Enginn atvinnulaus í Skagafirði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. maí 2023 12:30 Sigfús Ólafur Guðmundsson, sem vinnur við atvinnu- og kynningarmál hjá Sveitarfélaginu Skagafirði. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um sextíu fyrirtæki í Skagafirði taka nú þátt í atvinnulífssýningu um helgin á Sauðárkróki en sýningunni er ætlað að varpa ljósi á þann fjölbreytileika sem er í þjónustu, framleiðslu, mannlífi og menningu í Skagafirði. Auk þess að kynna sprota og nýsköpun í atvinnulífi og síðast en ekki síst skapa skemmtilegan viðburð fyrir heimafólk og gesti. Sýningin, sem heitir „Skagafjörður, heimili Norðursins“ var formlega sett í morgun klukkan 11:00 en hún stendur yfir í dag og á morgun og fer fram í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Þátttaka á sýninguna er mjög góð en hún er bæði á inni- og á útisvæði. Sigfús Ólafur Guðmundsson vinnur við atvinnu- og kynningarmál hjá Sveitarfélaginu Skagafirði, sem heldur sýninguna. „Heyrðu, hérna eru bara fyrirtækin og félagasamtök og í rauninni bara allt samfélagið að sýna hversu megnug þau eru. Við erum með fjölbreytta dagskrá á sviðinu líka og ýmsar uppákomur. Það skiptir auðvitað miklu máli fyrir samfélagið að sýna hversu öflugt samfélagið er. Við erum með mjög hátt þjónustustig hér í Skagafirði og með mjög fjölbreytta starfsemi. Okkur vantar alltaf fólk og til að mynda þá skoðaði ég tölur fyrir apríl núna og þá erum við með enga manneskju á atvinnuleysisskrá,“ segir Sigfús Ólafur. Sigfús Ólafur segir að töluvert sé um ný fyrirtæki í Skagafirði, það séu ekki bara gömul fyrirtæki eins og Kaupfélag Skagfirðinga. „Við héldum þessa sýningu síðast 2018 og við erum í rauninni að fjölga sýnendum síðan þá, þannig að það er mikið af nýliðum líka hjá okkur, margir nýir að koma, sprotar og svona minni fyrirtæki.“ Um 60 sýnendur taka þátt í sýningunni um helgina í íþróttahúsinu á Sauðárkróki og á útisvæði við íþróttahúsið.Aðsend Og er gott að vera með fyrirtæki í Skagafirði? „Já, það er alveg ótrúlega gott að vera með fyrirtæki í Skagafirði. Það er stutt út um allt, til dæmis ef þú ætlar að vera með vefverslun á Íslandi, þá er mjög gott að vera í Skagafirði, það er stutt í boðleiðir um allt, við erum fyrir miðju Íslandi,“ segir Sigfús kampakátur með sýninguna. Allar nánari upplýsingar um atvinnulífssýninguna er að finna hér á heimasíðu sveitarfélagsins. Skagafjörður Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Sýningin, sem heitir „Skagafjörður, heimili Norðursins“ var formlega sett í morgun klukkan 11:00 en hún stendur yfir í dag og á morgun og fer fram í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Þátttaka á sýninguna er mjög góð en hún er bæði á inni- og á útisvæði. Sigfús Ólafur Guðmundsson vinnur við atvinnu- og kynningarmál hjá Sveitarfélaginu Skagafirði, sem heldur sýninguna. „Heyrðu, hérna eru bara fyrirtækin og félagasamtök og í rauninni bara allt samfélagið að sýna hversu megnug þau eru. Við erum með fjölbreytta dagskrá á sviðinu líka og ýmsar uppákomur. Það skiptir auðvitað miklu máli fyrir samfélagið að sýna hversu öflugt samfélagið er. Við erum með mjög hátt þjónustustig hér í Skagafirði og með mjög fjölbreytta starfsemi. Okkur vantar alltaf fólk og til að mynda þá skoðaði ég tölur fyrir apríl núna og þá erum við með enga manneskju á atvinnuleysisskrá,“ segir Sigfús Ólafur. Sigfús Ólafur segir að töluvert sé um ný fyrirtæki í Skagafirði, það séu ekki bara gömul fyrirtæki eins og Kaupfélag Skagfirðinga. „Við héldum þessa sýningu síðast 2018 og við erum í rauninni að fjölga sýnendum síðan þá, þannig að það er mikið af nýliðum líka hjá okkur, margir nýir að koma, sprotar og svona minni fyrirtæki.“ Um 60 sýnendur taka þátt í sýningunni um helgina í íþróttahúsinu á Sauðárkróki og á útisvæði við íþróttahúsið.Aðsend Og er gott að vera með fyrirtæki í Skagafirði? „Já, það er alveg ótrúlega gott að vera með fyrirtæki í Skagafirði. Það er stutt út um allt, til dæmis ef þú ætlar að vera með vefverslun á Íslandi, þá er mjög gott að vera í Skagafirði, það er stutt í boðleiðir um allt, við erum fyrir miðju Íslandi,“ segir Sigfús kampakátur með sýninguna. Allar nánari upplýsingar um atvinnulífssýninguna er að finna hér á heimasíðu sveitarfélagsins.
Skagafjörður Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira