„Það er bara lægð á eftir lægð“ Bjarki Sigurðsson skrifar 18. maí 2023 13:12 Maímánuður hefur verið ansi leiðinlegur hvað veðrið varðar. Vísir/Vilhelm Lægð gengur yfir suðvesturhornið þessa stundina og færist hún norðaustur yfir landið í dag. Von er á annarri lægð á morgun og hafa gular viðvaranir verið gefnar út á vestanverðu landinu vegna hennar. Höfuðborgarbúar þurfa að bíða aðeins lengur eftir sumrinu. Í dag hefur mikið rignt á suðvesturhorninu vegna lægðar sem fikrar sig nú norðaustur eftir landinu. Beint á eftir henni mætir önnur lægð á landið úr Grænlandssundi. Mun sú lægð hafa mest áhrif á vestanvert landið og verða gular viðvaranir settar í gang á norðvestanverðu horninu á morgun. Segir Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands að með lægðinni fylgi hvass suðvestan strengur. Fólk með tengivagna þurfi að fara varlega á morgun. „Það er bara lægð á eftir lægð núna og við verðum í þessu suðvestan svolítið lengi, þessi sem kemur á morgun. Hún ætlar að sitja hérna alla helgina,“ segir Eiríkur. Gulu viðvaranirnar renna út á miðnætti annað kvöld en gætu þær lengst eitthvað. Eiríkur á þó ekki von á því að viðvaranir bætist við á fleiri landshlutum. Íbúar á norðausturlandi koma hvað best út úr þessum lægðum en þar ætti að vera lítil úrkoma í dag og um helgina. Þá geti þeir orðið spenntir fyrir komandi viku. „Það eru merki um að það hlýni aðeins aftur seinna í vikunni en samt ekki neitt rosalega. Það er fyrir okkur á suður- og vesturlandi. Það koma alltaf dagar á norðaustur- og austurlandi í næstu viku sem verða mjög góðir inn á milli. Hluti landsmanna mun fá góðan smjörþef af sumrinu en við hin ekki svo mikið,“ segir Eiríkur. Veður Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Fleiri fréttir Hægur vindur og skúrir eða slydduél Lægð á Grænlandshafi stjórni veðrinu þennan daginn Sleppum ekki alveg við leiðindi Gular viðvaranir og allt að 45 metrar á sekúndu í hviðum Hægviðri og víða bjart Skúrir og áfram milt í veðri Suðlægar áttir og úrkoma í flestum landshlutum Sunnan strekkingur og vætusamt Allhvass vindur sunnan- og vestanlands og rigning Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Sjá meira
Í dag hefur mikið rignt á suðvesturhorninu vegna lægðar sem fikrar sig nú norðaustur eftir landinu. Beint á eftir henni mætir önnur lægð á landið úr Grænlandssundi. Mun sú lægð hafa mest áhrif á vestanvert landið og verða gular viðvaranir settar í gang á norðvestanverðu horninu á morgun. Segir Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands að með lægðinni fylgi hvass suðvestan strengur. Fólk með tengivagna þurfi að fara varlega á morgun. „Það er bara lægð á eftir lægð núna og við verðum í þessu suðvestan svolítið lengi, þessi sem kemur á morgun. Hún ætlar að sitja hérna alla helgina,“ segir Eiríkur. Gulu viðvaranirnar renna út á miðnætti annað kvöld en gætu þær lengst eitthvað. Eiríkur á þó ekki von á því að viðvaranir bætist við á fleiri landshlutum. Íbúar á norðausturlandi koma hvað best út úr þessum lægðum en þar ætti að vera lítil úrkoma í dag og um helgina. Þá geti þeir orðið spenntir fyrir komandi viku. „Það eru merki um að það hlýni aðeins aftur seinna í vikunni en samt ekki neitt rosalega. Það er fyrir okkur á suður- og vesturlandi. Það koma alltaf dagar á norðaustur- og austurlandi í næstu viku sem verða mjög góðir inn á milli. Hluti landsmanna mun fá góðan smjörþef af sumrinu en við hin ekki svo mikið,“ segir Eiríkur.
Veður Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Fleiri fréttir Hægur vindur og skúrir eða slydduél Lægð á Grænlandshafi stjórni veðrinu þennan daginn Sleppum ekki alveg við leiðindi Gular viðvaranir og allt að 45 metrar á sekúndu í hviðum Hægviðri og víða bjart Skúrir og áfram milt í veðri Suðlægar áttir og úrkoma í flestum landshlutum Sunnan strekkingur og vætusamt Allhvass vindur sunnan- og vestanlands og rigning Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Sjá meira