San Antonio Spurs vann NBA lotteríið og það vita allir hvern þeir taka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2023 12:31 Victor Wembanyama er einstakur leikmaður og það hefur hann sýnt og sannað með liði Metropolitans 92 í frönsku A-deildinni. Getty/Christian Liewig San Antonio Spurs verður með fyrsta valrétt í nýliðavali NBA-deildarinnar í körfubolta en það varð ljóst þegar dregið var um röðina í nótt. Spurs liðið tapaði sextíu leikjum í deildarkeppninni, var með lélegasta árangurinn í Vesturdeildinni og því voru talsverðar líkur á að nafn Spurs kæmi upp úr pottinum. The results for the Top 4 picks in the 2023 #NBADraftLottery presented by State Farm: 1. Spurs2. Hornets3. Trail Blazers4. Rockets pic.twitter.com/0iJPmiDrmF— NBA (@NBA) May 17, 2023 Næst á eftir Spurs munu velja Charlotte Hornets, Portland Trail Blazers, Houston Rockets og Detroit Pistons. Þetta skiptir gríðarlega miklu máli að þessu sinni því í boði er að velja franska undrabarnið Victor Wembanyama. Wembanyama þykir eitt mesta efni síðan að LeBron James kom inn í NBA-deildina árið 2003. Menn hafa verið að tala um hann síðan að hann var aðeins fjórtán ára gamall. Hinn 221 sentímetra hái Wembanyama rekur boltann eins og bakvörður, skýtur eins og besta skytta og skilar líka stigum undir körfunni. Hann á að geta skotið hvenær sem er enda er enginn að fara verja skotið hans fyrir utan þriggja stiga línuna. SPURS WIN THE NO. 1 PICK IN THE 2023 NBA DRAFTWEMBY SZN pic.twitter.com/XDX3mB0LL5— Bleacher Report (@BleacherReport) May 17, 2023 Stóra áhyggjuefnið er hvernig skrokkurinn ræður við að spila í jafnerfiðri deild og NBA er. Wembanyama hefur þegar spilað tvö meistaraflokkstímabil í frönsku A-deildinni en í vetur var hann hjá Metropolitans 92. Hann er með 21,6 stig, 10,4 fráköst og 2,4 stoðsendingar í leik í frönsku deildinni í vetur. Hann er líka kominn í franska landsliðið og í sínum fyrsta A-landsleik í nóvember í fyrra þá var hann með 20 stig og 9 fráköst í 90-65 sigri á Litháen. Það vita því allir hvern San Antonio Spurs er að fara að velja í nýliðavalinu sem verður 22. júní næstkomandi. Victor Wembanyama's reaction to the Spurs winning the lottery @NBA | #NBADraftLotterypic.twitter.com/g338IeKEUZ— The Athletic (@TheAthletic) May 17, 2023 NBA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Sjá meira
Spurs liðið tapaði sextíu leikjum í deildarkeppninni, var með lélegasta árangurinn í Vesturdeildinni og því voru talsverðar líkur á að nafn Spurs kæmi upp úr pottinum. The results for the Top 4 picks in the 2023 #NBADraftLottery presented by State Farm: 1. Spurs2. Hornets3. Trail Blazers4. Rockets pic.twitter.com/0iJPmiDrmF— NBA (@NBA) May 17, 2023 Næst á eftir Spurs munu velja Charlotte Hornets, Portland Trail Blazers, Houston Rockets og Detroit Pistons. Þetta skiptir gríðarlega miklu máli að þessu sinni því í boði er að velja franska undrabarnið Victor Wembanyama. Wembanyama þykir eitt mesta efni síðan að LeBron James kom inn í NBA-deildina árið 2003. Menn hafa verið að tala um hann síðan að hann var aðeins fjórtán ára gamall. Hinn 221 sentímetra hái Wembanyama rekur boltann eins og bakvörður, skýtur eins og besta skytta og skilar líka stigum undir körfunni. Hann á að geta skotið hvenær sem er enda er enginn að fara verja skotið hans fyrir utan þriggja stiga línuna. SPURS WIN THE NO. 1 PICK IN THE 2023 NBA DRAFTWEMBY SZN pic.twitter.com/XDX3mB0LL5— Bleacher Report (@BleacherReport) May 17, 2023 Stóra áhyggjuefnið er hvernig skrokkurinn ræður við að spila í jafnerfiðri deild og NBA er. Wembanyama hefur þegar spilað tvö meistaraflokkstímabil í frönsku A-deildinni en í vetur var hann hjá Metropolitans 92. Hann er með 21,6 stig, 10,4 fráköst og 2,4 stoðsendingar í leik í frönsku deildinni í vetur. Hann er líka kominn í franska landsliðið og í sínum fyrsta A-landsleik í nóvember í fyrra þá var hann með 20 stig og 9 fráköst í 90-65 sigri á Litháen. Það vita því allir hvern San Antonio Spurs er að fara að velja í nýliðavalinu sem verður 22. júní næstkomandi. Victor Wembanyama's reaction to the Spurs winning the lottery @NBA | #NBADraftLotterypic.twitter.com/g338IeKEUZ— The Athletic (@TheAthletic) May 17, 2023
NBA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik