Ná saman um regluverk um rafmyntir Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2023 15:38 Lög og regla hefur verið af skornum skammti í rafmyntarbransanum. Evrópusambandið ætlar að gera bragarbót á. Vísir/EPA Fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkja lögðu blessun sína yfir reglugerð um rafmyntir sem verður það fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Starfsemi rafmyntarfyrirtækja verður leyfisskyld með reglunum sem eru sagðar setja þrýsting á bandarísk og bresk stjórnvöld að setja sér sambærileg lög. Rafmyntamarkaðurinn hefur að miklu leyti verið eins og villta vestrið þar sem og fjárfestar eru berskjaldaðir. Eftir fall FTX, þriðju stærstu rafmyntakauphallar heims, í haust urðu raddir háværari um að reglum yrði komið yfir rafmyntir. Reglur sem Evrópuþingið samþykkti í apríl voru endanlega samþykktar á fundi fjármálaráðherra Evrópusambandsins í gær, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Elizabeth Svantesson, fjármálaráðherra Svíþjóðar sem fer með forsæti ráðherraráðs Evrópusambandsins, segir að nýlegir atburðir hafi knúið á um að reglur yrðu settar til þess að vernda rafmyntafjárfesta og koma í veg fyrir að rafmyntir verði notaðar til peningaþvottar og fjármögnunar hryðjuverka. Samkvæmt reglunum þurfa fyrirtæki sem gefa út rafmyntir, versla með þær eða geyma að fá til þess leyfi frá yfirvöldum. Fram að þessu hafa bresk stjórnvöld farið hægt í sakirnar. Þau ætla sér að byrja að setja reglur um svonefndar fastgengisrafmyntir (e. stablecoins) og síðar um aðrar myntir. Ekki liggur fyrir hvenær slíkar reglur verða settar þar. Bandaríkin eru enn skemur á veg komin. Þar eru alríkis- og ríkisyfirvöld enn að reyna að átta sig á hvernig þau geta haft eftirlit með rafmyntarviðskiptum, að sögn Hesters Peirce frá CFTC, alríkisstofnun sem hefur eftirlit með afleiðuviðskiptum í Bandaríkjunum. Rafmyntir Evrópusambandið Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Rafmyntamarkaðurinn hefur að miklu leyti verið eins og villta vestrið þar sem og fjárfestar eru berskjaldaðir. Eftir fall FTX, þriðju stærstu rafmyntakauphallar heims, í haust urðu raddir háværari um að reglum yrði komið yfir rafmyntir. Reglur sem Evrópuþingið samþykkti í apríl voru endanlega samþykktar á fundi fjármálaráðherra Evrópusambandsins í gær, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Elizabeth Svantesson, fjármálaráðherra Svíþjóðar sem fer með forsæti ráðherraráðs Evrópusambandsins, segir að nýlegir atburðir hafi knúið á um að reglur yrðu settar til þess að vernda rafmyntafjárfesta og koma í veg fyrir að rafmyntir verði notaðar til peningaþvottar og fjármögnunar hryðjuverka. Samkvæmt reglunum þurfa fyrirtæki sem gefa út rafmyntir, versla með þær eða geyma að fá til þess leyfi frá yfirvöldum. Fram að þessu hafa bresk stjórnvöld farið hægt í sakirnar. Þau ætla sér að byrja að setja reglur um svonefndar fastgengisrafmyntir (e. stablecoins) og síðar um aðrar myntir. Ekki liggur fyrir hvenær slíkar reglur verða settar þar. Bandaríkin eru enn skemur á veg komin. Þar eru alríkis- og ríkisyfirvöld enn að reyna að átta sig á hvernig þau geta haft eftirlit með rafmyntarviðskiptum, að sögn Hesters Peirce frá CFTC, alríkisstofnun sem hefur eftirlit með afleiðuviðskiptum í Bandaríkjunum.
Rafmyntir Evrópusambandið Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira