Støre í sundi og Macron á Þingvöllum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. maí 2023 10:57 Það fór vel á með þeim Emmanuel Macron og Dúa J. Landmark á Þingvöllum í morgun. Dúi Landmark Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, heimsótti Sundhöll Reykjavíkur í gær og skellti sér í heita pottinn. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, fór á Þingvelli í morgun ásamt Dúa J. Landmark og þjóðgarðsverði. Evrópskir þjóðarleiðtogar hafa ýmsir nýtt tækifærið og stytt sér stundir á meðan hægt er þessa tvo daga sem leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík fer fram. Norska ríkisútvarpið fylgdi norska forsætisráðherranum eftir en hann segist alltaf skella sér í sund þegar hann er á Íslandi. Með sundsiðina á hreinu „Ég kem alltaf hingað þegar ég er á Íslandi, þetta er íslensk hefð að skella sér í þessi böð,“ segir forsætisráðherrann við NRK. Hann segir Ísland eiga sérstakan stað í hjörtum Norðmanna. „Það er eitthvað við þá staðreynd að þau tala sama tungumál og við töluðum fyrir hundruðum ára. Ég upplifi alltaf hlýjar tilfinningar,“ segir ráðherrann og bendir um leið á vatnið í pottinum. „Þegar ég er hér.“ Haft er eftir Støre að það séu ákveðnar samskiptareglur og hefðir þegar kemur að því að slaka á í heita pottinum á Íslandi. Það mikilvægasta sé að slaka á og spjalla, ef þess sé kostur. Er þess getið í umfjöllun NRK að þjóðhátíðardagur Noregs sé í dag 17. maí og heldur ráðherrann heim á leið í hádeginu til þess að vera viðstaddur hátíðarhöld þar í landi síðdegis. Norski forsætisráðherrann er með íslensk pottalögmál á hreinu. NRK Vildi lengja gönguferðina Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, kom við á Þingvöllum í morgun og gekk þar um ásamt föruneyti, sem í voru meðal annars þjóðgarðsvörður og Dúi J. Landmark, upplýsingafulltrúi matvælaráðuneytisins. „Ég fékk símtal seint í gærkvöldi og var beðinn um að fara með honum um Þingvelli sem leiðsögumaður. Mér var það auðvitað bara ljúft og skylt,“ segir Dúi sem er með diplóma í frönsku og starfaði eitt sinn hjá Landgræðslunni og átti því auðvelt með að kynna Þingvelli fyrir forsetanum. „Þannig að þetta var einkaheimsókn og þjóðgarðsvörður var með í för,“ segir Dúi sem ber Frakklandsforseta góða sögu. „Hann er hinn almennilegasti maður og var virkilega áhugasamur um svæðið og með fullt af spurningum um land og þjóð,“ segir Dúi sem segir forsetann hafa viljað bera Öxarárfoss augum áður en heimsókn var kláruð. „Hann var mjög hrifinn af landslaginu og það var ekkert á planinu að labba að Öxarárfossi en hann vildi bæta því við og okkur fannst það bara um að gera fyrst hann væri mættur.“ Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Noregur Frakkland Þingvellir Sundlaugar Reykjavík Íslandsvinir Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Fleiri fréttir Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Sjá meira
Evrópskir þjóðarleiðtogar hafa ýmsir nýtt tækifærið og stytt sér stundir á meðan hægt er þessa tvo daga sem leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík fer fram. Norska ríkisútvarpið fylgdi norska forsætisráðherranum eftir en hann segist alltaf skella sér í sund þegar hann er á Íslandi. Með sundsiðina á hreinu „Ég kem alltaf hingað þegar ég er á Íslandi, þetta er íslensk hefð að skella sér í þessi böð,“ segir forsætisráðherrann við NRK. Hann segir Ísland eiga sérstakan stað í hjörtum Norðmanna. „Það er eitthvað við þá staðreynd að þau tala sama tungumál og við töluðum fyrir hundruðum ára. Ég upplifi alltaf hlýjar tilfinningar,“ segir ráðherrann og bendir um leið á vatnið í pottinum. „Þegar ég er hér.“ Haft er eftir Støre að það séu ákveðnar samskiptareglur og hefðir þegar kemur að því að slaka á í heita pottinum á Íslandi. Það mikilvægasta sé að slaka á og spjalla, ef þess sé kostur. Er þess getið í umfjöllun NRK að þjóðhátíðardagur Noregs sé í dag 17. maí og heldur ráðherrann heim á leið í hádeginu til þess að vera viðstaddur hátíðarhöld þar í landi síðdegis. Norski forsætisráðherrann er með íslensk pottalögmál á hreinu. NRK Vildi lengja gönguferðina Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, kom við á Þingvöllum í morgun og gekk þar um ásamt föruneyti, sem í voru meðal annars þjóðgarðsvörður og Dúi J. Landmark, upplýsingafulltrúi matvælaráðuneytisins. „Ég fékk símtal seint í gærkvöldi og var beðinn um að fara með honum um Þingvelli sem leiðsögumaður. Mér var það auðvitað bara ljúft og skylt,“ segir Dúi sem er með diplóma í frönsku og starfaði eitt sinn hjá Landgræðslunni og átti því auðvelt með að kynna Þingvelli fyrir forsetanum. „Þannig að þetta var einkaheimsókn og þjóðgarðsvörður var með í för,“ segir Dúi sem ber Frakklandsforseta góða sögu. „Hann er hinn almennilegasti maður og var virkilega áhugasamur um svæðið og með fullt af spurningum um land og þjóð,“ segir Dúi sem segir forsetann hafa viljað bera Öxarárfoss augum áður en heimsókn var kláruð. „Hann var mjög hrifinn af landslaginu og það var ekkert á planinu að labba að Öxarárfossi en hann vildi bæta því við og okkur fannst það bara um að gera fyrst hann væri mættur.“
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Noregur Frakkland Þingvellir Sundlaugar Reykjavík Íslandsvinir Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Fleiri fréttir Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Sjá meira