Hertu lög um þungunarrof með auknum meirihluta Samúel Karl Ólason skrifar 17. maí 2023 10:55 Áhorfendur í þingsal í Raleigh í Norður-Karólínu í gær. Á svölunum voru bæði stuðningsmenn og andstæðingar frumvarpsins. AP/Chris Seward Repúblikanar á ríkisþingi Norður-Karólínu í Bandaríkjunum tóku í gær stórt skref í því að banna þungunarrof í flestum tilfellum eftir tólf vikna meðgöngu. Þingmennirnir flokksins nýttu aukinn meirihluta sinn til að ógilda neitunarvald ríkisstjóra ríkisins. Til þess þarf þrjá fimmtu ríkisþingmanna en alla þingmenn flokksins þurfti til að gera frumvarpið að lögum og ógilda neitunarvaldið. Atkvæðagreiðslan fór 30-20 í öldungadeild ríkisins og 72-47 í fulltrúadeildinni, samkvæmt frétt Washington Post. Repúblikanar náðu auknum meirihluta í síðasta mánuði, þegar Trichia Cotham, þáverandi þingkona Demókrataflokksins, skipti um lið. Demókratar héldu samstöðufund fyrir atkvæðagreiðsluna í gær.AP/Jeffrey Collins Reyndi að ná til þingmanna Roy Cooper, ríkisstjóri sem er í Demókrataflokknum, beitti neitunarvaldi sínu gegn frumvarpinu um síðustu helgi og varði síðustu dögum í að ferðast um ríkið og ræða við þingmenn Repúblikanaflokksins og reyna að fá minnst einn þeirra til að draga stuðning sinn á frumvarpinu til baka. Það heppnaðist ekki. Lögin munu taka gildi í áföngum en eftir fyrsta júlí verður ekki hægt að fara í þungunarrof eftir tólf vikna meðgöngu. WP segir nýju lögin í Norður-Karólínu þau fyrstu í Bandaríkjunum frá því Hæstiréttur felldi stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs úr gildi í fyrra, sem banna ekki þungunarrof í lang flestum tilfellum. Mótmælendur í þinghúsinu í gær.AP/Chris Seward Segja frumvarpið málamiðlun Í frétt AP fréttaveitunnar segir að samkvæmt núgildandi lögum Norður-Karólínu sé þungunarrof ólöglegt eftir tuttugu vikur og eru engar undanþágur fyrir nauðgun. Þær undanþágur eru til staðar í nýja frumvarpinu, fram að tuttugu vikna meðgöngu, en frumvarpið inniheldur einnig undanþágur sem snúa að heilsu kenna. Repúblikanar hafa reynt að mála frumvarpið sem nokkurs konar málamiðlun en þungunarrof hefur verið svo gott sem bannað í mörgum Suðurríkjum Bandaríkjanna og víðar. Í Suður-Karólínu stendur til að greiða atkvæði um frumvarp sem bannar þungunarrof eftir sex vikna meðgöngu, sem er áður en margar konur vita yfir höfuð að þær séu óléttar. Samkvæmt AP er þungunarrof bannað eða háð mjög umfangsmiklum takmörkunum í fjórtán ríkjum Bandaríkjanna. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Þungunarrof Tengdar fréttir Skaut kærustu sína til bana eftir að hún fór í þungunarrof Karlmaður á þrítugsaldri sem vildi ekki að kærastan sín færi í þungunarrof skaut hana til bana í Texas í Bandaríkjunum í vikunni. Konan fór til annars ríkis til að gangast undir þungunarrof þar sem það er bannað eftir sjöttu viku meðgöngu í Texas. 13. maí 2023 08:43 Auðjöfur greiddi skólagjöld fyrir hæstaréttardómara Bandarískur auðjöfur sem er umfangsmikill bakhjarl Repúblikanaflokksins, greiddi skólagjöld fyrir barn sem hæstaréttardómari ól upp. Clarence Thomas, dómarinn, greindi ekki frá þessum greiðslum í hagsmunaskráningu sína en sami auðjöfur hefur verið mjög gjafmildur í garð Thomas um árabil. 4. maí 2023 22:27 Repúblikanar standa í vegi fyrir hertum lögum um þungunarrof Tilraunir Repúblikana í Suður-Karólínu og Nebraska til að takmarka aðgengi að þungunarrofi mistókust í gær sökum andstöðu samflokksmanna þeirra. Í Nebraska var það 80 ára karlmaður sem kom í veg fyrir að umrætt frumvarp yrði að lögum. 28. apríl 2023 12:46 Óttast viðbrögð kjósenda við aðgerðum gegn rétti til þungunarrofs Repúblikanar hafa áhyggjur af því að afstaða flokksins til hertra reglna um þungunarrof og aðgerðir í þá átt, muni koma niður á flokknum í kosningum næsta árs. Þeir óttast að stefna flokksins í þessum málum höfði mjög til þeirra flokksmeðlima sem ákveða úrslit forvala í flokknum, en sé óvinsæl meðal almennra kjósenda. 15. apríl 2023 23:56 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Ætla að sigra vopnakapphlaup við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Sjá meira
Til þess þarf þrjá fimmtu ríkisþingmanna en alla þingmenn flokksins þurfti til að gera frumvarpið að lögum og ógilda neitunarvaldið. Atkvæðagreiðslan fór 30-20 í öldungadeild ríkisins og 72-47 í fulltrúadeildinni, samkvæmt frétt Washington Post. Repúblikanar náðu auknum meirihluta í síðasta mánuði, þegar Trichia Cotham, þáverandi þingkona Demókrataflokksins, skipti um lið. Demókratar héldu samstöðufund fyrir atkvæðagreiðsluna í gær.AP/Jeffrey Collins Reyndi að ná til þingmanna Roy Cooper, ríkisstjóri sem er í Demókrataflokknum, beitti neitunarvaldi sínu gegn frumvarpinu um síðustu helgi og varði síðustu dögum í að ferðast um ríkið og ræða við þingmenn Repúblikanaflokksins og reyna að fá minnst einn þeirra til að draga stuðning sinn á frumvarpinu til baka. Það heppnaðist ekki. Lögin munu taka gildi í áföngum en eftir fyrsta júlí verður ekki hægt að fara í þungunarrof eftir tólf vikna meðgöngu. WP segir nýju lögin í Norður-Karólínu þau fyrstu í Bandaríkjunum frá því Hæstiréttur felldi stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs úr gildi í fyrra, sem banna ekki þungunarrof í lang flestum tilfellum. Mótmælendur í þinghúsinu í gær.AP/Chris Seward Segja frumvarpið málamiðlun Í frétt AP fréttaveitunnar segir að samkvæmt núgildandi lögum Norður-Karólínu sé þungunarrof ólöglegt eftir tuttugu vikur og eru engar undanþágur fyrir nauðgun. Þær undanþágur eru til staðar í nýja frumvarpinu, fram að tuttugu vikna meðgöngu, en frumvarpið inniheldur einnig undanþágur sem snúa að heilsu kenna. Repúblikanar hafa reynt að mála frumvarpið sem nokkurs konar málamiðlun en þungunarrof hefur verið svo gott sem bannað í mörgum Suðurríkjum Bandaríkjanna og víðar. Í Suður-Karólínu stendur til að greiða atkvæði um frumvarp sem bannar þungunarrof eftir sex vikna meðgöngu, sem er áður en margar konur vita yfir höfuð að þær séu óléttar. Samkvæmt AP er þungunarrof bannað eða háð mjög umfangsmiklum takmörkunum í fjórtán ríkjum Bandaríkjanna.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Þungunarrof Tengdar fréttir Skaut kærustu sína til bana eftir að hún fór í þungunarrof Karlmaður á þrítugsaldri sem vildi ekki að kærastan sín færi í þungunarrof skaut hana til bana í Texas í Bandaríkjunum í vikunni. Konan fór til annars ríkis til að gangast undir þungunarrof þar sem það er bannað eftir sjöttu viku meðgöngu í Texas. 13. maí 2023 08:43 Auðjöfur greiddi skólagjöld fyrir hæstaréttardómara Bandarískur auðjöfur sem er umfangsmikill bakhjarl Repúblikanaflokksins, greiddi skólagjöld fyrir barn sem hæstaréttardómari ól upp. Clarence Thomas, dómarinn, greindi ekki frá þessum greiðslum í hagsmunaskráningu sína en sami auðjöfur hefur verið mjög gjafmildur í garð Thomas um árabil. 4. maí 2023 22:27 Repúblikanar standa í vegi fyrir hertum lögum um þungunarrof Tilraunir Repúblikana í Suður-Karólínu og Nebraska til að takmarka aðgengi að þungunarrofi mistókust í gær sökum andstöðu samflokksmanna þeirra. Í Nebraska var það 80 ára karlmaður sem kom í veg fyrir að umrætt frumvarp yrði að lögum. 28. apríl 2023 12:46 Óttast viðbrögð kjósenda við aðgerðum gegn rétti til þungunarrofs Repúblikanar hafa áhyggjur af því að afstaða flokksins til hertra reglna um þungunarrof og aðgerðir í þá átt, muni koma niður á flokknum í kosningum næsta árs. Þeir óttast að stefna flokksins í þessum málum höfði mjög til þeirra flokksmeðlima sem ákveða úrslit forvala í flokknum, en sé óvinsæl meðal almennra kjósenda. 15. apríl 2023 23:56 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Ætla að sigra vopnakapphlaup við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Sjá meira
Skaut kærustu sína til bana eftir að hún fór í þungunarrof Karlmaður á þrítugsaldri sem vildi ekki að kærastan sín færi í þungunarrof skaut hana til bana í Texas í Bandaríkjunum í vikunni. Konan fór til annars ríkis til að gangast undir þungunarrof þar sem það er bannað eftir sjöttu viku meðgöngu í Texas. 13. maí 2023 08:43
Auðjöfur greiddi skólagjöld fyrir hæstaréttardómara Bandarískur auðjöfur sem er umfangsmikill bakhjarl Repúblikanaflokksins, greiddi skólagjöld fyrir barn sem hæstaréttardómari ól upp. Clarence Thomas, dómarinn, greindi ekki frá þessum greiðslum í hagsmunaskráningu sína en sami auðjöfur hefur verið mjög gjafmildur í garð Thomas um árabil. 4. maí 2023 22:27
Repúblikanar standa í vegi fyrir hertum lögum um þungunarrof Tilraunir Repúblikana í Suður-Karólínu og Nebraska til að takmarka aðgengi að þungunarrofi mistókust í gær sökum andstöðu samflokksmanna þeirra. Í Nebraska var það 80 ára karlmaður sem kom í veg fyrir að umrætt frumvarp yrði að lögum. 28. apríl 2023 12:46
Óttast viðbrögð kjósenda við aðgerðum gegn rétti til þungunarrofs Repúblikanar hafa áhyggjur af því að afstaða flokksins til hertra reglna um þungunarrof og aðgerðir í þá átt, muni koma niður á flokknum í kosningum næsta árs. Þeir óttast að stefna flokksins í þessum málum höfði mjög til þeirra flokksmeðlima sem ákveða úrslit forvala í flokknum, en sé óvinsæl meðal almennra kjósenda. 15. apríl 2023 23:56