Úrslitaeinvígið blasir við Denver Nuggets Smári Jökull Jónsson skrifar 21. maí 2023 09:30 LeBron James verst gegn Nikola Jokic í leiknum í Los Angeles í nótt. Vísir/Getty Denver Nuggets er komið í afar góða stöðu gegn Los Angeles Lakers í úrslitaeinvígi Vesturdeildar NBA eftir sigur í þriðja leik liðanna í Los Angeles í nótt. Denver leiðir 3-0 í einvíginu. Denver hafði unnið sigur á heimavelli í fyrstu tveimur leikjum einvígisins en í nótt var leikið á heimavelli Lakers sem þurfti nauðsynlega að sækja sigur. Gestirnir byrjuðu betur og náðu fljótlega ágætri forystu. Lakers var í vandræðum að koma stigum á töfluna á meðan Jamal Murray fór mikinn í liði Nuggets. Murray skoraði 17 stig í fyrsta leikhluta og lið Denver var með 32-20 forystu að honum loknum. Adele and Rich Paul, Eddie Murphy, Quavo, and Jennifer Hudson in LA for Game 3!#NBACelebRow pic.twitter.com/XLHRC6U0SX— NBA (@NBA) May 21, 2023 Lakers vann sig þó inn í leikinn fyrir lok fyrri hálfleiks. Austin Reaves jafnaði í 55-55 úr tveimur vítaskotum undir lok annars leikhluta en Kentavious Caldwell-Pope sá til þess að Nuggets fór með forystu inn í hálfleikinn með því að skora þriggja stiga körfu undir lok annars leikhluta. Lið Nuggets var áfram skrefinu á undan eftir hlé. Þeir náðu níu stiga forystu í upphafi þriðja leikhluta en Lakers kom til baka og jafnaði á ný. Staðan fyrir lokafjórðunginn var 84-82 og allt í járnum. LEBRON JAMES.BACK-TO-BACK THREES.4Q next on ABC DEN: 84LAL: 82 pic.twitter.com/KfzfGKsBfc— NBA (@NBA) May 21, 2023 Þar var það Nikola Jokic sem tók yfir. Hann skoraði 15 stig í fjórða leikhluta og eftir að Denver komst í 106-94 forystu þegar tæpar fimm mínútur voru eftir náði Lakers aldrei að minnka forystuna nema niður í átta stig. Denver vann að lokum 119-108 sigur og nú komið 3-0 yfir í einvíginu og þarf aðeins einn sigur til að tryggja sér sæti í úrslitum NBA-deildarinnar í fyrsta sinn í sögunni en liðið er eitt af sex liðum í deildinni sem aldrei hefur leikið til úrslita. Jamal Murray explodes for 30 points in the 1st half, finishing with 37 for the 2nd straight game!The @nuggets now hold a 3-0 lead in the Western Conference Finals. pic.twitter.com/eLmpj3keXq— NBA (@NBA) May 21, 2023 Jamal Murray var frábær hjá Denver í nótt, hann skoraði 37 stig, tók 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Nikola Jokic skoraði 24 stig en Caldwell-Pope, Bruce Brown og Michael Porter Jr. komu einnig með mjög gott framlag að borðinu. Anthony Davis var stigahæstur hjá Lakers með 28 stig auk þess að taka 18 fráköst og þeir LeBron James og Austin Reaves skoruðu 23 stig hvor. NBA Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira
Denver hafði unnið sigur á heimavelli í fyrstu tveimur leikjum einvígisins en í nótt var leikið á heimavelli Lakers sem þurfti nauðsynlega að sækja sigur. Gestirnir byrjuðu betur og náðu fljótlega ágætri forystu. Lakers var í vandræðum að koma stigum á töfluna á meðan Jamal Murray fór mikinn í liði Nuggets. Murray skoraði 17 stig í fyrsta leikhluta og lið Denver var með 32-20 forystu að honum loknum. Adele and Rich Paul, Eddie Murphy, Quavo, and Jennifer Hudson in LA for Game 3!#NBACelebRow pic.twitter.com/XLHRC6U0SX— NBA (@NBA) May 21, 2023 Lakers vann sig þó inn í leikinn fyrir lok fyrri hálfleiks. Austin Reaves jafnaði í 55-55 úr tveimur vítaskotum undir lok annars leikhluta en Kentavious Caldwell-Pope sá til þess að Nuggets fór með forystu inn í hálfleikinn með því að skora þriggja stiga körfu undir lok annars leikhluta. Lið Nuggets var áfram skrefinu á undan eftir hlé. Þeir náðu níu stiga forystu í upphafi þriðja leikhluta en Lakers kom til baka og jafnaði á ný. Staðan fyrir lokafjórðunginn var 84-82 og allt í járnum. LEBRON JAMES.BACK-TO-BACK THREES.4Q next on ABC DEN: 84LAL: 82 pic.twitter.com/KfzfGKsBfc— NBA (@NBA) May 21, 2023 Þar var það Nikola Jokic sem tók yfir. Hann skoraði 15 stig í fjórða leikhluta og eftir að Denver komst í 106-94 forystu þegar tæpar fimm mínútur voru eftir náði Lakers aldrei að minnka forystuna nema niður í átta stig. Denver vann að lokum 119-108 sigur og nú komið 3-0 yfir í einvíginu og þarf aðeins einn sigur til að tryggja sér sæti í úrslitum NBA-deildarinnar í fyrsta sinn í sögunni en liðið er eitt af sex liðum í deildinni sem aldrei hefur leikið til úrslita. Jamal Murray explodes for 30 points in the 1st half, finishing with 37 for the 2nd straight game!The @nuggets now hold a 3-0 lead in the Western Conference Finals. pic.twitter.com/eLmpj3keXq— NBA (@NBA) May 21, 2023 Jamal Murray var frábær hjá Denver í nótt, hann skoraði 37 stig, tók 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Nikola Jokic skoraði 24 stig en Caldwell-Pope, Bruce Brown og Michael Porter Jr. komu einnig með mjög gott framlag að borðinu. Anthony Davis var stigahæstur hjá Lakers með 28 stig auk þess að taka 18 fráköst og þeir LeBron James og Austin Reaves skoruðu 23 stig hvor.
NBA Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira