Tölvuþrjótarnir kalla Vesturlönd nasista Samúel Karl Ólason og Máni Snær Þorláksson skrifa 16. maí 2023 12:27 Þessi mynd fylgdi yfirlýsingu tölvurjótahópsins um netárásina á Íslandi. Tölvuþrjótahópurinn NoName057(16) hefur lýst yfir ábyrgð á netárásum á íslenska vefi í dag að því fram kemur í tilkynningu frá CERT-IS, í henni er NoName057(16) kallaður ógnarhópur. Hópurinn er hliðhollur Rússlandi. NoName057(16) hefur gert margar sambærilegar árásir á stofnanir og fyrirtæki í Evrópu að undanförnu. Meðlimir hópsins tala opinberlega um það á samfélagsmiðlum að árásir þeirra séu til stuðnings stríðsreksturs Rússa í Úkraínu. CERT-IS vekur athygli á því að innbrotstilraunir hafi verið gerðar í kerfi í kjölfar dreifðra álagsárása. Ekki sé útilokað að fleiri árásir verði gerðar á íslenska netumdæmið. Eru því rekstrar- og öryggisstjórar hvattir til að vera á varðbergi og tilkynna allt grunsamlegt á cert@cert.is. Lýstu yfir ábyrgð Anton Már Egilsson, forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, segir í samtali við fréttastofu að hópurinn hafi lýst yfir ábyrgð á árásunum á samfélagsmiðlinum Telegram. Um sé að ræða aktívistahóp sem styður Rússland. „Það er ekki alveg vitað hvar þeir eru staðsettir í þessu. Árásirnar líta út fyrir koma frá ýmsum stöðum en hópurinn er með mjög skýran rússneskan málstað,“ segir Anton. Umræddri færslu á Telegram fylgdi myndin sem sjá má hér að ofan. Þar stendur að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, muni flytja ræðu á leiðtogafundinum í dag, að Vesturlönd séu að haga sér eins og nasistar og eigi í leppsstríði við Rússland, sem gerði innrás í Úkraínu. Hafa gert sambærilegar árásir víða Starfsmenn netöryggisfyrirtækisins Avast skrifuðu í síðasta mánuði grein um hakkarahópinn þar sem fram kemur að markmið hópsins sé að fella vefsíður stofnana og fyrirtækja með svokölluðum álagsárásum. Þær kallast einnig DDOS-árásir og snúast um að beina mikilli netumferð inn á vefsíður svo þær hrynji vegna álagsins. Hópurinn hefur boðið fólki peninga fyrir að hlaða niður sérstökum hugbúnaði svo hægt sé að nota þær tölvur til þessara árása. Þá hafi hópurinn unnið að þróun hugbúnaðartóla til að gera árásir þessar skilvirkari. Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda, CERT-IS, segir verið sé að reyna að nýta rafræn skilríki til þessara álagsárása og benda fólki á að staðfesta ekki rafræn skilríki án þess að vera viss um að viðkomandi hafi beðið um það. Árásarhópar eru að gera tilraunir til að nýta rafræn skilríki til að komast inn á viðkvæm svæði. Ekki staðfesta rafræn skilríki nema vera viss um að þú hafir beðið um það. Ekki staðfesta rafræna auðkenningabeiðnir sem þú kannast ekki við.— CERT-IS (@cert_iceland) May 16, 2023 Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tölvuárásir Tengdar fréttir Sendinefnd Úkraínu mætir til Íslands án Selinskí Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, leiðir sendinefnd landsins á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík. Í föruneyti hans verður Denys Maliuska dómsmálaráðherra en Volodimír Selenskí forseti kemur ekki til landsins. 16. maí 2023 11:17 „Þetta er gamalt fangelsi, núna er þetta mitt fangelsi“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra grínaðist með það þegar hún tók á móti forseta Litháen í Stjórnarráðinu í morgun að það væri hennar fangelsi. Húsið var frá byggingu til ársins 1813 tugthúsið í Reykjavík. 16. maí 2023 11:15 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Titringur á Alþingi Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
