Pétur Rúnar: Þetta er ósvikin gleði og ég á eiginlega engin orð til að lýsa þessu, bara takk! Siggeir Ævarsson skrifar 18. maí 2023 23:35 Pétur Rúnar eltir Kára Jónsson eins og skugginn Vísir/Hulda Margrét Leikmenn Tindastóls áttu erfitt með að koma hugsunum sínum í orð strax eftir leik. „Ólýsanlegt“ var orð sem var þeim greinilega ofarlega í huga, en Pétur Rúnar Birgisson, sem var hágrátandi á verðlaunapallinum rétt fyrir viðtal, viðurkenndi fúslega að hann væri að upplifa mikla geðshræringu. „Ólýsanleg. Ég held að ég sé búinn að segja í öllum viðtölunum, ég er í einhverri geðshræringu hérna og veit ekki hvað ég á að segja. Ólýsanleg.“ Leikurinn fór ekki vel af stað fyrir Stólana og mögulega upplifðu einhverjir leikmenn Tindastóls smá endurlit úr síðasta leik, þar sem ekkert gekk upp sóknarlega þrjá leikhluta í röð eftir góða byrjun. „Eins og þú segir, síðasti leikur, byrjum frábærlega og mikil vonbrigði hvernig við klárum þann leik. Ætli það hafi kannski komið með í þennan leik. Sama hversu mikið þú talar um. Við lendum þarna 10-12 stigum undir. Vinnum okkur inn í þetta hægt og rólega og uppskerum í lokin með þessu. Ég er að reyna að vera fagmannlegur og segja eitthvað hérna en þetta er bara sturlað.“ Pétur tók undir að það hefði verið varnarleikurinn sem færði þeim þennan sigur í kvöld. Sóknarleikurinn var oft ekkert til að hrópa húrra fyrir, en Stólarnir bættu það upp með mikilli baráttu og ákefð og stífum varnarleik. „Klárlega. Þeir enda þarna í hvað, 81 stigi. Við erum að ná að gera þeim töluvert erfitt fyrir, missum Kristófer aðeins í rúllið undir restina. En annars voru menn að gera þetta fyrir hvern annan, vorum að gera þetta vel varnarlega. Við vorum að frákasta vel og þeir voru ekki að fá annan séns í sókninni. Ég veit bara ekki hvað ég á að segja, þetta er sturlað!“ Pétur sagði að hann ætti erfitt með að meta það hversu mikilvægur þessi titill væri fyrir körfuboltasamfélagið á Sauðarkróki. Fögnuðurinn var gríðarlegur í leikslok og annar hver maður úr Skagafirðinum virtist vera mættur út á gólf til að fagna með leikmönnunum. „Ég held að það sé engin leið að átta sig á því nákvæmlega. Ég er búinn að vera í einhverri geðshræringu grátandi og reyna að koma þessu öllu inn einhvern veginn. Maður er að hitta allskyns fólk. Ég er varla búinn að ná að hitta fjölskylduna mína!“ Það er þá væntanlega eitthvað djamm í kvöld? „Ég held að það sé svolítið staðan. Spurning bara hvar það verður! Við erum nefnilega ekki á rútu. Ætli við verðum ekki bara eftir. Þetta er bara æðislegt, ég er þakklátur fyrir alla sem enduðu á að styðja við okkur allan þennan tíma. Þetta er ósvikin gleði og ég á eiginlega engin orð til að lýsa þessu. Bara takk!“ Subway-deild karla Tindastóll Valur Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
„Ólýsanleg. Ég held að ég sé búinn að segja í öllum viðtölunum, ég er í einhverri geðshræringu hérna og veit ekki hvað ég á að segja. Ólýsanleg.“ Leikurinn fór ekki vel af stað fyrir Stólana og mögulega upplifðu einhverjir leikmenn Tindastóls smá endurlit úr síðasta leik, þar sem ekkert gekk upp sóknarlega þrjá leikhluta í röð eftir góða byrjun. „Eins og þú segir, síðasti leikur, byrjum frábærlega og mikil vonbrigði hvernig við klárum þann leik. Ætli það hafi kannski komið með í þennan leik. Sama hversu mikið þú talar um. Við lendum þarna 10-12 stigum undir. Vinnum okkur inn í þetta hægt og rólega og uppskerum í lokin með þessu. Ég er að reyna að vera fagmannlegur og segja eitthvað hérna en þetta er bara sturlað.“ Pétur tók undir að það hefði verið varnarleikurinn sem færði þeim þennan sigur í kvöld. Sóknarleikurinn var oft ekkert til að hrópa húrra fyrir, en Stólarnir bættu það upp með mikilli baráttu og ákefð og stífum varnarleik. „Klárlega. Þeir enda þarna í hvað, 81 stigi. Við erum að ná að gera þeim töluvert erfitt fyrir, missum Kristófer aðeins í rúllið undir restina. En annars voru menn að gera þetta fyrir hvern annan, vorum að gera þetta vel varnarlega. Við vorum að frákasta vel og þeir voru ekki að fá annan séns í sókninni. Ég veit bara ekki hvað ég á að segja, þetta er sturlað!“ Pétur sagði að hann ætti erfitt með að meta það hversu mikilvægur þessi titill væri fyrir körfuboltasamfélagið á Sauðarkróki. Fögnuðurinn var gríðarlegur í leikslok og annar hver maður úr Skagafirðinum virtist vera mættur út á gólf til að fagna með leikmönnunum. „Ég held að það sé engin leið að átta sig á því nákvæmlega. Ég er búinn að vera í einhverri geðshræringu grátandi og reyna að koma þessu öllu inn einhvern veginn. Maður er að hitta allskyns fólk. Ég er varla búinn að ná að hitta fjölskylduna mína!“ Það er þá væntanlega eitthvað djamm í kvöld? „Ég held að það sé svolítið staðan. Spurning bara hvar það verður! Við erum nefnilega ekki á rútu. Ætli við verðum ekki bara eftir. Þetta er bara æðislegt, ég er þakklátur fyrir alla sem enduðu á að styðja við okkur allan þennan tíma. Þetta er ósvikin gleði og ég á eiginlega engin orð til að lýsa þessu. Bara takk!“
Subway-deild karla Tindastóll Valur Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum