Tölvuþrjótarnir kalla Vesturlönd nasista Samúel Karl Ólason og Máni Snær Þorláksson skrifa 16. maí 2023 12:27 Þessi mynd fylgdi yfirlýsingu tölvurjótahópsins um netárásina á Íslandi. Tölvuþrjótahópurinn NoName057(16) hefur lýst yfir ábyrgð á netárásum á íslenska vefi í dag að því fram kemur í tilkynningu frá CERT-IS, í henni er NoName057(16) kallaður ógnarhópur. Hópurinn er hliðhollur Rússlandi. NoName057(16) hefur gert margar sambærilegar árásir á stofnanir og fyrirtæki í Evrópu að undanförnu. Meðlimir hópsins tala opinberlega um það á samfélagsmiðlum að árásir þeirra séu til stuðnings stríðsreksturs Rússa í Úkraínu. CERT-IS vekur athygli á því að innbrotstilraunir hafi verið gerðar í kerfi í kjölfar dreifðra álagsárása. Ekki sé útilokað að fleiri árásir verði gerðar á íslenska netumdæmið. Eru því rekstrar- og öryggisstjórar hvattir til að vera á varðbergi og tilkynna allt grunsamlegt á cert@cert.is. Lýstu yfir ábyrgð Anton Már Egilsson, forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, segir í samtali við fréttastofu að hópurinn hafi lýst yfir ábyrgð á árásunum á samfélagsmiðlinum Telegram. Um sé að ræða aktívistahóp sem styður Rússland. „Það er ekki alveg vitað hvar þeir eru staðsettir í þessu. Árásirnar líta út fyrir koma frá ýmsum stöðum en hópurinn er með mjög skýran rússneskan málstað,“ segir Anton. Umræddri færslu á Telegram fylgdi myndin sem sjá má hér að ofan. Þar stendur að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, muni flytja ræðu á leiðtogafundinum í dag, að Vesturlönd séu að haga sér eins og nasistar og eigi í leppsstríði við Rússland, sem gerði innrás í Úkraínu. Hafa gert sambærilegar árásir víða Starfsmenn netöryggisfyrirtækisins Avast skrifuðu í síðasta mánuði grein um hakkarahópinn þar sem fram kemur að markmið hópsins sé að fella vefsíður stofnana og fyrirtækja með svokölluðum álagsárásum. Þær kallast einnig DDOS-árásir og snúast um að beina mikilli netumferð inn á vefsíður svo þær hrynji vegna álagsins. Hópurinn hefur boðið fólki peninga fyrir að hlaða niður sérstökum hugbúnaði svo hægt sé að nota þær tölvur til þessara árása. Þá hafi hópurinn unnið að þróun hugbúnaðartóla til að gera árásir þessar skilvirkari. Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda, CERT-IS, segir verið sé að reyna að nýta rafræn skilríki til þessara álagsárása og benda fólki á að staðfesta ekki rafræn skilríki án þess að vera viss um að viðkomandi hafi beðið um það. Árásarhópar eru að gera tilraunir til að nýta rafræn skilríki til að komast inn á viðkvæm svæði. Ekki staðfesta rafræn skilríki nema vera viss um að þú hafir beðið um það. Ekki staðfesta rafræna auðkenningabeiðnir sem þú kannast ekki við.— CERT-IS (@cert_iceland) May 16, 2023 Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tölvuárásir Tengdar fréttir Sendinefnd Úkraínu mætir til Íslands án Selinskí Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, leiðir sendinefnd landsins á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík. Í föruneyti hans verður Denys Maliuska dómsmálaráðherra en Volodimír Selenskí forseti kemur ekki til landsins. 16. maí 2023 11:17 „Þetta er gamalt fangelsi, núna er þetta mitt fangelsi“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra grínaðist með það þegar hún tók á móti forseta Litháen í Stjórnarráðinu í morgun að það væri hennar fangelsi. Húsið var frá byggingu til ársins 1813 tugthúsið í Reykjavík. 16. maí 2023 11:15 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Sjá meira
NoName057(16) hefur gert margar sambærilegar árásir á stofnanir og fyrirtæki í Evrópu að undanförnu. Meðlimir hópsins tala opinberlega um það á samfélagsmiðlum að árásir þeirra séu til stuðnings stríðsreksturs Rússa í Úkraínu. CERT-IS vekur athygli á því að innbrotstilraunir hafi verið gerðar í kerfi í kjölfar dreifðra álagsárása. Ekki sé útilokað að fleiri árásir verði gerðar á íslenska netumdæmið. Eru því rekstrar- og öryggisstjórar hvattir til að vera á varðbergi og tilkynna allt grunsamlegt á cert@cert.is. Lýstu yfir ábyrgð Anton Már Egilsson, forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, segir í samtali við fréttastofu að hópurinn hafi lýst yfir ábyrgð á árásunum á samfélagsmiðlinum Telegram. Um sé að ræða aktívistahóp sem styður Rússland. „Það er ekki alveg vitað hvar þeir eru staðsettir í þessu. Árásirnar líta út fyrir koma frá ýmsum stöðum en hópurinn er með mjög skýran rússneskan málstað,“ segir Anton. Umræddri færslu á Telegram fylgdi myndin sem sjá má hér að ofan. Þar stendur að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, muni flytja ræðu á leiðtogafundinum í dag, að Vesturlönd séu að haga sér eins og nasistar og eigi í leppsstríði við Rússland, sem gerði innrás í Úkraínu. Hafa gert sambærilegar árásir víða Starfsmenn netöryggisfyrirtækisins Avast skrifuðu í síðasta mánuði grein um hakkarahópinn þar sem fram kemur að markmið hópsins sé að fella vefsíður stofnana og fyrirtækja með svokölluðum álagsárásum. Þær kallast einnig DDOS-árásir og snúast um að beina mikilli netumferð inn á vefsíður svo þær hrynji vegna álagsins. Hópurinn hefur boðið fólki peninga fyrir að hlaða niður sérstökum hugbúnaði svo hægt sé að nota þær tölvur til þessara árása. Þá hafi hópurinn unnið að þróun hugbúnaðartóla til að gera árásir þessar skilvirkari. Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda, CERT-IS, segir verið sé að reyna að nýta rafræn skilríki til þessara álagsárása og benda fólki á að staðfesta ekki rafræn skilríki án þess að vera viss um að viðkomandi hafi beðið um það. Árásarhópar eru að gera tilraunir til að nýta rafræn skilríki til að komast inn á viðkvæm svæði. Ekki staðfesta rafræn skilríki nema vera viss um að þú hafir beðið um það. Ekki staðfesta rafræna auðkenningabeiðnir sem þú kannast ekki við.— CERT-IS (@cert_iceland) May 16, 2023
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tölvuárásir Tengdar fréttir Sendinefnd Úkraínu mætir til Íslands án Selinskí Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, leiðir sendinefnd landsins á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík. Í föruneyti hans verður Denys Maliuska dómsmálaráðherra en Volodimír Selenskí forseti kemur ekki til landsins. 16. maí 2023 11:17 „Þetta er gamalt fangelsi, núna er þetta mitt fangelsi“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra grínaðist með það þegar hún tók á móti forseta Litháen í Stjórnarráðinu í morgun að það væri hennar fangelsi. Húsið var frá byggingu til ársins 1813 tugthúsið í Reykjavík. 16. maí 2023 11:15 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Sjá meira
Sendinefnd Úkraínu mætir til Íslands án Selinskí Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, leiðir sendinefnd landsins á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík. Í föruneyti hans verður Denys Maliuska dómsmálaráðherra en Volodimír Selenskí forseti kemur ekki til landsins. 16. maí 2023 11:17
„Þetta er gamalt fangelsi, núna er þetta mitt fangelsi“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra grínaðist með það þegar hún tók á móti forseta Litháen í Stjórnarráðinu í morgun að það væri hennar fangelsi. Húsið var frá byggingu til ársins 1813 tugthúsið í Reykjavík. 16. maí 2023 11:15