Landsvirkjun greiðir 19,5 milljarða í arð Árni Sæberg skrifar 15. maí 2023 21:34 Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. Stöð 2/Egill Hagnaður Landsvirkjunar fyrir óinnleysta fjármagnsliði nam 14,8 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi, en var 10,7 milljarðar á sama tímabili í fyrra og hækkar því um 40,6 prósent milli ára. Aðalfundur félagsins samþykkti að greiða eiganda sínum íslenska ríkinu um 19,5 milljarða króna í arð. Þetta kemur fram í árshlutareikningi fyrir fyrsta ársfjórðung ársins, sem gefinn var út í dag. Þar segir að hagnaður eftir fjármagnsliði hafi verið 12,5 milljarðar króna á tímabilinu en 15,6 milljarðar á sama tíma í fyrra. Rekstrartekjur hafi numið 23,9 milljörðum og hækkað um 19,3 prósent milli ára. Þá hafi nettó skuldir lækkað um 18,6 milljarða króna frá áramótum og hafi í lok mars verið 96,7 milljarðar króna. Loks segir að handbært fé frá rekstri hafi numið 19,6 milljörðum króna, sem sé 42,9 prósent hækkun frá sama tímabili árið áður. Afkoman með miklum ágætum í fréttatilkynningu um árshlutareikninginn er haft eftir Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar, að afkoma fyrsta ársfjórðungs hafi verið með miklum ágætum. „Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði, sem endurspeglar afkomu grunnrekstrar Landsvirkjunar, jókst um ríflega 40 prósent frá sama fjórðungi ársins 2022. Rekstrartekjur jukust um tæplega fimmtung frá fyrra ári, sem skýrist af aukinni raforkusölu, háu raforkuverði til stórnotenda og tekjum vegna innleystra áhættuvarna. Á sama tíma lækkaði rekstrarkostnaður fyrirtækisins um 8 prósent frá fyrra ári. Fjármunamyndunin var einnig mjög sterk á fyrsta ársfjórðungi, en handbært fé frá rekstri hækkaði á fjórðungnum um 43 prósent frá fyrra ári og var tæpir 20 milljarðar,“ er haft eftir honum. Þá hafi rekstur aflstöðva gengið vel á ársfjórðungnum og orkuvinnsla aukist um fimm prósent frá fyrra ári. „Á tímabilinu þurfti þó ítrekað að takmarka afhendingu á skerðanlegri orku til gagnavera og fiskmjölsframleiðenda vegna þess að raforkukerfi Landsvirkjunar er nú rekið nálægt hámarks afkastagetu. Landsvirkjun vinnur nú hörðum höndum að því að afla tilskilinna leyfa til uppbyggingar raforkuvinnslu til að uppfylla þá orkuþörf sem augljóslega er í samfélaginu, bæði almennt og vegna orkuskipta.“ Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Þetta kemur fram í árshlutareikningi fyrir fyrsta ársfjórðung ársins, sem gefinn var út í dag. Þar segir að hagnaður eftir fjármagnsliði hafi verið 12,5 milljarðar króna á tímabilinu en 15,6 milljarðar á sama tíma í fyrra. Rekstrartekjur hafi numið 23,9 milljörðum og hækkað um 19,3 prósent milli ára. Þá hafi nettó skuldir lækkað um 18,6 milljarða króna frá áramótum og hafi í lok mars verið 96,7 milljarðar króna. Loks segir að handbært fé frá rekstri hafi numið 19,6 milljörðum króna, sem sé 42,9 prósent hækkun frá sama tímabili árið áður. Afkoman með miklum ágætum í fréttatilkynningu um árshlutareikninginn er haft eftir Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar, að afkoma fyrsta ársfjórðungs hafi verið með miklum ágætum. „Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði, sem endurspeglar afkomu grunnrekstrar Landsvirkjunar, jókst um ríflega 40 prósent frá sama fjórðungi ársins 2022. Rekstrartekjur jukust um tæplega fimmtung frá fyrra ári, sem skýrist af aukinni raforkusölu, háu raforkuverði til stórnotenda og tekjum vegna innleystra áhættuvarna. Á sama tíma lækkaði rekstrarkostnaður fyrirtækisins um 8 prósent frá fyrra ári. Fjármunamyndunin var einnig mjög sterk á fyrsta ársfjórðungi, en handbært fé frá rekstri hækkaði á fjórðungnum um 43 prósent frá fyrra ári og var tæpir 20 milljarðar,“ er haft eftir honum. Þá hafi rekstur aflstöðva gengið vel á ársfjórðungnum og orkuvinnsla aukist um fimm prósent frá fyrra ári. „Á tímabilinu þurfti þó ítrekað að takmarka afhendingu á skerðanlegri orku til gagnavera og fiskmjölsframleiðenda vegna þess að raforkukerfi Landsvirkjunar er nú rekið nálægt hámarks afkastagetu. Landsvirkjun vinnur nú hörðum höndum að því að afla tilskilinna leyfa til uppbyggingar raforkuvinnslu til að uppfylla þá orkuþörf sem augljóslega er í samfélaginu, bæði almennt og vegna orkuskipta.“
Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira