Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason les fréttir klukkan 18.30.
Kolbeinn Tumi Daðason les fréttir klukkan 18.30. Stöð 2

Í fréttatíma kvöldsins verður fjallað ítarlega um undirbúning leiðtogafundarins, en allt er að verða klárt í Hörpu. Þungvopnaðir lögreglumenn og leyniskyttur hafa komið sér fyrir og öryggisgæslan er af stærðargráðu sem við höfum aldrei séð hér á landi.

Þá ræðum við við skólastjóra Helgafellsskóla vegna verkfalla félagsfólks BSRB sem hófust á miðnætti. Hún er ósátt við að verkfallsundanþágur hafi ekki verið veittar vegna barna með fötlun, sem nú þurfi að sitja heima á meðan bekkjarfélagar þeirra komast í skólann. Við ræðum við formann Þroskahjálpar í beinni.

Bjarki Sigurðsson kynnti sér nýjar ruslatunnur, Sigurður Orri fylgdist með börnum þreyta hjólapróf og Magnús Hlynur kíkti í heimsókn á útfararstofu. Svo er spennan vægast sagt að magnað á Sauðárkróki þar sem heimamenn stefna á að tryggja fyrsta Íslandsmeistaratitil í sögu Tindstóls þegar Valsmenn koma í heimsókn. Við tökum púlsinn í Síkinu þar sem orðið er þröngt á þingi í Sportpakkanum í kvöld.

Þetta og meira til á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30. En þangað til þá, veriði sæl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×