„Þetta er eitthvað sem við ættum að gera oftar“ Máni Snær Þorláksson og Heimir Már Pétursson skrifa 17. maí 2023 09:43 Þórdís Kolbrún segir fundinn hafa gengið gríðarlega vel í gær. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir leiðtogafundinn í Hörpu hafa gengið vel í gær. Hún segir gott að geta átt raunveruleg samtöl við leiðtogana í stað þess að skiptast á fyrirframskrifuðum ávörpum. Það sé eitthvað sem ætti að gera oftar. „Hann gekk gríðarlega vel, bæði bara andrúmsloftið og samtölin, hringborðin, en líka öll framkvæmd sem er auðvitað stórt mál. Þetta gekk allt svona nokkuð snuðrulaust fyrir sig og fólk almennt mjög ánægt með okkar hlut,“ segir Þórdís í morgun í samtali við fréttastofu. Fundurinn skiptist í fimm hópa í gær sem ræddu svo saman. Þórdís segist ekki vita hvernig fór í hinum hópunum. Hún hafi þó átt gott samtal í sínum hópi. „Ég hef ekki séð útkomuna annars staðar frá en ég tók sjálf sátt í hringborði sem var gríðarlega gott,“ segir hún. „Ég nefndi það nú sérstaklega þar að þetta er eitthvað sem við ættum að gera oftar, að hafa raunverulegt samtal á milli leiðtoga til þess að geta talað saman án þess að vera bara að lesa upp ávörp sem búið er að hugsa í gegn. Heldur eiga þennan svona díalóg og taka með því sem aðrir eru að segja. Þetta er auðvitað fólk með mismunandi reynslu, baklönd, kemur frá mismunandi svæðum. Það er mjög gagnlegt að eiga þetta samtal þannig ég held að heilt yfir hafi það gengið mjög vel.“ Skuldbinding til lengri tíma Fundinum lýkur síðar í dag og mun Ísland þá skila af sér formennsku í Evrópuráðinu til Lettlands. Mun Lettland gegna formennsku í um sex mánuða skeið. „Það auðvitað eru stórar útkomur á þessum fundi og gríðarlegt verk fyrir höndum. Þannig þetta er svona tækifæri til þess að gera stóra hluti. Þannig Lettar taka við heilmiklu verkefni sem við höfum auðvitað skuldbundið okkur til þess að standa með þeim í og aðstoða eins og við getum.“ Mikið verk sé því fyrir höndum, bæði hjá Lettlandi og næstu þjóðum sem eiga eftir að gegna formennsku í ráðinu. „Af því þetta verður ekki klárað á sex mánuðum, allt sem hérna kemur fram. Þetta er skuldbinding til lengri tíma.“ Sama markmið en önnur atriði Þórdís er þá spurð að því hvort þessi fundur sé gott veganesti inn í leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) sem fram fer í júlí næstkomandi. „Það eru ákveðnir hlutir sem skarast, það er að segja kannski sérstaklega það að ætla að standa með Úkraínu og gera það sem þarf til þess að þau komist í gegnum þetta og vinni stríðið. Auðvitað eru síðan allt önnur atriði sem verið er að ræða þar en þetta er alltaf með það sama að markmiði samt. Þannig ég myndi segja að einhverju leyti en alls ekki öllu nei.“ Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Sjá meira
„Hann gekk gríðarlega vel, bæði bara andrúmsloftið og samtölin, hringborðin, en líka öll framkvæmd sem er auðvitað stórt mál. Þetta gekk allt svona nokkuð snuðrulaust fyrir sig og fólk almennt mjög ánægt með okkar hlut,“ segir Þórdís í morgun í samtali við fréttastofu. Fundurinn skiptist í fimm hópa í gær sem ræddu svo saman. Þórdís segist ekki vita hvernig fór í hinum hópunum. Hún hafi þó átt gott samtal í sínum hópi. „Ég hef ekki séð útkomuna annars staðar frá en ég tók sjálf sátt í hringborði sem var gríðarlega gott,“ segir hún. „Ég nefndi það nú sérstaklega þar að þetta er eitthvað sem við ættum að gera oftar, að hafa raunverulegt samtal á milli leiðtoga til þess að geta talað saman án þess að vera bara að lesa upp ávörp sem búið er að hugsa í gegn. Heldur eiga þennan svona díalóg og taka með því sem aðrir eru að segja. Þetta er auðvitað fólk með mismunandi reynslu, baklönd, kemur frá mismunandi svæðum. Það er mjög gagnlegt að eiga þetta samtal þannig ég held að heilt yfir hafi það gengið mjög vel.“ Skuldbinding til lengri tíma Fundinum lýkur síðar í dag og mun Ísland þá skila af sér formennsku í Evrópuráðinu til Lettlands. Mun Lettland gegna formennsku í um sex mánuða skeið. „Það auðvitað eru stórar útkomur á þessum fundi og gríðarlegt verk fyrir höndum. Þannig þetta er svona tækifæri til þess að gera stóra hluti. Þannig Lettar taka við heilmiklu verkefni sem við höfum auðvitað skuldbundið okkur til þess að standa með þeim í og aðstoða eins og við getum.“ Mikið verk sé því fyrir höndum, bæði hjá Lettlandi og næstu þjóðum sem eiga eftir að gegna formennsku í ráðinu. „Af því þetta verður ekki klárað á sex mánuðum, allt sem hérna kemur fram. Þetta er skuldbinding til lengri tíma.“ Sama markmið en önnur atriði Þórdís er þá spurð að því hvort þessi fundur sé gott veganesti inn í leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) sem fram fer í júlí næstkomandi. „Það eru ákveðnir hlutir sem skarast, það er að segja kannski sérstaklega það að ætla að standa með Úkraínu og gera það sem þarf til þess að þau komist í gegnum þetta og vinni stríðið. Auðvitað eru síðan allt önnur atriði sem verið er að ræða þar en þetta er alltaf með það sama að markmiði samt. Þannig ég myndi segja að einhverju leyti en alls ekki öllu nei.“
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Sjá meira