Origo-höllin að Hlíðarenda var troðfull enda seldist upp á leikinn á örfáum mínútum. Stemmningin var svo sannarlega rafmögnuð og réðust úrslitin ekki fyrr en á lokasekúndum leiksins.
Hulda Margrét ljósmyndari Vísis var á leiknum í gær og fangaði magnaða stemmningu.























