Á von á mörgum sólardögum í sumar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. maí 2023 18:14 Miðað við langtímaspá má gera ráð fyrir svona stemningu í sumar. vísir/vilhelm Hitatölur fóru víða á landinu undir frostmark í nótt og sumarið ætlar að láta bíða eftir sér. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hefur samt sem áður litlar áhyggjur af sumrinu og býst við lítilli úrkomu og mörgum sólardögum. „Þetta er eðlileg vorkoma á Íslandi,“ segir Einar um veðrið undanfarna daga. Fyrstu langtímaspár hans bendi hins vegar til bjartari tíma. „Það sem ég les úr niðurstöðum Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar er allt öðruvísi heldur en í fyrra. Í staðinn fyrir að lægðabraut verði hér nærri landinu, eins og var í fyrra, þá er hún vart sýnileg. Ef hún er, þá er hún mjög sunnarlega. Það er að þvælast hingað, norður á bóginn, meira af mildu lofti en er alla jafna,“ segir Einar sem ræddi langtímaspánna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni: Hitafrávik reiknast jafnframt hátt í spánni. „Það eru metnar yfir 70 prósent líkur á því að meðalhitinn hér verði í efri þriðjungi. Þá erum við að tala um eina til eina og hálfa gráðu yfir meðalhita, sem er í júlí milli tíu og ellefu gráður.“ Einar segir staðsetingu hæðasvæðis skipta öllu máli í sumar. „Það þarf mjög lítið að hnikast til, upp á hvort hér verði þungbúið suðvestanlands eða hvort vindur standi að jafnaði að landi. Þá er bæði hlýtt og bjart en það má mjög litlu muna.“ Í öllu falli gefi spáin góð fyrirheit um sumarið. „Núna eru þessar spár mjög hagstæðar fyrir okkur og við skulum bara vona að þær gangi eftir. Þær ganga auðvitað ekkert alltaf eftir. Þessi spá nær yfir júní, júlí, ágúst. En næstu tíu daga virðist vera nokkuð úrkomu- og vindasamt.“ Einar var að lokum spurður hvort það væri ekki mikið ábyrgðarhlutverk, í ljósi þess hve uppteknir Íslendingar geti verið af veðrinu. „Ég kippi mér ekkert upp við það þegar fólk er að velta fyrir sér veðri út af frístundum sínum. Það er miklu meiri ábyrgð sem fylgir því þegar það er verið að spá hér mjög vondu veðri og velta fyrir sér viðvörunum og viðbúnaði,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Veður Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt „Það versta stendur yfir áramótin“ Útlit fyrir snjókomu vestast Smálægðir keppast við að stýra veðrinu í dag Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Stíf suðvestanátt áfram ríkjandi Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Allhvass vindur með skúrum eða éljum Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Köld norðanátt og víða él Stöku él og vaxandi norðaustanátt Skúrir eða él á víð og dreif Sjá meira
„Þetta er eðlileg vorkoma á Íslandi,“ segir Einar um veðrið undanfarna daga. Fyrstu langtímaspár hans bendi hins vegar til bjartari tíma. „Það sem ég les úr niðurstöðum Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar er allt öðruvísi heldur en í fyrra. Í staðinn fyrir að lægðabraut verði hér nærri landinu, eins og var í fyrra, þá er hún vart sýnileg. Ef hún er, þá er hún mjög sunnarlega. Það er að þvælast hingað, norður á bóginn, meira af mildu lofti en er alla jafna,“ segir Einar sem ræddi langtímaspánna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni: Hitafrávik reiknast jafnframt hátt í spánni. „Það eru metnar yfir 70 prósent líkur á því að meðalhitinn hér verði í efri þriðjungi. Þá erum við að tala um eina til eina og hálfa gráðu yfir meðalhita, sem er í júlí milli tíu og ellefu gráður.“ Einar segir staðsetingu hæðasvæðis skipta öllu máli í sumar. „Það þarf mjög lítið að hnikast til, upp á hvort hér verði þungbúið suðvestanlands eða hvort vindur standi að jafnaði að landi. Þá er bæði hlýtt og bjart en það má mjög litlu muna.“ Í öllu falli gefi spáin góð fyrirheit um sumarið. „Núna eru þessar spár mjög hagstæðar fyrir okkur og við skulum bara vona að þær gangi eftir. Þær ganga auðvitað ekkert alltaf eftir. Þessi spá nær yfir júní, júlí, ágúst. En næstu tíu daga virðist vera nokkuð úrkomu- og vindasamt.“ Einar var að lokum spurður hvort það væri ekki mikið ábyrgðarhlutverk, í ljósi þess hve uppteknir Íslendingar geti verið af veðrinu. „Ég kippi mér ekkert upp við það þegar fólk er að velta fyrir sér veðri út af frístundum sínum. Það er miklu meiri ábyrgð sem fylgir því þegar það er verið að spá hér mjög vondu veðri og velta fyrir sér viðvörunum og viðbúnaði,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.
Veður Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt „Það versta stendur yfir áramótin“ Útlit fyrir snjókomu vestast Smálægðir keppast við að stýra veðrinu í dag Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Stíf suðvestanátt áfram ríkjandi Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Allhvass vindur með skúrum eða éljum Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Köld norðanátt og víða él Stöku él og vaxandi norðaustanátt Skúrir eða él á víð og dreif Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent