Veður

Hiti að sau­tján stigum norð­austan­til

Atli Ísleifsson skrifar
Spáð er hita á bilinu átta til sautján stigum, hlýjast um landið norðaustanvert.
Spáð er hita á bilinu átta til sautján stigum, hlýjast um landið norðaustanvert. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan gerir ráð fyrir suðvestan golu eða kalda í dag og smáskúrir á víð og dreif. Gert er ráð fyrir þurru og nokkuð björtu á Norðaustur- og Austurlandi.

Á vef Veðurstofunnar kemur fram að í kvöld fari að rigna suðvestanlands og á morgun sé spáð sunnan og suðaustan átta til þrettán metrum á sekúndu með rigningu víða, þó síst norðaustantil.

Spáð er hita á bilinu átta til sautján stigum, hlýjast um landið norðaustanvert.

„Vestlægari og skúrir annað kvöld, en á föstudag er útlit fyrir stífa sunnan- og suðvestanátt með áframhaldandi vætu sunnan- og vestanlands,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Hlýjast verður um landið norðaustanvert.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag (uppstigningardagur): Sunnan og suðaustan 8-13 m/s. Víða rigning, en úrkomulítið norðaustantil. Vestlægari og dregur úr vætu um kvöldið. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast norðaustanlands.

Á föstudag: Gengur í sunnan og suðvestan 10-18. Súld eða rigning með köflum, en að mestu þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti breytist lítið.

Á laugardag: Suðvestan 10-18 og skúrir, en bjart að mestu um landið norðaustanvert. Hiti 5 til 13 stig, mildast norðaustantil.

Á sunnudag: Suðlæg átt og rigning eða skúrir, en úrkomulítið norðaustanlands. Hiti breytist lítið.

Á mánudag og þriðjudag: Vestlæg eða breytileg átt og rigning með köflum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×