Minnast ekki á lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 16. maí 2023 20:30 Með svonefndri Schuman-yfirlýsingu fyrir 73 árum var grunnurinn lagður að því sem við þekkjum í dag sem Evrópusambandið. Í yfirlýsingunni, sem kennd er við þáverandi utanríkisráðherra Frakklands Robert Schuman, kom meðal annars fram að fyrsta skrefið í þeim efnum væri stofnun kola- og stálbandalags, fyrsta forvera sambandsins. Lokamarkmiðið væri hins vegar að til yrði evrópskt sambandsríki. Forystumenn hérlendra Evrópusambandssinna minnast gjarnan Schuman-yfirlýsingarinnar 9. maí ár hvert, daginn sem hún var flutt af Schuman í franska utanríkisráðuneytinu árið 1950. Árið í ár var engin undantekning. Hins vegar hefur þess ljóslega verið gætt í gegnum tíðina að minnast ekki orði á þá hluta yfirlýsingarinnar þar sem fjallað er um lokamarkmiðið með samrunaþróuninni innan Evrópusambandsins. Markmiðið frá upphafi Bandaríki Evrópu Fram kemur þannig til að mynda í Schuman-yfirlýsingunni að með kola- og stálbandalagi yrði lagður grunnur að efnahagsþróun sem yrði fyrsta skrefið á þeirri vegferð að breyta Evrópu í sambandsríki (e. the federation of Europe) en Schuman hefur ásamt franska diplómatanum Jean Monnet verið fremstur í flokki þeirra sem gjarnan hafa verið nefndir feður Evrópusambandsins. Ekki sízt af Evrópusambandssinnum. Monnet lýsir því í endurminningum sínum hvernig unnið hafi verið markvisst, leynt og ljóst, skref fyrir skref, að lokamarkmiðinu um sambandsríki en til þess að styðja við þá vinnu setti hann til að mynda á laggirnar nefnd sem hann kallaði Aðgerðanefnd um Bandaríki Evrópu (e. Action Committee for the United States of Europe) sem í áttu sæti fulltrúar helztu stjórnmálaflokka og verkalýðsfélaga í Vestur-Evrópu. „Föderalen europäischen Bundesstaat“ Hreinlega hefur verið vandfundinn sá pólitíski forystumaður Evrópusambandsins og ríkja þess á liðnum árum og áratugum sem ekki hefur stutt lokamarkmiðið um eitt ríki. Til dæmis hafa allir forsetar framkvæmdastjórnar sambandsins undanfarna áratugi verið yfirlýstir stuðningsmenn þess. Samhliða því hefur Evrópusambandið jafnt og þétt öðlast fleiri einkenni ríkis og er fyrir vikið þegar orðið federalískt að stóru leyti. Markmiðið um evrópskt sambandsríki rataði nú síðast inn í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Þýzkalands sem tók við völdum í desember 2021 og systurflokkar Samfylkingarinnar og Viðreisnar eiga aðild að. Þar segir að áfram skuli unnið að því að Evrópusambandið verði að sambandsríki (þ. föderalen europäischen Bundesstaat). Lykilatriðið þar er vitanlega orðið „áfram“ enda verið unnið markvisst að því til þessa. Versnandi staða fámennari ríkja ESB Meðal þess sem einkennt hefur Evrópusambandið í vaxandi mæli á undanförnum árum, og á allajafna við um sambandsríki en ekki alþjóðastofnanir, er áherzla á það að möguleikar ríkja á því að hafa áhrif á ákvarðanir fari fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru í stað þess að setið sé við sama borð óháð íbúafjölda. Þar standa fámennari ríkin vitanlega verst að vígi en þau fjölmennustu að sama skapi sterkast. Hvert markmiðið með samrunanum innan Evrópusambandinu hefur verið frá upphafi, hvernig sambandið hefur þróast í gegnum tíðina og hvert það stefnir er eðli málsins samkvæmt algert grundvallaratriði þegar rætt er um það hvort rétt væri fyrir Ísland að ganga í raðir þess eða ekki. Ekki sízt þar sem ljóst er að ekki yrði beinlínis hlaupið þaðan út aftur þegar einu sinni væri komið þar inn líkt og reynsla Breta sýnir. