Níu titlar Pavels Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2023 11:00 Pavel Ermolinskij lyftir Íslandsmeistaratitlinum í níunda skiptið en í fyrsta skiptið sem þjálfari. Vísir/Hulda Margrét Pavel Ermolinskij varð Íslandsmeistari á fyrsta ári sem þjálfari eftir að hafa endaði leikmannaferil sinn sem Íslandsmeistari ári fyrr. Sjónvarpsmaðurinn Guðmundur Benediktsson kallar Pavel rað-sigurvegara og það er ekki að ástæðulausu. Þetta var kannski fyrsti Íslandsmeistaratitil Pavels sem þjálfari en þetta var hans níundi á ferlinum. Pavel er nú 9-0 í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn á ferlinum. Hann fór út í atvinnumennsku mjög ungur en KR-ingar duttu heldur betur í lukkupottinn þegar hann samdi við þá á miðju 2009-2010 tímabilinu. Pavel og KR-liðið duttu reyndar út á móti verðandi Íslandsmeisturum Snæfells í oddaleik í undanúrslitunum en Pavel festi fljótt rætur í Frostaskjólinu. Vísir/Hulda Margrét KR-liðið varð Íslandsmeistari á hans fyrsta heila ári árið eftir, 2011. Pavel fór þá í tvö ár út í atvinnumennsku til Svíþjóðar og KR-ingar náðu ekki að vinna titilinn án hans. Hann sneri aftur á móti aftur sumarið 2013 og þá hófst mesta sigurganga í sögu úrslitakeppninnar. Pavel og KR-liðið urðu Íslandsmeistarar sex ár í röð frá 2014 til 2019. Pavel breytt þá til og fór í Val. Valur hafði ekki orðið Íslandsmeistari í næstum því fjörutíu ár þegar hann mætti á svæðið en þremur árum síðar vann Valsliðið Íslandsmeistaratitilinn og ekki síst fyrir framlög Pavels. Vísir/Hulda Margrét Pavel ákvað að setja skóna upp á hillu og taka sér frí frá körfubolta á þessu tímabili. Það frí varð þó styttra en áætlað var. Tindastóll kallaði á hann þegar liðið lét Vladimir Anzulović fara. Stólarnir höfðu beðið og beðið eftir þeim stóra en aðeins vantað herslumuninn. Í þremur af fjórum lokaúrslitum Stólanna var það einmitt Pavel, sem leikmaður mótherjanna, sem hafði komið með þennan herslumun og þrjú silfur voru því í húsi á Króknum frá árinu 2015. Það þurfti sterkan karakter og sigurvegara til að ýta Stólunum loksins yfir línuna. Pavel var enn á ný rétti maðurinn og stækkaði kaflann um sig í sögubók íslenska körfuboltans. Hægt og rólega tókst Pavel að kveikja á Stólunum sem komu síðan á siglingu inn í úrslitakeppnina. Þeir léku sér að Keflavík og Njarðvík og tryggðu sér loksins titilinn með sigri í oddaleik á Hlíðarenda. Tindastóll vann alla útileiki sína í úrslitaeinvíginu og annað árið í röð var Pavel því ósigraður á Hlíðarenda í úrslitakeppninni. Hér fyrir neðan má sjá stutt yfirlit yfir þessa níu Íslandsmeistaratitla Pavels. Pavel Ermolinskij með Finni Frey Stefánssyni, þáverandi þjálfara KR, þegar hann kom aftur til KRT 2014.Mynd / fésbókarsíða KR Sá fyrsti - 19. apríl 2011 í Garðabæ KR vinnur Stjörnuna 109-95 á útivelli í fjórða leik og þar með einvígið 3-1. Pavel er mjög nálægt þrennunni með 11 stig, 13 fráköst og 9 stoðsendingar í lokaleiknum. Sá annar - 1. maí 2014 í Grindavík KR vinnur Grindavík 87-79 á útivelli í fjórða leik og þar með einvígið 3-1. Pavel er frábær í lokaleiknum með 22 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar og framlagshæstur á vellinum. Þetta var tímabilið sem hann og Martin Hermannsson „rifust“ um treyju fimmtán eins og frægt var. Martin kvaddi KR eftir þetta tímabil. Sá þriðji - 29. apríl 2015 á Sauðárkróki KR vinnur Tindastól 88-81 á útivelli í fjórða leik og þar með einvígið 3-1. Pavel er flottur í lokaleiknum með 21 stig, 8 fráköst og 4 stoðsendingar. Hann hittir úr 3 af 6 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Pavel Ermolinskij fagnar Íslandsmeistaratitli sem KR vann í Grindavík.vísir/andri marinó Sá fjórði - 28. apríl 2016 á Ásvöllum KR vinnur Hauka 84-70 á útivelli í fjórða leik og þar með einvígið 3-1. Pavel er með tvennu í lokaleiknum, skoraði 12 stig og tók 12 fráköst auk þess að gefa sex stoðsendingar. Hann hittir úr 2 af 4 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Sá fimmti - 30. apríl 2017 í Vesturbænum KR vinnur 95-56 stórsigur á Grindavík í oddaleik um titilinn og þar með einvígið 3-2. Pavel heldur sóknarleiknum gangandi með því að gefa 13 stoðsendingar í leiknum sem er enn met í oddaleik um titilinn. Hann er líka með átta fráköst og fimm stig. Pavel Ermolinskij fagnar með stuðningsmönnum KRþVísir/vilhelm Sá sjötti - 28. apríl 2018 í Vesturbænum KR vinnur 89-73 sigur á Tindastól í fjórða leiknum og þar sem einvígið 3-1. Pavel var með 9 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar í lokaleiknum. Sá sjöundi - 4. maí 2019 í Vesturbænum KR vinnur 98-70 sigur á ÍR í oddaleik og þar með einvígið 3-2. KR lendir 0-1 og 1-2 undir í einvíginu en tryggir sér titilinn með því að vinna tvo síðustu leikina. Pavel glímir við meiðsli í úrslitaeinvíginu og spilar lítið sem ekkert í síðustu þremur leikjunum. Kannski fyrstu kynni af því að hjálpa liði af bekknum sem andlegur leiðtogi. Pavel varð Íslandsmeistari með Val á sínu síðasta ári sem leikmaður.Vísir/Bára Sá áttundi - 18. maí 2022 á Hlíðarenda Pavel hefur fært sig yfir í Val og þetta er hans þriðja tímabil. Valur verður Íslandsmeistari í fyrsta sinn í 39 ár eftir 73-60 sigur á Tindastól í oddaleik en Pavel er með 8 stig, 4 fráköst og 2 stoðsendingar í lokaleiknum. Hann skorar fimm stig í röð þegar Valur breytir stöðunni úr 39-39 í 44-39 í byrjun seinni hálfleiks en Valsliðið er yfir allan tímann eftir það. Sá níundi - 18. maí 2023 á Hlíðarenda Pavel er nú tekinn við sem þjálfari Tindastólsliðsins sem hefur aldrei unnið Íslandsmeistaratitilinn. Hann sannar sig sem andlegur leiðtogi og er aldrei sterkari en á þeim tímapunktum þegar Stólarnir eru vanir því að brotna. Tindastólsliðið verður loksins meistari með því að vinna oddaleikinn með einu stigi á útivelli, 82-81. Pavel bætist í hóp þeirra þjálfara sem hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn á fyrsta tímabili sem þjálfari Pavel með bikarinn í leikslok.Vísir/Hulda Margrét Subway-deild karla Tindastóll KR Valur Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Fleiri fréttir Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Sjá meira
Sjónvarpsmaðurinn Guðmundur Benediktsson kallar Pavel rað-sigurvegara og það er ekki að ástæðulausu. Þetta var kannski fyrsti Íslandsmeistaratitil Pavels sem þjálfari en þetta var hans níundi á ferlinum. Pavel er nú 9-0 í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn á ferlinum. Hann fór út í atvinnumennsku mjög ungur en KR-ingar duttu heldur betur í lukkupottinn þegar hann samdi við þá á miðju 2009-2010 tímabilinu. Pavel og KR-liðið duttu reyndar út á móti verðandi Íslandsmeisturum Snæfells í oddaleik í undanúrslitunum en Pavel festi fljótt rætur í Frostaskjólinu. Vísir/Hulda Margrét KR-liðið varð Íslandsmeistari á hans fyrsta heila ári árið eftir, 2011. Pavel fór þá í tvö ár út í atvinnumennsku til Svíþjóðar og KR-ingar náðu ekki að vinna titilinn án hans. Hann sneri aftur á móti aftur sumarið 2013 og þá hófst mesta sigurganga í sögu úrslitakeppninnar. Pavel og KR-liðið urðu Íslandsmeistarar sex ár í röð frá 2014 til 2019. Pavel breytt þá til og fór í Val. Valur hafði ekki orðið Íslandsmeistari í næstum því fjörutíu ár þegar hann mætti á svæðið en þremur árum síðar vann Valsliðið Íslandsmeistaratitilinn og ekki síst fyrir framlög Pavels. Vísir/Hulda Margrét Pavel ákvað að setja skóna upp á hillu og taka sér frí frá körfubolta á þessu tímabili. Það frí varð þó styttra en áætlað var. Tindastóll kallaði á hann þegar liðið lét Vladimir Anzulović fara. Stólarnir höfðu beðið og beðið eftir þeim stóra en aðeins vantað herslumuninn. Í þremur af fjórum lokaúrslitum Stólanna var það einmitt Pavel, sem leikmaður mótherjanna, sem hafði komið með þennan herslumun og þrjú silfur voru því í húsi á Króknum frá árinu 2015. Það þurfti sterkan karakter og sigurvegara til að ýta Stólunum loksins yfir línuna. Pavel var enn á ný rétti maðurinn og stækkaði kaflann um