Viðurkennir að hafa farið rangt að við veiðar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. maí 2023 11:15 Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., við brottför hvalbátanna úr Reykjavíkurhöfn síðasta sumar. Egill Aðalsteinsson Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, viðurkennir að betur hefði mátt standa að hvalveiðum þegar hvalur var eltur í tvær klukkustundir í myrkri og sex sprengiskutlum skotið á hann. Skýrsla Matvælastofnunar um hvalveiðar hefur vakið mikið umtal og hörð viðbrögð. Matvælaráðherra hefur sagt að skýrslan sé sláandi hvað varðar velferð hvala og formaður Viðreisnar segir það bæði ósiðlegt og óverjandi að stöðva ekki hvalveiðar strax í ljósi skýrslunnar. Í eftirlitsskýrslunni kemur meðal annars fram að fjórði hver hvalur sem veiddur var á síðasta veiðitímabili var skotinn oftar en einu sinni. Í myndbandi MAST sést tveggja klukkustunda langt dauðastríð langreyðar sem hæfa þurfti fjórum sinnum með skutlum. Í viðtali sem Kristján Loftsson veitti RÚV var hann spurður hvort ásættanlegt sé að halda veiðum áfram með þeim hætti sem lýst er í skýrslunni, þar sem dýrin kveljast klukkutímum saman. „Ja, veiðar eru alltaf veiðar þetta er ekki bara eins og þú héldir í sláturhúsunum og þar er þetta nú oft ekkert betra en kannski veiðar upp til hópa,“ segir Kristján. Hann viðurkennir hins vegar að ekki hafi verið skynsamlegt að elta hvalinn, sem skotinn var sex sinnum með sprengiskutlum, í myrkri. „Þeir byrjuð frekar seint þarna og tíminn einhvern veginn dróst út og myrkrið, ég veit nú ekki hvað ég á að segja, skall á fyrr en þeir héldu. En þetta er kannski.. þeir byrjuðu á þessu mjög seint að mínu mati svo ég er nú ekkert alltof ánægður með það sko," sagði Kristján spurður út í fyrrnefnt atvik. Kallað hefur verið eftir því að veiðileyfi Hvals verði afturkallað í ljósi þess sem kemur fram í skýrslunni. Kristján hefur ekki áhyggjur af því. „Ef það væri aðalástæðan þá held ég að veiðimenn á Íslandi þurfi að fara að hugsa sinn gang því þá eru þeir að fara að stoppa hreindýraveiðar, gæs og allt hvað heitir.“ Matvælaráðherra hefur gefið það út að mjög góðan rökstuðning þurfi til þess að hvalveiðar verði stundaðar áfram en reglugerð um veiðarnar rennur út eftir yfirstandandi veiðitímabil. Hvalveiðar Sjávarútvegur Dýraheilbrigði Tengdar fréttir „Ansi dýrt áhugamál hjá einum karli“ Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir einsýnt að stöðva þurfi hvalveiðar Íslendinga hið snarasta, ekki eingöngu vegna þess að fjárhagslegt tap er af þeim heldur einnig vegna gríðarlegra jákvæðra áhrifa hvala á loftslagið. 14. maí 2023 15:14 Dýralæknafélag Íslands segir ráðherra bera að stöðva hvalveiðar tafarlaust Dýralæknafélag Íslands segir skýrslu Matvælastofnunar um velferð hvala við veiðar sýna með óyggjandi hætti að sú aflífunaraðferð sem notuð sé og samykkt brjóti gegn meginmarkmiðum laga um velferð dýra. 12. maí 2023 09:46 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Skýrsla Matvælastofnunar um hvalveiðar hefur vakið mikið umtal og hörð viðbrögð. Matvælaráðherra hefur sagt að skýrslan sé sláandi hvað varðar velferð hvala og formaður Viðreisnar segir það bæði ósiðlegt og óverjandi að stöðva ekki hvalveiðar strax í ljósi skýrslunnar. Í eftirlitsskýrslunni kemur meðal annars fram að fjórði hver hvalur sem veiddur var á síðasta veiðitímabili var skotinn oftar en einu sinni. Í myndbandi MAST sést tveggja klukkustunda langt dauðastríð langreyðar sem hæfa þurfti fjórum sinnum með skutlum. Í viðtali sem Kristján Loftsson veitti RÚV var hann spurður hvort ásættanlegt sé að halda veiðum áfram með þeim hætti sem lýst er í skýrslunni, þar sem dýrin kveljast klukkutímum saman. „Ja, veiðar eru alltaf veiðar þetta er ekki bara eins og þú héldir í sláturhúsunum og þar er þetta nú oft ekkert betra en kannski veiðar upp til hópa,“ segir Kristján. Hann viðurkennir hins vegar að ekki hafi verið skynsamlegt að elta hvalinn, sem skotinn var sex sinnum með sprengiskutlum, í myrkri. „Þeir byrjuð frekar seint þarna og tíminn einhvern veginn dróst út og myrkrið, ég veit nú ekki hvað ég á að segja, skall á fyrr en þeir héldu. En þetta er kannski.. þeir byrjuðu á þessu mjög seint að mínu mati svo ég er nú ekkert alltof ánægður með það sko," sagði Kristján spurður út í fyrrnefnt atvik. Kallað hefur verið eftir því að veiðileyfi Hvals verði afturkallað í ljósi þess sem kemur fram í skýrslunni. Kristján hefur ekki áhyggjur af því. „Ef það væri aðalástæðan þá held ég að veiðimenn á Íslandi þurfi að fara að hugsa sinn gang því þá eru þeir að fara að stoppa hreindýraveiðar, gæs og allt hvað heitir.“ Matvælaráðherra hefur gefið það út að mjög góðan rökstuðning þurfi til þess að hvalveiðar verði stundaðar áfram en reglugerð um veiðarnar rennur út eftir yfirstandandi veiðitímabil.
Hvalveiðar Sjávarútvegur Dýraheilbrigði Tengdar fréttir „Ansi dýrt áhugamál hjá einum karli“ Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir einsýnt að stöðva þurfi hvalveiðar Íslendinga hið snarasta, ekki eingöngu vegna þess að fjárhagslegt tap er af þeim heldur einnig vegna gríðarlegra jákvæðra áhrifa hvala á loftslagið. 14. maí 2023 15:14 Dýralæknafélag Íslands segir ráðherra bera að stöðva hvalveiðar tafarlaust Dýralæknafélag Íslands segir skýrslu Matvælastofnunar um velferð hvala við veiðar sýna með óyggjandi hætti að sú aflífunaraðferð sem notuð sé og samykkt brjóti gegn meginmarkmiðum laga um velferð dýra. 12. maí 2023 09:46 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
„Ansi dýrt áhugamál hjá einum karli“ Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir einsýnt að stöðva þurfi hvalveiðar Íslendinga hið snarasta, ekki eingöngu vegna þess að fjárhagslegt tap er af þeim heldur einnig vegna gríðarlegra jákvæðra áhrifa hvala á loftslagið. 14. maí 2023 15:14
Dýralæknafélag Íslands segir ráðherra bera að stöðva hvalveiðar tafarlaust Dýralæknafélag Íslands segir skýrslu Matvælastofnunar um velferð hvala við veiðar sýna með óyggjandi hætti að sú aflífunaraðferð sem notuð sé og samykkt brjóti gegn meginmarkmiðum laga um velferð dýra. 12. maí 2023 09:46