Skólastjóri segir börnum með fötlun mismunað Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 15. maí 2023 19:15 Rósa Ingvarsdóttir, skólastjóri Helgafellsskóla segir það hafa komið á óvart þegar undanþágunum vegna nemenda með fötlun var hafnað. Skólastjóri segir dapurt að verkfallsundanþágur hafi ekki verið veittar vegna barna með fötlun, sem nú þurfi að sitja heima meðan bekkjarfélagar þeirra komist í skólann. Verkföll hjá félagsfólki BSRB sem starfar í leik-og grunnskólum hófust á miðnætti. Félagsfólk BSRB lagði í dag niður störf á leikskólum í Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ og í grunnskólum Kópavogs, Seltjarnarness og Mosfellsbæjar. Verkfallið nær einnig til starfsfólk frístundaheimila. Í Helgafellsskóla í Mosfellsbæ, sem bæði er leik-og grunnskóli var tómlegt um að litast þegar fréttastofu bar að garði rétt eftir hádegi. „Hér er enginn leikskóli í dag, stuðningsfulltrúi og eldhúsið er líka í verkfalli,” segir Rósa Ingvarsdóttir, skólastjóri. Mjög misjafnt er hversu mikið nemendur fá að vera í skólanum. „Yngri nemendur eru bara í tvo tíma, eldri nemendur eru allan daginn. En það er enginn matur, þau þurfa að fara heim í hádeginu. Það eru ekki rútuferðir. Við erum með íþróttir og sund hér í burtu, þau þurfa að labba í íþróttir og sleppa sundi.” Þetta setur skólastarfið svolítið í uppnám. 133 börn eru á leikskólanum, sem öll þurftu að vera heima eða í pössun í dag. Þá segir Rósa að um 50 grunnskólabörn hafi ekki mætt í skólann af mismunandi ástæðum. Hluti þeirra eru fötluð börn sem þurfa stuðning frá starfsfólki sem nú er í verkfalli. „Við sóttum um undanþágur fyrir nemendur sem eru með fötlun og geta ekki verið í skólanum nema með aðstoð. Við fengum höfnun á það, þannig þeir nemendur þurfa því miður að vera heima. Það finnst okkur mjög dapurt,“ segir Rósa og bætir því við að sér finnist um mismun að ræða, þar sem nú sitji þessi börn með fötlun heima á meðan bekkjarfélagar þeirra fá fullan skóladag. „Þarna eru nemendur sem sannarlega geta ekki verið í skólanum nema með hjálp og þeim er ekki gert fært að mæta í skólann eins og öðrum nemendum. Ég var eiginlega viss um að viðfengjum undanþágu, en þetta kom mér á óvart.“ Rætt var við Sonju Ýr Þorbergsdóttur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þar staðfesti hún að þónokkrar undanþágubeiðnir hafi borist, meðal annars frá foreldrum fatlaðra barna sem hafi verið synjað. „Undanþágur eru veittar ef þær varði almannaöryggi og almannaheill. Þessi störf falla raunverulega ekki þar undir. Þetta er til að tryggja nauðsynlegt heilbrigði og annað, þannig það hafa ekki verið veittar margar undanþágur,“ sagði Sonja. BSRB og samband íslenskra sveitafélaga funduðu með sáttasemjara á föstudag sem ákvað að fundi loknum að ekki væri tilefni til að boða til annars fundar. Kjaraviðræður 2022-23 Grunnskólar Skóla - og menntamál Málefni fatlaðs fólks Réttindi barna Mosfellsbær Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Sjá meira
Félagsfólk BSRB lagði í dag niður störf á leikskólum í Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ og í grunnskólum Kópavogs, Seltjarnarness og Mosfellsbæjar. Verkfallið nær einnig til starfsfólk frístundaheimila. Í Helgafellsskóla í Mosfellsbæ, sem bæði er leik-og grunnskóli var tómlegt um að litast þegar fréttastofu bar að garði rétt eftir hádegi. „Hér er enginn leikskóli í dag, stuðningsfulltrúi og eldhúsið er líka í verkfalli,” segir Rósa Ingvarsdóttir, skólastjóri. Mjög misjafnt er hversu mikið nemendur fá að vera í skólanum. „Yngri nemendur eru bara í tvo tíma, eldri nemendur eru allan daginn. En það er enginn matur, þau þurfa að fara heim í hádeginu. Það eru ekki rútuferðir. Við erum með íþróttir og sund hér í burtu, þau þurfa að labba í íþróttir og sleppa sundi.” Þetta setur skólastarfið svolítið í uppnám. 133 börn eru á leikskólanum, sem öll þurftu að vera heima eða í pössun í dag. Þá segir Rósa að um 50 grunnskólabörn hafi ekki mætt í skólann af mismunandi ástæðum. Hluti þeirra eru fötluð börn sem þurfa stuðning frá starfsfólki sem nú er í verkfalli. „Við sóttum um undanþágur fyrir nemendur sem eru með fötlun og geta ekki verið í skólanum nema með aðstoð. Við fengum höfnun á það, þannig þeir nemendur þurfa því miður að vera heima. Það finnst okkur mjög dapurt,“ segir Rósa og bætir því við að sér finnist um mismun að ræða, þar sem nú sitji þessi börn með fötlun heima á meðan bekkjarfélagar þeirra fá fullan skóladag. „Þarna eru nemendur sem sannarlega geta ekki verið í skólanum nema með hjálp og þeim er ekki gert fært að mæta í skólann eins og öðrum nemendum. Ég var eiginlega viss um að viðfengjum undanþágu, en þetta kom mér á óvart.“ Rætt var við Sonju Ýr Þorbergsdóttur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þar staðfesti hún að þónokkrar undanþágubeiðnir hafi borist, meðal annars frá foreldrum fatlaðra barna sem hafi verið synjað. „Undanþágur eru veittar ef þær varði almannaöryggi og almannaheill. Þessi störf falla raunverulega ekki þar undir. Þetta er til að tryggja nauðsynlegt heilbrigði og annað, þannig það hafa ekki verið veittar margar undanþágur,“ sagði Sonja. BSRB og samband íslenskra sveitafélaga funduðu með sáttasemjara á föstudag sem ákvað að fundi loknum að ekki væri tilefni til að boða til annars fundar.
Kjaraviðræður 2022-23 Grunnskólar Skóla - og menntamál Málefni fatlaðs fólks Réttindi barna Mosfellsbær Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Sjá meira