sig í sögubók íslenska körfuboltans. Hægt og rólega tókst Pavel að kveikja á Stólunum sem komu síðan á siglingu inn í úrslitakeppnina. Þeir léku sér að Keflavík og Njarðvík og tryggðu sér loksins titilinn með sigri í oddaleik á Hlíðarenda. Tindastóll vann alla útileiki sína í úrslitaeinvíginu og annað árið í röð var Pavel því ósigraður á Hlíðarenda í úrslitakeppninni. Hér fyrir neðan má sjá stutt yfirlit yfir þessa níu Íslandsmeistaratitla Pavels. Pavel Ermolinskij með Finni Frey Stefánssyni, þáverandi þjálfara KR, þegar hann kom aftur til KRT 2014.Mynd / fésbókarsíða KR Sá fyrsti - 19. apríl 2011 í Garðabæ KR vinnur Stjörnuna 109-95 á útivelli í fjórða leik og þar með einvígið 3-1. Pavel er mjög nálægt þrennunni með 11 stig, 13 fráköst og 9 stoðsendingar í lokaleiknum. Sá annar - 1. maí 2014 í Grindavík KR vinnur Grindavík 87-79 á útivelli í fjórða leik og þar með einvígið 3-1. Pavel er frábær í lokaleiknum með 22 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar og framlagshæstur á vellinum. Þetta var tímabilið sem hann og Martin Hermannsson „rifust“ um treyju fimmtán eins og frægt var. Martin kvaddi KR eftir þetta tímabil. Sá þriðji - 29. apríl 2015 á Sauðárkróki KR vinnur Tindastól 88-81 á útivelli í fjórða leik og þar með einvígið 3-1. Pavel er flottur í lokaleiknum með 21 stig, 8 fráköst og 4 stoðsendingar. Hann hittir úr 3 af 6 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Pavel Ermolinskij fagnar Íslandsmeistaratitli sem KR vann í Grindavík.vísir/andri marinó Sá fjórði - 28. apríl 2016 á Ásvöllum KR vinnur Hauka 84-70 á útivelli í fjórða leik og þar með einvígið 3-1. Pavel er með tvennu í lokaleiknum, skoraði 12 stig og tók 12 fráköst auk þess að gefa sex stoðsendingar. Hann hittir úr 2 af 4 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Sá fimmti - 30. apríl 2017 í Vesturbænum KR vinnur 95-56 stórsigur á Grindavík í oddaleik um titilinn og þar með einvígið 3-2. Pavel heldur sóknarleiknum gangandi með því að gefa 13 stoðsendingar í leiknum sem er enn met í oddaleik um titilinn. Hann er líka með átta fráköst og fimm stig. Pavel Ermolinskij fagnar með stuðningsmönnum KRþVísir/vilhelm Sá sjötti - 28. apríl 2018 í Vesturbænum KR vinnur 89-73 sigur á Tindastól í fjórða leiknum og þar sem einvígið 3-1. Pavel var með 9 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar í lokaleiknum. Sá sjöundi - 4. maí 2019 í Vesturbænum KR vinnur 98-70 sigur á ÍR í oddaleik og þar með einvígið 3-2. KR lendir 0-1 og 1-2 undir í einvíginu en tryggir sér titilinn með því að vinna tvo síðustu leikina. Pavel glímir við meiðsli í úrslitaeinvíginu og spilar lítið sem ekkert í síðustu þremur leikjunum. Kannski fyrstu kynni af því að hjálpa liði af bekknum sem andlegur leiðtogi. Pavel varð Íslandsmeistari með Val á sínu síðasta ári sem leikmaður.Vísir/Bára Sá áttundi - 18. maí 2022 á Hlíðarenda Pavel hefur fært sig yfir í Val og þetta er hans þriðja tímabil. Valur verður Íslandsmeistari í fyrsta sinn í 39 ár eftir 73-60 sigur á Tindastól í oddaleik en Pavel er með 8 stig, 4 fráköst og 2 stoðsendingar í lokaleiknum. Hann skorar fimm stig í röð þegar Valur breytir stöðunni úr 39-39 í 44-39 í byrjun seinni hálfleiks en Valsliðið er yfir allan tímann eftir það. Sá níundi - 18. maí 2023 á Hlíðarenda Pavel er nú tekinn við sem þjálfari Tindastólsliðsins sem hefur aldrei unnið Íslandsmeistaratitilinn. Hann sannar sig sem andlegur leiðtogi og er aldrei sterkari en á þeim tímapunktum þegar Stólarnir eru vanir því að brotna. Tindastólsliðið verður loksins meistari með því að vinna oddaleikinn með einu stigi á útivelli, 82-81. Pavel bætist í hóp þeirra þjálfara sem hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn á fyrsta tímabili sem þjálfari Pavel með bikarinn í leikslok.Vísir/Hulda Margrét
Subway-deild karla Tindastóll KR Valur Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Fleiri fréttir Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti