danmörku. Þetta kemur fram í frétt NRK. Samkvæmt reglugerðum í Noregi má sæðisgjafi gefa sæði til hámark sex fjölskyldna. Það er hins vegar engar reglur varðandi það hversu mörg börn viðkomandi sæðisgjafi má eiga utan Noregs. Nú þegar leyfi hefur fengist frá Landlæknisembættinu í Noregi má hver norskur gjafi gefa sæði til sex fjölskyldna í Svíþjóð og tveggja á Íslandi. Livio er stærsti aðilinn í meðferðum á ófrjósemi á Norðurlöndunum og starfar á Íslandi, Svíþjóð og í Noregi. Livio Ísland er fyrsti formlegi eggja- og sæðisbankinn á Íslandi. „Við frystum meira en við þurfum að nota. Það er mismunandi hversu marga „skammta“ kona þarf til að verða þunguð, og svo eru sumar sem vilja geyma sæði til gefa börnum sínum systkini í framtíðinni,“ sagði Nan Birgitte Oldereid framkvæmdastjóri Livio í Noregi í samtali við NRK fyrr á árinu. Fram kom að oft yrði sæði afgangs þegar viðkomandi sæðisgjafi væri búinn að fullnýta „kvótann“ og á meðan væri vöntun á sæðisgjöfum á Íslandi og í Svíþjóð. Sótti Livio því um heimild til að flytja út sæði til systurklíníka samsteypunnar á Íslandi og í Svíþjóð. „Búið er að yfirfara reglugerðirnar og það er ekkert sem hindrar þennan útflutning. Við höfum rannsakað starfshætti hjá þeim heilsugæslustöðvum erlendis sem koma til með að nota gjafasæðið og við höfum gengið úr skugga um að þetta stangist ekki á við norsk lög,“ segir Anne Forus, fulltrúi landlæknisembættisins í Noregi. Gagnrýnisraddir á fyrirkomulagið DUIN í Noregi - samtök fólks sem getið er með gjafasæði hafa lýst yfir áhyggjum sínum af þessum útflutningi. Í samtali við NRK bendir Raymond Egge Kristiansen, einn af stjórnarmeðlimum samtakanna á að núverandi reglugerð sé til þess fallin að veita fólki sem getið er með gjafasæði möguleika á því að rekja uppruna sinn, og einnig að takmarka fjölda systkina. „Með því að flytja sæði til útlanda höfum við ekki lengur þá stjórn og systkinahópurinn getur orðið óeðlilega stór.“ Fyrr á árinu var einnig rætt við Øystein Tandberg, formann DUIN í Noregi og sagði hann óttast að norskir sæðisgjafar gætu orðið „ofurgjafar“ sem gæti síðan leitt til markaðsvæðingar á sæðisgjöf. Sæðisgjafar í Noregi fá í dag greiddar tæpar 800 norskar krónur, andvirði 11 þúsund íslenskra króna, fyrir hverja gjöf. „Það er augljóst að þókunin ein og sér er nógu mikil hvatning fyrir þá til að gefa sæði,“ sagði Øystein Tandberg jafnframt. Nan Birgitte Oldereid hjá Livio segist skilja áhyggjur fólks sem getið er með gjafasæði en bendir á að skortur sé á sæðisgjöfum og því sé mikilvægt að hjálpast að. Þá leggur hún áherslu á að Íslandi og í Svíþjóð séu einnig skýr takmörk varðandi hversu mörg börn megi geta með hverjum sæðisgjafa. Noregur Tækni Fjölskyldumál Frjósemi Börn og uppeldi Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt NRK. Samkvæmt reglugerðum í Noregi má sæðisgjafi gefa sæði til hámark sex fjölskyldna. Það er hins vegar engar reglur varðandi það hversu mörg börn viðkomandi sæðisgjafi má eiga utan Noregs. Nú þegar leyfi hefur fengist frá Landlæknisembættinu í Noregi má hver norskur gjafi gefa sæði til sex fjölskyldna í Svíþjóð og tveggja á Íslandi. Livio er stærsti aðilinn í meðferðum á ófrjósemi á Norðurlöndunum og starfar á Íslandi, Svíþjóð og í Noregi. Livio Ísland er fyrsti formlegi eggja- og sæðisbankinn á Íslandi. „Við frystum meira en við þurfum að nota. Það er mismunandi hversu marga „skammta“ kona þarf til að verða þunguð, og svo eru sumar sem vilja geyma sæði til gefa börnum sínum systkini í framtíðinni,“ sagði Nan Birgitte Oldereid framkvæmdastjóri Livio í Noregi í samtali við NRK fyrr á árinu. Fram kom að oft yrði sæði afgangs þegar viðkomandi sæðisgjafi væri búinn að fullnýta „kvótann“ og á meðan væri vöntun á sæðisgjöfum á Íslandi og í Svíþjóð. Sótti Livio því um heimild til að flytja út sæði til systurklíníka samsteypunnar á Íslandi og í Svíþjóð. „Búið er að yfirfara reglugerðirnar og það er ekkert sem hindrar þennan útflutning. Við höfum rannsakað starfshætti hjá þeim heilsugæslustöðvum erlendis sem koma til með að nota gjafasæðið og við höfum gengið úr skugga um að þetta stangist ekki á við norsk lög,“ segir Anne Forus, fulltrúi landlæknisembættisins í Noregi. Gagnrýnisraddir á fyrirkomulagið DUIN í Noregi - samtök fólks sem getið er með gjafasæði hafa lýst yfir áhyggjum sínum af þessum útflutningi. Í samtali við NRK bendir Raymond Egge Kristiansen, einn af stjórnarmeðlimum samtakanna á að núverandi reglugerð sé til þess fallin að veita fólki sem getið er með gjafasæði möguleika á því að rekja uppruna sinn, og einnig að takmarka fjölda systkina. „Með því að flytja sæði til útlanda höfum við ekki lengur þá stjórn og systkinahópurinn getur orðið óeðlilega stór.“ Fyrr á árinu var einnig rætt við Øystein Tandberg, formann DUIN í Noregi og sagði hann óttast að norskir sæðisgjafar gætu orðið „ofurgjafar“ sem gæti síðan leitt til markaðsvæðingar á sæðisgjöf. Sæðisgjafar í Noregi fá í dag greiddar tæpar 800 norskar krónur, andvirði 11 þúsund íslenskra króna, fyrir hverja gjöf. „Það er augljóst að þókunin ein og sér er nógu mikil hvatning fyrir þá til að gefa sæði,“ sagði Øystein Tandberg jafnframt. Nan Birgitte Oldereid hjá Livio segist skilja áhyggjur fólks sem getið er með gjafasæði en bendir á að skortur sé á sæðisgjöfum og því sé mikilvægt að hjálpast að. Þá leggur hún áherslu á að Íslandi og í Svíþjóð séu einnig skýr takmörk varðandi hversu mörg börn megi geta með hverjum sæðisgjafa.
Noregur Tækni Fjölskyldumál Frjósemi Börn og uppeldi Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira