Pétur Rúnar: Þetta er ósvikin gleði og ég á eiginlega engin orð til að lýsa þessu, bara takk! Siggeir Ævarsson skrifar 18. maí 2023 23:35 Pétur Rúnar eltir Kára Jónsson eins og skugginn Vísir/Hulda Margrét Leikmenn Tindastóls áttu erfitt með að koma hugsunum sínum í orð strax eftir leik. „Ólýsanlegt“ var orð sem var þeim greinilega ofarlega í huga, en Pétur Rúnar Birgisson, sem var hágrátandi á verðlaunapallinum rétt fyrir viðtal, viðurkenndi fúslega að hann væri að upplifa mikla geðshræringu. „Ólýsanleg. Ég held að ég sé búinn að segja í öllum viðtölunum, ég er í einhverri geðshræringu hérna og veit ekki hvað ég á að segja. Ólýsanleg.“ Leikurinn fór ekki vel af stað fyrir Stólana og mögulega upplifðu einhverjir leikmenn Tindastóls smá endurlit úr síðasta leik, þar sem ekkert gekk upp sóknarlega þrjá leikhluta í röð eftir góða byrjun. „Eins og þú segir, síðasti leikur, byrjum frábærlega og mikil vonbrigði hvernig við klárum þann leik. Ætli það hafi kannski komið með í þennan leik. Sama hversu mikið þú talar um. Við lendum þarna 10-12 stigum undir. Vinnum okkur inn í þetta hægt og rólega og uppskerum í lokin með þessu. Ég er að reyna að vera fagmannlegur og segja eitthvað hérna en þetta er bara sturlað.“ Pétur tók undir að það hefði verið varnarleikurinn sem færði þeim þennan sigur í kvöld. Sóknarleikurinn var oft ekkert til að hrópa húrra fyrir, en Stólarnir bættu það upp með mikilli baráttu og ákefð og stífum varnarleik. „Klárlega. Þeir enda þarna í hvað, 81 stigi. Við erum að ná að gera þeim töluvert erfitt fyrir, missum Kristófer aðeins í rúllið undir restina. En annars voru menn að gera þetta fyrir hvern annan, vorum að gera þetta vel varnarlega. Við vorum að frákasta vel og þeir voru ekki að fá annan séns í sókninni. Ég veit bara ekki hvað ég á að segja, þetta er sturlað!“ Pétur sagði að hann ætti erfitt með að meta það hversu mikilvægur þessi titill væri fyrir körfuboltasamfélagið á Sauðarkróki. Fögnuðurinn var gríðarlegur í leikslok og annar hver maður úr Skagafirðinum virtist vera mættur út á gólf til að fagna með leikmönnunum. „Ég held að það sé engin leið að átta sig á því nákvæmlega. Ég er búinn að vera í einhverri geðshræringu grátandi og reyna að koma þessu öllu inn einhvern veginn. Maður er að hitta allskyns fólk. Ég er varla búinn að ná að hitta fjölskylduna mína!“ Það er þá væntanlega eitthvað djamm í kvöld? „Ég held að það sé svolítið staðan. Spurning bara hvar það verður! Við erum nefnilega ekki á rútu. Ætli við verðum ekki bara eftir. Þetta er bara æðislegt, ég er þakklátur fyrir alla sem enduðu á að styðja við okkur allan þennan tíma. Þetta er ósvikin gleði og ég á eiginlega engin orð til að lýsa þessu. Bara takk!“ Subway-deild karla Tindastóll Valur Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
„Ólýsanleg. Ég held að ég sé búinn að segja í öllum viðtölunum, ég er í einhverri geðshræringu hérna og veit ekki hvað ég á að segja. Ólýsanleg.“ Leikurinn fór ekki vel af stað fyrir Stólana og mögulega upplifðu einhverjir leikmenn Tindastóls smá endurlit úr síðasta leik, þar sem ekkert gekk upp sóknarlega þrjá leikhluta í röð eftir góða byrjun. „Eins og þú segir, síðasti leikur, byrjum frábærlega og mikil vonbrigði hvernig við klárum þann leik. Ætli það hafi kannski komið með í þennan leik. Sama hversu mikið þú talar um. Við lendum þarna 10-12 stigum undir. Vinnum okkur inn í þetta hægt og rólega og uppskerum í lokin með þessu. Ég er að reyna að vera fagmannlegur og segja eitthvað hérna en þetta er bara sturlað.“ Pétur tók undir að það hefði verið varnarleikurinn sem færði þeim þennan sigur í kvöld. Sóknarleikurinn var oft ekkert til að hrópa húrra fyrir, en Stólarnir bættu það upp með mikilli baráttu og ákefð og stífum varnarleik. „Klárlega. Þeir enda þarna í hvað, 81 stigi. Við erum að ná að gera þeim töluvert erfitt fyrir, missum Kristófer aðeins í rúllið undir restina. En annars voru menn að gera þetta fyrir hvern annan, vorum að gera þetta vel varnarlega. Við vorum að frákasta vel og þeir voru ekki að fá annan séns í sókninni. Ég veit bara ekki hvað ég á að segja, þetta er sturlað!“ Pétur sagði að hann ætti erfitt með að meta það hversu mikilvægur þessi titill væri fyrir körfuboltasamfélagið á Sauðarkróki. Fögnuðurinn var gríðarlegur í leikslok og annar hver maður úr Skagafirðinum virtist vera mættur út á gólf til að fagna með leikmönnunum. „Ég held að það sé engin leið að átta sig á því nákvæmlega. Ég er búinn að vera í einhverri geðshræringu grátandi og reyna að koma þessu öllu inn einhvern veginn. Maður er að hitta allskyns fólk. Ég er varla búinn að ná að hitta fjölskylduna mína!“ Það er þá væntanlega eitthvað djamm í kvöld? „Ég held að það sé svolítið staðan. Spurning bara hvar það verður! Við erum nefnilega ekki á rútu. Ætli við verðum ekki bara eftir. Þetta er bara æðislegt, ég er þakklátur fyrir alla sem enduðu á að styðja við okkur allan þennan tíma. Þetta er ósvikin gleði og ég á eiginlega engin orð til að lýsa þessu. Bara takk!“
Subway-deild karla Tindastóll Valur Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum