Birta myndir af Lúkasjenka til að kveða niður orðróm Kjartan Kjartansson skrifar 16. maí 2023 10:23 Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, á mynd sem ríkisfréttastofan Belta birti af honum í dag. AP/skrifstofa forseta Hvíta-Rússlands Nýjar myndir af Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, voru birtar í dag, að því er virðist til þess að kveða niður orðróm um að forsetinn sé alvarlega veikur. Þær eru þó sagðar vekja nýjar spurningar um heilsu forsetans. Vangaveltur um heilsu Lúkasjenka fóru á flug þegar hann sást ekki opinberlega í næstum viku. Þar til í dag sást hann síðast á hátíðarhöldum í Moskvu og Minsk vegna sigurs Sovétríkjanna á Þýskalandi í síðari heimsstyrjöldinni 9. maí. Í Moskvu virtist forsetinn fölur og þrútinn auk þess sem hann var með sárabindi um hægri höndina. Hann gekk ekki með öðrum leiðtogum nokkur hundruð metra leið frá Rauða torginu að gröf óþekkta hermannsins heldur fékk far með rafbíl. Lúkasjenka virtist ekki upplitsdjarfur við hátíðarhöld í Moskvu í síðustu viku.AP/Gavriil Grigorov/Sputnik Hann sleppti hátíðarmorgunverði í Moskvu og flaug heim til Hvíta-Rússlands og tók þátt í hátíðarhöldum þar. Það var í fyrsta skipti í áraraðir sem forsetinn hélt ekki ræðu í tilefni dagsins. Næstu daga eftir það lét hann ekki sjá sig á viðburðum sem hann átti að vera viðstaddur, þar á meðal ríkisstjórnarfund. Hás og veikróma Ríkisfréttastofan Belta birti myndir af Lúkasjenka sem voru sagðar teknar í heimsókn í flugherstöð. Skömmu síðar birtist myndband af forsetanum á Telegram-rás sem tengist forsetahöllinni. Lúkasjenka talaði um rússneskar flugvélar og þyrlur sem voru skotnar niður um helgina í myndbandi sem var birt af honum í dag. Það virðist eiga að staðfesta að myndbandið sé nýtt.AP/skrifstofa forseta Hvíta-Rússlands AP-fréttastofan segir að markmið myndbirtingarinnar hafi augljóslega verið að kveða orðróm um heilsu forsetans í kútinn. Myndirnar hafi þrátt fyrir það vakið enn frekari spurningar. Þannig var sárabindi nú komið á vinstri hönd forsetans. Hann hljómaði einnig hás og veikróma. In an attempt to show he is totally not dead, Belarus' Alexander Lukashenko makes his first public appearance in nearly a week. He is talking about Russian planes and helicopters shot down last weekend, seemingly confirming this is not stock video to be released in his absence pic.twitter.com/N4acLrBrKy— max seddon (@maxseddon) May 15, 2023 Ríkisstjórnin í Minsk hefur ekkert gefið út á fjarveru forsetans opinberlega þrátt fyrir að hann sé annars vanur að halda langar og tilþrifamiklar ræður nær daglega. Konstantin Zatulin, rússneskur þingmaður, sagði þarlendum fjölmiðlum á sunnudag að Lúkasjenka væri einfaldlega veikur og að hann þyrfti aðeins á hvíld að halda. Dmitrík Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, svaraði ekki spurningum fjölmiðlar um heilsu hvítrússneska forsetans og benti á að það væri mikilvægt að hlusta aðeins á opinberar upplýsingar frá stjórnvöldum í Minsk. Hvíta-Rússland Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sjá meira
Vangaveltur um heilsu Lúkasjenka fóru á flug þegar hann sást ekki opinberlega í næstum viku. Þar til í dag sást hann síðast á hátíðarhöldum í Moskvu og Minsk vegna sigurs Sovétríkjanna á Þýskalandi í síðari heimsstyrjöldinni 9. maí. Í Moskvu virtist forsetinn fölur og þrútinn auk þess sem hann var með sárabindi um hægri höndina. Hann gekk ekki með öðrum leiðtogum nokkur hundruð metra leið frá Rauða torginu að gröf óþekkta hermannsins heldur fékk far með rafbíl. Lúkasjenka virtist ekki upplitsdjarfur við hátíðarhöld í Moskvu í síðustu viku.AP/Gavriil Grigorov/Sputnik Hann sleppti hátíðarmorgunverði í Moskvu og flaug heim til Hvíta-Rússlands og tók þátt í hátíðarhöldum þar. Það var í fyrsta skipti í áraraðir sem forsetinn hélt ekki ræðu í tilefni dagsins. Næstu daga eftir það lét hann ekki sjá sig á viðburðum sem hann átti að vera viðstaddur, þar á meðal ríkisstjórnarfund. Hás og veikróma Ríkisfréttastofan Belta birti myndir af Lúkasjenka sem voru sagðar teknar í heimsókn í flugherstöð. Skömmu síðar birtist myndband af forsetanum á Telegram-rás sem tengist forsetahöllinni. Lúkasjenka talaði um rússneskar flugvélar og þyrlur sem voru skotnar niður um helgina í myndbandi sem var birt af honum í dag. Það virðist eiga að staðfesta að myndbandið sé nýtt.AP/skrifstofa forseta Hvíta-Rússlands AP-fréttastofan segir að markmið myndbirtingarinnar hafi augljóslega verið að kveða orðróm um heilsu forsetans í kútinn. Myndirnar hafi þrátt fyrir það vakið enn frekari spurningar. Þannig var sárabindi nú komið á vinstri hönd forsetans. Hann hljómaði einnig hás og veikróma. In an attempt to show he is totally not dead, Belarus' Alexander Lukashenko makes his first public appearance in nearly a week. He is talking about Russian planes and helicopters shot down last weekend, seemingly confirming this is not stock video to be released in his absence pic.twitter.com/N4acLrBrKy— max seddon (@maxseddon) May 15, 2023 Ríkisstjórnin í Minsk hefur ekkert gefið út á fjarveru forsetans opinberlega þrátt fyrir að hann sé annars vanur að halda langar og tilþrifamiklar ræður nær daglega. Konstantin Zatulin, rússneskur þingmaður, sagði þarlendum fjölmiðlum á sunnudag að Lúkasjenka væri einfaldlega veikur og að hann þyrfti aðeins á hvíld að halda. Dmitrík Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, svaraði ekki spurningum fjölmiðlar um heilsu hvítrússneska forsetans og benti á að það væri mikilvægt að hlusta aðeins á opinberar upplýsingar frá stjórnvöldum í Minsk.
Hvíta-Rússland Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sjá meira