Innlent

Feðgarnir á Blönduósi verða ekki ákærðir

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá vettvangi á Blönduósi í ágúst í fyrra.
Frá vettvangi á Blönduósi í ágúst í fyrra. Vísir/Vilhelm

Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun héraðssaksóknara um að gefa ekki út ákæru vegna dauða karlmanns sem varð konu að bana á Blönduósi í ágúst í fyrra. Þetta staðfestir verjandi í málinu við fréttastofu en RÚV greindi fyrst frá.

Héraðssaksóknari ákvað fyrir tíu vikum að lokinni rannsókn að gefa ekki út ákæru. Talið var að sakborningar í málinu hefðu ekki farið út fyrir takmörk sín til leyfilegrar neyðarvarnar. Málið hefði ekki verið líklegt til sakfellis.

Aðstandendur Brynjars Þórs Guðmundssonar, sem varð Evu Hrund Pétursdóttur að bana, kærðu þá niðurstöðu til ríkissaksóknara. Þau sögðu ástæðuna ekki að koma höggi á neinn heldur til að velta við hverjum steini til að varpa ljósi á málið.

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi sonar Evu Hrundar sem var með stöðu sakbornings í málinu ásamt föður sínum, segir í samtali við fréttastofu að ákvörðun ríkissaksóknara sé hárrétt, eins og ákvörðun héraðssaksóknara. Málinu sé nú endanlega lokið.


Tengdar fréttir

Til­gangur kærunnar í Blöndu­ós­málinu ekki að koma höggi á aðra að­stand­endur

Fjölskylda Brynjars Þórs Guðmundssonar, mannsins sem varð Evu Hrund Pétursdóttur að bana á Blönduósi í ágúst á síðasta ári, hefur gefið frá sér yfirlýsingu vegna ákvörðunar sinnar um að kæra niðurfellingu héraðssaksóknara á máli hans. Brynjar Þór lést eftir árásina. Fjölskyldan vill að allt verði gert til að varpa ljósi á málið og segir ætlunina ekki vera að koma höggi á aðra sem eigi um sárt að binda vegna málsins.

Blönduósmálið fellt niður á grundvelli neyðarvarnar

Héraðssaksóknari hefur ákveðið að gefa ekki út ákæru í rannsókn á manndrápi á Blönduósi í ágúst í fyrra. Talið var að sakborningar í málinu hefðu ekki farið út fyrir takmörk sín til leyfilegrar neyðarvarnar. Málið hefði ekki verið líklegt til sakfellis. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×