Veður

Dá­lítil rigning sunnan- og vestan­lands upp úr há­degi

Atli Ísleifsson skrifar
Búist er við hita á bilinu fimm til tíu stig seinni partinn.
Búist er við hita á bilinu fimm til tíu stig seinni partinn. Vísir/Vilhelm

Yfir austanverðu landinu er nú hæðarhryggur sem fer austur, en skil nálgast úr vestri. Veðurstofan gerir ráð fyrir suðlæg átt í dag, víða fimm til þrettán metrum á sekúndu.

Reikna má með dálítilli rigningu sunnan- og vestanlands upp úr hádegi, en þurrt og bjart á norðaustanverðu landinu.

Það er hlýnandi veður og er búist við hita á bilinu fimm til tíu stig seinni partinn.

„Suðvestan gola eða kaldi á morgun og smáskúrir, en léttskýjað austanlands og þar ætti hitinn að komast yfir 15 gráður þegar best lætur. Snýst í vaxandi suðaustanátt og fer að rigna suðvestantil annað kvöld,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Suðvestan 3-10 m/s og dálitlar skúrir, en þurrt og bjart á Austurlandi. Vaxandi suðaustanátt suðvestantil seint um kvöldið og fer að rigna. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast austanlands.

Á fimmtudag (uppstigningardagur): Sunnan 8-15 og síðan suðvestan 10-18. Rigning eða skúrir, en úrkomulítið um landið norðaustanvert. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast norðaustanlands.

Á föstudag: Sunnan og suðvestan 10-18 og rigning eða súld, en að mestu þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti breytist lítið.

Á laugardag og sunnudag: Suðvestlæg átt og vætusamt á sunnan- og vestanverðu landinu, en bjart með köflum norðaustantil. Heldur svalara.

Á mánudag: Vestlæg átt og dálítil rigning eða skúrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×