„Hefðum getað selt 20 þúsund miða á þennan leik“ Sindri Sverrisson skrifar 17. maí 2023 15:11 Það verður hvert sæti skipað í Origo-höllinni á morgun. VÍSIR/VILHELM Eins og búast mátti við seldist strax upp á oddaleik Vals og Tindastóls um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta, sem fram fer á Hlíðarenda annað kvöld. Alls verða 2.500 heppnir miðahafar í Origo-höllinni á morgun þegar Íslandsmeistarabikarinn fer á loft. Síðustu miðarnir seldust í dag, jafnvel áður en almenn miðasala Vals hófst en auglýst hafði verið að hún hæfist klukkan tvö. Tindastóll hafði fengið að sjá um sölu 30% þeirra miða sem í boði voru, reglum samkvæmt, og seldust þeir strax. Einhver vandræði virðast hafa verið með þá miðasölu vegna álags miðað við tilkynningu körfuknattleiksdeildar Tindastóls. Þar sagði: „Ljóst er að mikið álag var á Stubb þegar miðasalan opnaði og ekki allir náð í gegn og það er afar leiðinlegt, eftirspurn er margföld umfram framboð.“ Valsmenn ætluðu að hefja almenna miðasölu klukkan 14 í dag en áður höfðu allir miðar þeirra selst í forsölu. Forgang höfðu ársmiðahafar Vals og svo stuðningsfólk á póstlista körfuknattleiksdeildar, að því er greint var frá á Facebook-síðu hennar. Grímur Atlason, stjórnarmaður körfuknattleiksdeildar Vals, segir áhugann á leiknum einfaldlega einstakan. Grímur var meðal annars lengi stjórnandi Iceland Airwaves tónlistarhátíðarinnar og hefur gríðarlega reynslu af viðburðahaldi og miðasölu, og hann kveðst aldrei hafa kynnst öðru eins. „Við hefðum getað selt 20 þúsund miða á þennan leik. Hitinn á þessum leik er þannig að maður er nánast orðlaus,“ sagði Grímur. Uppselt hefur verið á alla leiki einvígisins en liðin tvö mættust einnig í fimm leikja seríu í fyrra þar sem Valsmenn lönduðu að lokum langþráðum Íslandsmeistaratitli. Tindastólsmenn bíða hins vegar enn eftir fyrsta titli sínum eftir að hafa tapað á heimavelli á mánudaginn. Leikur Vals og Tindastóls hefst klukkan 19:15 og er sýndur á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkutíma fyrr. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Breiðablik | Næstu lömb í slátrun? Íslenski boltinn Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Fleiri fréttir „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjá meira
Alls verða 2.500 heppnir miðahafar í Origo-höllinni á morgun þegar Íslandsmeistarabikarinn fer á loft. Síðustu miðarnir seldust í dag, jafnvel áður en almenn miðasala Vals hófst en auglýst hafði verið að hún hæfist klukkan tvö. Tindastóll hafði fengið að sjá um sölu 30% þeirra miða sem í boði voru, reglum samkvæmt, og seldust þeir strax. Einhver vandræði virðast hafa verið með þá miðasölu vegna álags miðað við tilkynningu körfuknattleiksdeildar Tindastóls. Þar sagði: „Ljóst er að mikið álag var á Stubb þegar miðasalan opnaði og ekki allir náð í gegn og það er afar leiðinlegt, eftirspurn er margföld umfram framboð.“ Valsmenn ætluðu að hefja almenna miðasölu klukkan 14 í dag en áður höfðu allir miðar þeirra selst í forsölu. Forgang höfðu ársmiðahafar Vals og svo stuðningsfólk á póstlista körfuknattleiksdeildar, að því er greint var frá á Facebook-síðu hennar. Grímur Atlason, stjórnarmaður körfuknattleiksdeildar Vals, segir áhugann á leiknum einfaldlega einstakan. Grímur var meðal annars lengi stjórnandi Iceland Airwaves tónlistarhátíðarinnar og hefur gríðarlega reynslu af viðburðahaldi og miðasölu, og hann kveðst aldrei hafa kynnst öðru eins. „Við hefðum getað selt 20 þúsund miða á þennan leik. Hitinn á þessum leik er þannig að maður er nánast orðlaus,“ sagði Grímur. Uppselt hefur verið á alla leiki einvígisins en liðin tvö mættust einnig í fimm leikja seríu í fyrra þar sem Valsmenn lönduðu að lokum langþráðum Íslandsmeistaratitli. Tindastólsmenn bíða hins vegar enn eftir fyrsta titli sínum eftir að hafa tapað á heimavelli á mánudaginn. Leikur Vals og Tindastóls hefst klukkan 19:15 og er sýndur á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkutíma fyrr. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Breiðablik | Næstu lömb í slátrun? Íslenski boltinn Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Fleiri fréttir „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjá meira
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn