San Antonio Spurs vann NBA lotteríið og það vita allir hvern þeir taka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2023 12:31 Victor Wembanyama er einstakur leikmaður og það hefur hann sýnt og sannað með liði Metropolitans 92 í frönsku A-deildinni. Getty/Christian Liewig San Antonio Spurs verður með fyrsta valrétt í nýliðavali NBA-deildarinnar í körfubolta en það varð ljóst þegar dregið var um röðina í nótt. Spurs liðið tapaði sextíu leikjum í deildarkeppninni, var með lélegasta árangurinn í Vesturdeildinni og því voru talsverðar líkur á að nafn Spurs kæmi upp úr pottinum. The results for the Top 4 picks in the 2023 #NBADraftLottery presented by State Farm: 1. Spurs2. Hornets3. Trail Blazers4. Rockets pic.twitter.com/0iJPmiDrmF— NBA (@NBA) May 17, 2023 Næst á eftir Spurs munu velja Charlotte Hornets, Portland Trail Blazers, Houston Rockets og Detroit Pistons. Þetta skiptir gríðarlega miklu máli að þessu sinni því í boði er að velja franska undrabarnið Victor Wembanyama. Wembanyama þykir eitt mesta efni síðan að LeBron James kom inn í NBA-deildina árið 2003. Menn hafa verið að tala um hann síðan að hann var aðeins fjórtán ára gamall. Hinn 221 sentímetra hái Wembanyama rekur boltann eins og bakvörður, skýtur eins og besta skytta og skilar líka stigum undir körfunni. Hann á að geta skotið hvenær sem er enda er enginn að fara verja skotið hans fyrir utan þriggja stiga línuna. SPURS WIN THE NO. 1 PICK IN THE 2023 NBA DRAFTWEMBY SZN pic.twitter.com/XDX3mB0LL5— Bleacher Report (@BleacherReport) May 17, 2023 Stóra áhyggjuefnið er hvernig skrokkurinn ræður við að spila í jafnerfiðri deild og NBA er. Wembanyama hefur þegar spilað tvö meistaraflokkstímabil í frönsku A-deildinni en í vetur var hann hjá Metropolitans 92. Hann er með 21,6 stig, 10,4 fráköst og 2,4 stoðsendingar í leik í frönsku deildinni í vetur. Hann er líka kominn í franska landsliðið og í sínum fyrsta A-landsleik í nóvember í fyrra þá var hann með 20 stig og 9 fráköst í 90-65 sigri á Litháen. Það vita því allir hvern San Antonio Spurs er að fara að velja í nýliðavalinu sem verður 22. júní næstkomandi. Victor Wembanyama's reaction to the Spurs winning the lottery @NBA | #NBADraftLotterypic.twitter.com/g338IeKEUZ— The Athletic (@TheAthletic) May 17, 2023 NBA Mest lesið Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Sjá meira
Spurs liðið tapaði sextíu leikjum í deildarkeppninni, var með lélegasta árangurinn í Vesturdeildinni og því voru talsverðar líkur á að nafn Spurs kæmi upp úr pottinum. The results for the Top 4 picks in the 2023 #NBADraftLottery presented by State Farm: 1. Spurs2. Hornets3. Trail Blazers4. Rockets pic.twitter.com/0iJPmiDrmF— NBA (@NBA) May 17, 2023 Næst á eftir Spurs munu velja Charlotte Hornets, Portland Trail Blazers, Houston Rockets og Detroit Pistons. Þetta skiptir gríðarlega miklu máli að þessu sinni því í boði er að velja franska undrabarnið Victor Wembanyama. Wembanyama þykir eitt mesta efni síðan að LeBron James kom inn í NBA-deildina árið 2003. Menn hafa verið að tala um hann síðan að hann var aðeins fjórtán ára gamall. Hinn 221 sentímetra hái Wembanyama rekur boltann eins og bakvörður, skýtur eins og besta skytta og skilar líka stigum undir körfunni. Hann á að geta skotið hvenær sem er enda er enginn að fara verja skotið hans fyrir utan þriggja stiga línuna. SPURS WIN THE NO. 1 PICK IN THE 2023 NBA DRAFTWEMBY SZN pic.twitter.com/XDX3mB0LL5— Bleacher Report (@BleacherReport) May 17, 2023 Stóra áhyggjuefnið er hvernig skrokkurinn ræður við að spila í jafnerfiðri deild og NBA er. Wembanyama hefur þegar spilað tvö meistaraflokkstímabil í frönsku A-deildinni en í vetur var hann hjá Metropolitans 92. Hann er með 21,6 stig, 10,4 fráköst og 2,4 stoðsendingar í leik í frönsku deildinni í vetur. Hann er líka kominn í franska landsliðið og í sínum fyrsta A-landsleik í nóvember í fyrra þá var hann með 20 stig og 9 fráköst í 90-65 sigri á Litháen. Það vita því allir hvern San Antonio Spurs er að fara að velja í nýliðavalinu sem verður 22. júní næstkomandi. Victor Wembanyama's reaction to the Spurs winning the lottery @NBA | #NBADraftLotterypic.twitter.com/g338IeKEUZ— The Athletic (@TheAthletic) May 17, 2023
NBA Mest lesið Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Sjá meira