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Með svonefndri Schuman-yfirlýsingu fyrir 73 árum var grunnurinn lagður að því sem við þekkjum í dag sem Evrópusambandið. Í yfirlýsingunni, sem kennd er við þáverandi utanríkisráðherra Frakklands Robert Schuman, kom meðal annars fram að fyrsta skrefið í þeim efnum væri stofnun kola- og stálbandalags, fyrsta forvera sambandsins. Lokamarkmiðið væri hins vegar að til yrði evrópskt sambandsríki. Forystumenn hérlendra Evrópusambandssinna minnast gjarnan Schuman-yfirlýsingarinnar 9. maí ár hvert, daginn sem hún var flutt af Schuman í franska utanríkisráðuneytinu árið 1950. Árið í ár var engin undantekning. Hins vegar hefur þess ljóslega verið gætt í gegnum tíðina að minnast ekki orði á þá hluta yfirlýsingarinnar þar sem fjallað er um lokamarkmiðið með samrunaþróuninni innan Evrópusambandsins. Markmiðið frá upphafi Bandaríki Evrópu Fram kemur þannig til að mynda í Schuman-yfirlýsingunni að með kola- og stálbandalagi yrði lagður grunnur að efnahagsþróun sem yrði fyrsta skrefið á þeirri vegferð að breyta Evrópu í sambandsríki (e. the federation of Europe) en Schuman hefur ásamt franska diplómatanum Jean Monnet verið fremstur í flokki þeirra sem gjarnan hafa verið nefndir feður Evrópusambandsins. Ekki sízt af Evrópusambandssinnum. Monnet lýsir því í endurminningum sínum hvernig unnið hafi verið markvisst, leynt og ljóst, skref fyrir skref, að lokamarkmiðinu um sambandsríki en til þess að styðja við þá vinnu setti hann til að mynda á laggirnar nefnd sem hann kallaði Aðgerðanefnd um Bandaríki Evrópu (e. Action Committee for the United States of Europe) sem í áttu sæti fulltrúar helztu stjórnmálaflokka og verkalýðsfélaga í Vestur-Evrópu. „Föderalen europäischen Bundesstaat“ Hreinlega hefur verið vandfundinn sá pólitíski forystumaður Evrópusambandsins og ríkja þess á liðnum árum og áratugum sem ekki hefur stutt lokamarkmiðið um eitt ríki. Til dæmis hafa allir forsetar framkvæmdastjórnar sambandsins undanfarna áratugi verið yfirlýstir stuðningsmenn þess. Samhliða því hefur Evrópusambandið jafnt og þétt öðlast fleiri einkenni ríkis og er fyrir vikið þegar orðið federalískt að stóru leyti. Markmiðið um evrópskt sambandsríki rataði nú síðast inn í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Þýzkalands sem tók við völdum í desember 2021 og systurflokkar Samfylkingarinnar og Viðreisnar eiga aðild að. Þar segir að áfram skuli unnið að því að Evrópusambandið verði að sambandsríki (þ. föderalen europäischen Bundesstaat). Lykilatriðið þar er vitanlega orðið „áfram“ enda verið unnið markvisst að því til þessa. Versnandi staða fámennari ríkja ESB Meðal þess sem einkennt hefur Evrópusambandið í vaxandi mæli á undanförnum árum, og á allajafna við um sambandsríki en ekki alþjóðastofnanir, er áherzla á það að möguleikar ríkja á því að hafa áhrif á ákvarðanir fari fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru í stað þess að setið sé við sama borð óháð íbúafjölda. Þar standa fámennari ríkin vitanlega verst að vígi en þau fjölmennustu að sama skapi sterkast. Hvert markmiðið með samrunanum innan Evrópusambandinu hefur verið frá upphafi, hvernig sambandið hefur þróast í gegnum tíðina og hvert það stefnir er eðli málsins samkvæmt algert grundvallaratriði þegar rætt er um það hvort rétt væri fyrir Ísland að ganga í raðir þess eða ekki. Ekki sízt þar sem ljóst er að ekki yrði beinlínis hlaupið þaðan út aftur þegar einu sinni væri komið þar inn líkt og reynsla Breta sýnir. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun