Hitti Siggu sex árum eftir að hún sagðist ætla að eignast barn ein og lífið hefur gjörbreyst Stefán Árni Pálsson skrifar 16. maí 2023 10:30 Sigga ákvað fyrir sex árum að eignast börn ein. Nú á hún dreng og stúlku. Fyrir sex árum eða árið 2017 hitti Sindri Sindrason fyrst hana Sigríði Lenu Sigurbjarnardóttir en þá var hún að íhuga eða búin að ákveða að eignast barn ein og sjálf. Hún hafði ekki hitt þann rétta, langaði í fjölskyldu og þetta var því rétta leiðin fyrir hana. Í tæknifrjóvgun skildi hún fara sem og hún gerði. Staða Siggu Lenu er allt önnur í dag en hún var á þessum tíma. Í dag á Sigga ekki aðeins eitt barn heldur tvö, þau Hákon Orra sem fæddur er 2019 og Áshildi Mettu sem kom með sama hætti og sama danska sæðisgjafanum árið 2022. „Ég dag erum við þriggja manna fjölskylda,“ segir Sigga og heldur áfram. „Samfélagið í dag er allt annað en bara fyrir sex árum. Fólk er mun opnara með þetta og byrjað að tala opinskátt um svona mál. Þetta er ekki skrýtið í dag.“ Sigga segir að þessi leið hafi verið sú rétta fyrir hana. Þriggja manna falleg fjölskylda. „Ég var bara með það hugarfar að vera fara í þetta ein og ég þekki ekkert annað. Sem betur fer hafa börnin mín verið ofboðslega dugleg á nóttinni og Hákon Orri hefur alltaf sofið, hún aðeins erfiðari. Það var alveg pínu strembið að vera með þau ein heima.“ Eins og gefur að skilja fær Sigga Lena allt fæðingarorlofið ein, eitthvað sem vanalega skiptist á milli beggja foreldra. Á þeim tíma þegar Hákon Orri kom í heiminn var fæðingarorlofið níu mánuðir en er í dag heilt ár. Sigga fær síðan meðlag frá ríkinu, sömu upphæð og þekkist hjá öðrum. „Ég fékk ofboðslega góð viðbrögð frá mínum nánustu þegar ég ætlaði aftur sömu leið. Ég held að fólkið mitt viti bara hvar ég er og hvernig ég er,“ segir Sigga Lena en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Börn og uppeldi Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Sjá meira
Hún hafði ekki hitt þann rétta, langaði í fjölskyldu og þetta var því rétta leiðin fyrir hana. Í tæknifrjóvgun skildi hún fara sem og hún gerði. Staða Siggu Lenu er allt önnur í dag en hún var á þessum tíma. Í dag á Sigga ekki aðeins eitt barn heldur tvö, þau Hákon Orra sem fæddur er 2019 og Áshildi Mettu sem kom með sama hætti og sama danska sæðisgjafanum árið 2022. „Ég dag erum við þriggja manna fjölskylda,“ segir Sigga og heldur áfram. „Samfélagið í dag er allt annað en bara fyrir sex árum. Fólk er mun opnara með þetta og byrjað að tala opinskátt um svona mál. Þetta er ekki skrýtið í dag.“ Sigga segir að þessi leið hafi verið sú rétta fyrir hana. Þriggja manna falleg fjölskylda. „Ég var bara með það hugarfar að vera fara í þetta ein og ég þekki ekkert annað. Sem betur fer hafa börnin mín verið ofboðslega dugleg á nóttinni og Hákon Orri hefur alltaf sofið, hún aðeins erfiðari. Það var alveg pínu strembið að vera með þau ein heima.“ Eins og gefur að skilja fær Sigga Lena allt fæðingarorlofið ein, eitthvað sem vanalega skiptist á milli beggja foreldra. Á þeim tíma þegar Hákon Orri kom í heiminn var fæðingarorlofið níu mánuðir en er í dag heilt ár. Sigga fær síðan meðlag frá ríkinu, sömu upphæð og þekkist hjá öðrum. „Ég fékk ofboðslega góð viðbrögð frá mínum nánustu þegar ég ætlaði aftur sömu leið. Ég held að fólkið mitt viti bara hvar ég er og hvernig ég er,“ segir Sigga Lena en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Börn og uppeldi Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Sjá meira