NoName057(16) hefur gert margar sambærilegar árásir á stofnanir og fyrirtæki í Evrópu að undanförnu. Meðlimir hópsins tala opinberlega um það á samfélagsmiðlum að árásir þeirra séu til stuðnings stríðsreksturs Rússa í Úkraínu. CERT-IS vekur athygli á því að innbrotstilraunir hafi verið gerðar í kerfi í kjölfar dreifðra álagsárása. Ekki sé útilokað að fleiri árásir verði gerðar á íslenska netumdæmið. Eru því rekstrar- og öryggisstjórar hvattir til að vera á varðbergi og tilkynna allt grunsamlegt á cert@cert.is. Lýstu yfir ábyrgð Anton Már Egilsson, forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, segir í samtali við fréttastofu að hópurinn hafi lýst yfir ábyrgð á árásunum á samfélagsmiðlinum Telegram. Um sé að ræða aktívistahóp sem styður Rússland. „Það er ekki alveg vitað hvar þeir eru staðsettir í þessu. Árásirnar líta út fyrir koma frá ýmsum stöðum en hópurinn er með mjög skýran rússneskan málstað,“ segir Anton. Umræddri færslu á Telegram fylgdi myndin sem sjá má hér að ofan. Þar stendur að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, muni flytja ræðu á leiðtogafundinum í dag, að Vesturlönd séu að haga sér eins og nasistar og eigi í leppsstríði við Rússland, sem gerði innrás í Úkraínu. Hafa gert sambærilegar árásir víða Starfsmenn netöryggisfyrirtækisins Avast skrifuðu í síðasta mánuði grein um hakkarahópinn þar sem fram kemur að markmið hópsins sé að fella vefsíður stofnana og fyrirtækja með svokölluðum álagsárásum. Þær kallast einnig DDOS-árásir og snúast um að beina mikilli netumferð inn á vefsíður svo þær hrynji vegna álagsins. Hópurinn hefur boðið fólki peninga fyrir að hlaða niður sérstökum hugbúnaði svo hægt sé að nota þær tölvur til þessara árása. Þá hafi hópurinn unnið að þróun hugbúnaðartóla til að gera árásir þessar skilvirkari. Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda, CERT-IS, segir verið sé að reyna að nýta rafræn skilríki til þessara álagsárása og benda fólki á að staðfesta ekki rafræn skilríki án þess að vera viss um að viðkomandi hafi beðið um það. Árásarhópar eru að gera tilraunir til að nýta rafræn skilríki til að komast inn á viðkvæm svæði. Ekki staðfesta rafræn skilríki nema vera viss um að þú hafir beðið um það. Ekki staðfesta rafræna auðkenningabeiðnir sem þú kannast ekki við.— CERT-IS (@cert_iceland) May 16, 2023
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tölvuárásir Tengdar fréttir Sendinefnd Úkraínu mætir til Íslands án Selinskí Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, leiðir sendinefnd landsins á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík. Í föruneyti hans verður Denys Maliuska dómsmálaráðherra en Volodimír Selenskí forseti kemur ekki til landsins. 16. maí 2023 11:17 „Þetta er gamalt fangelsi, núna er þetta mitt fangelsi“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra grínaðist með það þegar hún tók á móti forseta Litháen í Stjórnarráðinu í morgun að það væri hennar fangelsi. Húsið var frá byggingu til ársins 1813 tugthúsið í Reykjavík. 16. maí 2023 11:15 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Titringur á Alþingi Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Sendinefnd Úkraínu mætir til Íslands án Selinskí Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, leiðir sendinefnd landsins á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík. Í föruneyti hans verður Denys Maliuska dómsmálaráðherra en Volodimír Selenskí forseti kemur ekki til landsins. 16. maí 2023 11:17
„Þetta er gamalt fangelsi, núna er þetta mitt fangelsi“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra grínaðist með það þegar hún tók á móti forseta Litháen í Stjórnarráðinu í morgun að það væri hennar fangelsi. Húsið var frá byggingu til ársins 1813 tugthúsið í Reykjavík. 16. maí 2023 11:15