„Veit ekki hversu mikið fólk vinnur í dag“ Aron Guðmundsson og Valur Páll Eiríksson skrifa 15. maí 2023 13:31 Stemningin á Sauðárkróki fyrir stórleik kvöldsins er mikil. Stuðningsmenn Tindastóls hafa farið á kostum. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Stemningin á Sauðárkróki fyrir stórleik Tindastóls og Vals í úrslitum Subway deildar karla í körfubolta í kvöld er við suðupunkt og vonast heimamenn eftir sögulegum úrslitum. Skagfirðingar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli í kvöld í fyrsta skipti í sögunni með sigri á ríkjandi Íslandsmeisturum Vals í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildarinnar. Dæmi er um að atvinnurekendur á Sauðárkróki og nærsveitum séu búnir að skipuleggja daginn þannig að starfsmönnum verði leyft að fara fyrr heim úr vinnu til þess að geta undirbúið sig fyrir veislu kvöldsins. Sigríður Inga Viggósdóttir, skemmtanastjóri Tindastóls, segir að vissulega sé um að ræða langan vinnudag fyrir marga á Sauðárkróki og óvíst hvort vinnuframlagið sé eins og á hefðbundnum mánudegi. „Það má segja það. Ég veit ekki hversu mikið fólk vinnur í dag, það allavegana þykist vinna og bíður spennt eftir kvöldinu,“ segir Sigríður í samtali við Val Pál Eiríksson, íþróttafréttamann Stöðvar 2. Hún segir stemninguna á Sauðárkróki vera gríðarlega góða fyrir stórleik kvöldsins. „Það er þvílíkur samhugur hjá fólki og allir rosalega spenntir. Þá er einnig gaman að finna það í nærsveitum Sauðárkróks hversu mikill stuðningurinn við Tindastól er.“ Hefðu geta selt tíu sinnum inn í húsið Þó svo að stemningin sé áþreifanleg í bæjarfélaginu séu heimamenn þó líka að reyna dempa sig niður. „Andstæðingurinn er gríðarlega sterkt lið Vals, þeir eru ríkjandi Íslandsmeistarar og ekkert auðveldur leikur fram undan.“ Ljóst er að eftirspurnin eftir miðum á leik kvöldsins hafi verið mun meiri en framboðið, mun færri fengu miða en vildu eins og sjá má af fjölmörgum auglýsingum eftir miðum á samfélagsmiðlum, og jafnvel ársmiðahafar fóru erindisleysu. „Þetta er bara eins og í lífinu sjálfu. Maður getur ekki fengið allt sem maður vill, því miður. Við erum ekki með það stórt hús að við hefðum geta tekið á móti öllum sem vildu koma, við hefðum örugglega geta selt tíu sinnum inn í húsið ef það hefði staðið til boða en því miður geta ekki allir fengið miða á leikinn í kvöld.“ Sigríður er hins vegar bjartsýn á að tekist hafi að tryggja öllu dyggasta stuðningsfólki Tindastóls miða. „Ég vona að það sé ekki mikið ósætti eftir miðasöluna en auðvitað eru alltaf einhverjir ósáttir.“ Snjókoman viti á gott Það verður mikið um dýrðir á Sauðárkróki í dag fyrir leik til að byggja upp stemninguna. „Það er fallegur dagur hér í Skagafirði, eins og alltaf. Það er örlítil snjókoma í dag eins og er en það boðar bara gott. Kaldur og góður dagur en fallegur. Partíið okkar byrjar klukkan fjögur í dag. Við höfum haldið partí fyrir alla leiki Tindastóls síðan 7.apríl og ætlum ekki að hætta því núna.“ Á dagskrá séu skemmtileg tónlistaratriði. „Svo verða grillaðir hamborgarar og almenn gleði við völd. íþróttahúsið opnar síðan klukkan hálf sex og við hvetjum öll til þess að klæða sig vel, mæta snemma á svæðið, hafa gaman, sýna sig og sjá aðra.“ Ekki hugsað út í sigurpartý Ekki sé búið að skipuleggja partí fari svo að Tindastóll sigri leik kvöldsins og tryggi sér Íslandsmeistaratitilinn. „Við byrjum á því að vinna þennan leik og hugsum svo um framhaldið. Við erum ekki alveg komin þangað.“ Nú þurfi að halda spennustiginu niðri. „Það er gríðarlega erfiður leikur fram undan og ekkert gefið í þessu. Við höfum ekki hugsað þetta svona langt. Leikur Tindastóls og Vals hefst klukkan 19.15 í kvöld. Bein útsending hefst á Stöð 2 Sport klukkan 18.30. Subway-deild karla Tindastóll Tengdar fréttir Holtavörðuheiði lokað | Dómararnir fastir á heiðinni Það er ekki hlaupið að því að komast á stórleik Tindastóls og Vals í kvöld. Það er skítaveður, hálka og nú er búið að loka Holtavörðuheiðinni. 15. maí 2023 12:54 Myndir: Stemningin á Hlíðarenda þegar Tindastóll komst skrefi nær titlinum Íslandsmeistarar Vals tóku á móti Tindastóli í þriðju viðureign liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla í gærkvöldi þar sem Stólarnir unnu sterkan ellefu stiga sigur, 79-90. 13. maí 2023 12:04 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Skagfirðingar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli í kvöld í fyrsta skipti í sögunni með sigri á ríkjandi Íslandsmeisturum Vals í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildarinnar. Dæmi er um að atvinnurekendur á Sauðárkróki og nærsveitum séu búnir að skipuleggja daginn þannig að starfsmönnum verði leyft að fara fyrr heim úr vinnu til þess að geta undirbúið sig fyrir veislu kvöldsins. Sigríður Inga Viggósdóttir, skemmtanastjóri Tindastóls, segir að vissulega sé um að ræða langan vinnudag fyrir marga á Sauðárkróki og óvíst hvort vinnuframlagið sé eins og á hefðbundnum mánudegi. „Það má segja það. Ég veit ekki hversu mikið fólk vinnur í dag, það allavegana þykist vinna og bíður spennt eftir kvöldinu,“ segir Sigríður í samtali við Val Pál Eiríksson, íþróttafréttamann Stöðvar 2. Hún segir stemninguna á Sauðárkróki vera gríðarlega góða fyrir stórleik kvöldsins. „Það er þvílíkur samhugur hjá fólki og allir rosalega spenntir. Þá er einnig gaman að finna það í nærsveitum Sauðárkróks hversu mikill stuðningurinn við Tindastól er.“ Hefðu geta selt tíu sinnum inn í húsið Þó svo að stemningin sé áþreifanleg í bæjarfélaginu séu heimamenn þó líka að reyna dempa sig niður. „Andstæðingurinn er gríðarlega sterkt lið Vals, þeir eru ríkjandi Íslandsmeistarar og ekkert auðveldur leikur fram undan.“ Ljóst er að eftirspurnin eftir miðum á leik kvöldsins hafi verið mun meiri en framboðið, mun færri fengu miða en vildu eins og sjá má af fjölmörgum auglýsingum eftir miðum á samfélagsmiðlum, og jafnvel ársmiðahafar fóru erindisleysu. „Þetta er bara eins og í lífinu sjálfu. Maður getur ekki fengið allt sem maður vill, því miður. Við erum ekki með það stórt hús að við hefðum geta tekið á móti öllum sem vildu koma, við hefðum örugglega geta selt tíu sinnum inn í húsið ef það hefði staðið til boða en því miður geta ekki allir fengið miða á leikinn í kvöld.“ Sigríður er hins vegar bjartsýn á að tekist hafi að tryggja öllu dyggasta stuðningsfólki Tindastóls miða. „Ég vona að það sé ekki mikið ósætti eftir miðasöluna en auðvitað eru alltaf einhverjir ósáttir.“ Snjókoman viti á gott Það verður mikið um dýrðir á Sauðárkróki í dag fyrir leik til að byggja upp stemninguna. „Það er fallegur dagur hér í Skagafirði, eins og alltaf. Það er örlítil snjókoma í dag eins og er en það boðar bara gott. Kaldur og góður dagur en fallegur. Partíið okkar byrjar klukkan fjögur í dag. Við höfum haldið partí fyrir alla leiki Tindastóls síðan 7.apríl og ætlum ekki að hætta því núna.“ Á dagskrá séu skemmtileg tónlistaratriði. „Svo verða grillaðir hamborgarar og almenn gleði við völd. íþróttahúsið opnar síðan klukkan hálf sex og við hvetjum öll til þess að klæða sig vel, mæta snemma á svæðið, hafa gaman, sýna sig og sjá aðra.“ Ekki hugsað út í sigurpartý Ekki sé búið að skipuleggja partí fari svo að Tindastóll sigri leik kvöldsins og tryggi sér Íslandsmeistaratitilinn. „Við byrjum á því að vinna þennan leik og hugsum svo um framhaldið. Við erum ekki alveg komin þangað.“ Nú þurfi að halda spennustiginu niðri. „Það er gríðarlega erfiður leikur fram undan og ekkert gefið í þessu. Við höfum ekki hugsað þetta svona langt. Leikur Tindastóls og Vals hefst klukkan 19.15 í kvöld. Bein útsending hefst á Stöð 2 Sport klukkan 18.30.
Subway-deild karla Tindastóll Tengdar fréttir Holtavörðuheiði lokað | Dómararnir fastir á heiðinni Það er ekki hlaupið að því að komast á stórleik Tindastóls og Vals í kvöld. Það er skítaveður, hálka og nú er búið að loka Holtavörðuheiðinni. 15. maí 2023 12:54 Myndir: Stemningin á Hlíðarenda þegar Tindastóll komst skrefi nær titlinum Íslandsmeistarar Vals tóku á móti Tindastóli í þriðju viðureign liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla í gærkvöldi þar sem Stólarnir unnu sterkan ellefu stiga sigur, 79-90. 13. maí 2023 12:04 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Holtavörðuheiði lokað | Dómararnir fastir á heiðinni Það er ekki hlaupið að því að komast á stórleik Tindastóls og Vals í kvöld. Það er skítaveður, hálka og nú er búið að loka Holtavörðuheiðinni. 15. maí 2023 12:54
Myndir: Stemningin á Hlíðarenda þegar Tindastóll komst skrefi nær titlinum Íslandsmeistarar Vals tóku á móti Tindastóli í þriðju viðureign liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla í gærkvöldi þar sem Stólarnir unnu sterkan ellefu stiga sigur, 79-90. 13. maí 2023 12:04