Birta myndir af Lúkasjenka til að kveða niður orðróm Kjartan Kjartansson skrifar 16. maí 2023 10:23 Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, á mynd sem ríkisfréttastofan Belta birti af honum í dag. AP/skrifstofa forseta Hvíta-Rússlands Nýjar myndir af Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, voru birtar í dag, að því er virðist til þess að kveða niður orðróm um að forsetinn sé alvarlega veikur. Þær eru þó sagðar vekja nýjar spurningar um heilsu forsetans. Vangaveltur um heilsu Lúkasjenka fóru á flug þegar hann sást ekki opinberlega í næstum viku. Þar til í dag sást hann síðast á hátíðarhöldum í Moskvu og Minsk vegna sigurs Sovétríkjanna á Þýskalandi í síðari heimsstyrjöldinni 9. maí. Í Moskvu virtist forsetinn fölur og þrútinn auk þess sem hann var með sárabindi um hægri höndina. Hann gekk ekki með öðrum leiðtogum nokkur hundruð metra leið frá Rauða torginu að gröf óþekkta hermannsins heldur fékk far með rafbíl. Lúkasjenka virtist ekki upplitsdjarfur við hátíðarhöld í Moskvu í síðustu viku.AP/Gavriil Grigorov/Sputnik Hann sleppti hátíðarmorgunverði í Moskvu og flaug heim til Hvíta-Rússlands og tók þátt í hátíðarhöldum þar. Það var í fyrsta skipti í áraraðir sem forsetinn hélt ekki ræðu í tilefni dagsins. Næstu daga eftir það lét hann ekki sjá sig á viðburðum sem hann átti að vera viðstaddur, þar á meðal ríkisstjórnarfund. Hás og veikróma Ríkisfréttastofan Belta birti myndir af Lúkasjenka sem voru sagðar teknar í heimsókn í flugherstöð. Skömmu síðar birtist myndband af forsetanum á Telegram-rás sem tengist forsetahöllinni. Lúkasjenka talaði um rússneskar flugvélar og þyrlur sem voru skotnar niður um helgina í myndbandi sem var birt af honum í dag. Það virðist eiga að staðfesta að myndbandið sé nýtt.AP/skrifstofa forseta Hvíta-Rússlands AP-fréttastofan segir að markmið myndbirtingarinnar hafi augljóslega verið að kveða orðróm um heilsu forsetans í kútinn. Myndirnar hafi þrátt fyrir það vakið enn frekari spurningar. Þannig var sárabindi nú komið á vinstri hönd forsetans. Hann hljómaði einnig hás og veikróma. In an attempt to show he is totally not dead, Belarus' Alexander Lukashenko makes his first public appearance in nearly a week. He is talking about Russian planes and helicopters shot down last weekend, seemingly confirming this is not stock video to be released in his absence pic.twitter.com/N4acLrBrKy— max seddon (@maxseddon) May 15, 2023 Ríkisstjórnin í Minsk hefur ekkert gefið út á fjarveru forsetans opinberlega þrátt fyrir að hann sé annars vanur að halda langar og tilþrifamiklar ræður nær daglega. Konstantin Zatulin, rússneskur þingmaður, sagði þarlendum fjölmiðlum á sunnudag að Lúkasjenka væri einfaldlega veikur og að hann þyrfti aðeins á hvíld að halda. Dmitrík Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, svaraði ekki spurningum fjölmiðlar um heilsu hvítrússneska forsetans og benti á að það væri mikilvægt að hlusta aðeins á opinberar upplýsingar frá stjórnvöldum í Minsk. Hvíta-Rússland Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Sjá meira
Vangaveltur um heilsu Lúkasjenka fóru á flug þegar hann sást ekki opinberlega í næstum viku. Þar til í dag sást hann síðast á hátíðarhöldum í Moskvu og Minsk vegna sigurs Sovétríkjanna á Þýskalandi í síðari heimsstyrjöldinni 9. maí. Í Moskvu virtist forsetinn fölur og þrútinn auk þess sem hann var með sárabindi um hægri höndina. Hann gekk ekki með öðrum leiðtogum nokkur hundruð metra leið frá Rauða torginu að gröf óþekkta hermannsins heldur fékk far með rafbíl. Lúkasjenka virtist ekki upplitsdjarfur við hátíðarhöld í Moskvu í síðustu viku.AP/Gavriil Grigorov/Sputnik Hann sleppti hátíðarmorgunverði í Moskvu og flaug heim til Hvíta-Rússlands og tók þátt í hátíðarhöldum þar. Það var í fyrsta skipti í áraraðir sem forsetinn hélt ekki ræðu í tilefni dagsins. Næstu daga eftir það lét hann ekki sjá sig á viðburðum sem hann átti að vera viðstaddur, þar á meðal ríkisstjórnarfund. Hás og veikróma Ríkisfréttastofan Belta birti myndir af Lúkasjenka sem voru sagðar teknar í heimsókn í flugherstöð. Skömmu síðar birtist myndband af forsetanum á Telegram-rás sem tengist forsetahöllinni. Lúkasjenka talaði um rússneskar flugvélar og þyrlur sem voru skotnar niður um helgina í myndbandi sem var birt af honum í dag. Það virðist eiga að staðfesta að myndbandið sé nýtt.AP/skrifstofa forseta Hvíta-Rússlands AP-fréttastofan segir að markmið myndbirtingarinnar hafi augljóslega verið að kveða orðróm um heilsu forsetans í kútinn. Myndirnar hafi þrátt fyrir það vakið enn frekari spurningar. Þannig var sárabindi nú komið á vinstri hönd forsetans. Hann hljómaði einnig hás og veikróma. In an attempt to show he is totally not dead, Belarus' Alexander Lukashenko makes his first public appearance in nearly a week. He is talking about Russian planes and helicopters shot down last weekend, seemingly confirming this is not stock video to be released in his absence pic.twitter.com/N4acLrBrKy— max seddon (@maxseddon) May 15, 2023 Ríkisstjórnin í Minsk hefur ekkert gefið út á fjarveru forsetans opinberlega þrátt fyrir að hann sé annars vanur að halda langar og tilþrifamiklar ræður nær daglega. Konstantin Zatulin, rússneskur þingmaður, sagði þarlendum fjölmiðlum á sunnudag að Lúkasjenka væri einfaldlega veikur og að hann þyrfti aðeins á hvíld að halda. Dmitrík Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, svaraði ekki spurningum fjölmiðlar um heilsu hvítrússneska forsetans og benti á að það væri mikilvægt að hlusta aðeins á opinberar upplýsingar frá stjórnvöldum í Minsk.
Hvíta-Rússland Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Sjá meira