Gríðarleg eftirspurn í Mosó og þættirnir hjálpa til Sindri Sverrisson skrifar 16. maí 2023 13:30 Haukar lönduðu sætum sigri í framlengdum leik gegn Aftureldingu í síðasta leik á Varmá. vísir/Diego Mun færri komast að en vilja á Varmá í Mosfellsbæ í kvöld þegar oddaleikur Aftureldingar og Hauka fer fram, í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. „Ég held að við séum að stilla upp fyrir stærsta íþróttaviðburð sem hefur nokkurn tímann verið haldinn í bænum. Það er hátíð í Mosfellsbæ,“ segir Haukur Sigurvinsson, formaður meistaraflokksráðs Aftureldingar, en Mosfellingar standa í ströngu í dag til að hægt sé að koma sem flestum áhorfendum fyrir í kvöld. Haukur segist ekki geta svarað því nákvæmlega hve margir verði á leiknum en að það verði vel yfir þúsund manns, fyrir utan þá sem starfi við leikinn, og verður boðið upp á dagskrá frá klukkan 18. Á meðal gesta, sem mögulega fá að vera í nýjum sætum alveg við völlinn, er hluti af hópnum á bakvið sjónvarpsþættina Aftureldingu sem notið hafa mikilla vinsælda síðustu vikur. Stúkur leigðar og ný sæti við hliðarlínuna „Þessir þættir hafa kastað mjög miklu ljósi á félagið. Það er engum blöðum um það að fletta,“ segir Haukur og ítrekar að mun meiri eftirspurn hafi verið eftir miðum í kvöld en hægt hafi verið að anna. Þó hafi allt verið reynt til að koma sem flestum að: „Við erum vanalega bara með stúku öðru megin í salnum en erum búin að leigja aukastúkur sem er verið að setja upp í dag, og svo verða pallar líka þar sem fólk getur staðið. Auk þess prófum við í fyrsta skipti núna að vera með stóla alveg við völlinn, „courtside“, þar sem fólk verður í miklu návígi við leikinn. Við reynum bara að gera okkar besta til að svara þeirri eftirspurn sem er eftir miðum á leikinn. Það er greinilega gríðarleg spenna fyrir honum, og það seldist upp á rétt rúmum klukkutíma í gær,“ segir Haukur. Staðan í einvíginu er 2-2 eftir að Afturelding fagnaði sigri á Ásvöllum í síðasta leik, en Haukar höfðu komist yfir í einvíginu með því að vinna framlengdan spennutrylli í síðasta leik á Varmá. Þar sauð upp úr undir lok venjulegs leiktíma og Ihor Kopyshynskyi var rekinn af velli, en rauða spjaldið var dregið til baka eftir leik. Áhorfandi, sem skipti sér af málinu, er til skoðunar hjá HSÍ en hann virtist hrinda Ihor í hamagangnum. Leikur Aftureldingar og Hauka hefst klukkan 20:15 og er sýndur á Stöð 2 Sport. Bein útsending úr Mosó hefst hálftíma fyrr. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Afturelding Haukar Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira
„Ég held að við séum að stilla upp fyrir stærsta íþróttaviðburð sem hefur nokkurn tímann verið haldinn í bænum. Það er hátíð í Mosfellsbæ,“ segir Haukur Sigurvinsson, formaður meistaraflokksráðs Aftureldingar, en Mosfellingar standa í ströngu í dag til að hægt sé að koma sem flestum áhorfendum fyrir í kvöld. Haukur segist ekki geta svarað því nákvæmlega hve margir verði á leiknum en að það verði vel yfir þúsund manns, fyrir utan þá sem starfi við leikinn, og verður boðið upp á dagskrá frá klukkan 18. Á meðal gesta, sem mögulega fá að vera í nýjum sætum alveg við völlinn, er hluti af hópnum á bakvið sjónvarpsþættina Aftureldingu sem notið hafa mikilla vinsælda síðustu vikur. Stúkur leigðar og ný sæti við hliðarlínuna „Þessir þættir hafa kastað mjög miklu ljósi á félagið. Það er engum blöðum um það að fletta,“ segir Haukur og ítrekar að mun meiri eftirspurn hafi verið eftir miðum í kvöld en hægt hafi verið að anna. Þó hafi allt verið reynt til að koma sem flestum að: „Við erum vanalega bara með stúku öðru megin í salnum en erum búin að leigja aukastúkur sem er verið að setja upp í dag, og svo verða pallar líka þar sem fólk getur staðið. Auk þess prófum við í fyrsta skipti núna að vera með stóla alveg við völlinn, „courtside“, þar sem fólk verður í miklu návígi við leikinn. Við reynum bara að gera okkar besta til að svara þeirri eftirspurn sem er eftir miðum á leikinn. Það er greinilega gríðarleg spenna fyrir honum, og það seldist upp á rétt rúmum klukkutíma í gær,“ segir Haukur. Staðan í einvíginu er 2-2 eftir að Afturelding fagnaði sigri á Ásvöllum í síðasta leik, en Haukar höfðu komist yfir í einvíginu með því að vinna framlengdan spennutrylli í síðasta leik á Varmá. Þar sauð upp úr undir lok venjulegs leiktíma og Ihor Kopyshynskyi var rekinn af velli, en rauða spjaldið var dregið til baka eftir leik. Áhorfandi, sem skipti sér af málinu, er til skoðunar hjá HSÍ en hann virtist hrinda Ihor í hamagangnum. Leikur Aftureldingar og Hauka hefst klukkan 20:15 og er sýndur á Stöð 2 Sport. Bein útsending úr Mosó hefst hálftíma fyrr. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Afturelding Haukar Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira