Spá því að hagvöxtur gæti orðið sögulega mikill næstu ár Atli Ísleifsson skrifar 15. maí 2023 11:25 Erna Björg Sverrisdóttir er aðalhagfræðingur Arion banka. Vísir/Vilhelm Ný greiningardeild Arion banka segir að horfur séu á meiri hagvexti í ár en áður var talið og að áfram muni „blása byrlega í segl þjóðarskútunnar“. Þetta kemur fram í nýrri hagspá hinnar nýju deildar sem Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur bankans, veitir forstöðu. Í greiningunni kemur fram að mikil fólksfjölgun, hraðari uppsveifla ferðaþjónustunnar en gert hafi verið ráð fyrir í síðustu spá og öflug fjárfesting, sem studd sé af lágum raunvöxtum síðustu misseri, komi til með að leiða til 5,1 prósenta hagvaxtar í ár. „Með öðrum orðum, fjölgun íbúa og ferðamanna drífur áfram hagvöxt. Á næsta ári er hins vegar útlit fyrir að verulega hægi á með 1,6% hagvexti, m.a. vegna vaxtahækkana, en að hagkerfið leiti í langtímahagvöxt árið 2025. Stærsta vandamálið sem efnahagslífið glímir við um þessar mundir er tæp 10% verðbólga sem hefur ítrekað reynst þrálátari en áður var talið. Við gerum engu að síður ráð fyrir að verðbólgan hjaðni næstu misseri en það mun kosta frekari vaxtahækkanir,“ segir í spá bankans. Ófyrirséðir atburðir geti sett strik í reikninginn Ennfremur kemur fram að líkur séu á að hagvöxtur geti verið sögulega mikill næstu ár, en að ýmsir þættir geti þróast til verri vegar. „Hagkerfið er almennt í góðu ásigkomulagi og við erum bjartsýn á framtíðarhorfur efnahagslífsins. Þar skipta metnaðarfull áform í fiskeldi, orkuskiptum, ýmsum tæknigreinum, lyfjaiðnaði og fleiri atvinnugreinum miklu máli. Spáin er þó varfærin hvað þessi áform varðar en gangi þau eftir eru líkur á að hagvöxtur geti verið sögulega mikill næstu ár. Á hinn bóginn getur ýmislegt þróast til verri vegar. Horfur eru á hægagangi, og jafnvel niðursveiflu, í okkar viðskiptalöndum sem getur smitast hingað og vaxtahækkanir um heim allan, þ.m.t. á Íslandi, gætu bitnað meira á raunhagkerfinu en við gerum ráð fyrir. Þá er ótalin reynsla okkar af heimsfaraldri og stríðsátökum síðustu ára: Ýmsir ófyrirséðir atburðir geta hæglega sett strik í reikninginn,“ segir í hagspá greiningardeildar bankans. Efnahagsmál Arion banki Mest lesið Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri hagspá hinnar nýju deildar sem Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur bankans, veitir forstöðu. Í greiningunni kemur fram að mikil fólksfjölgun, hraðari uppsveifla ferðaþjónustunnar en gert hafi verið ráð fyrir í síðustu spá og öflug fjárfesting, sem studd sé af lágum raunvöxtum síðustu misseri, komi til með að leiða til 5,1 prósenta hagvaxtar í ár. „Með öðrum orðum, fjölgun íbúa og ferðamanna drífur áfram hagvöxt. Á næsta ári er hins vegar útlit fyrir að verulega hægi á með 1,6% hagvexti, m.a. vegna vaxtahækkana, en að hagkerfið leiti í langtímahagvöxt árið 2025. Stærsta vandamálið sem efnahagslífið glímir við um þessar mundir er tæp 10% verðbólga sem hefur ítrekað reynst þrálátari en áður var talið. Við gerum engu að síður ráð fyrir að verðbólgan hjaðni næstu misseri en það mun kosta frekari vaxtahækkanir,“ segir í spá bankans. Ófyrirséðir atburðir geti sett strik í reikninginn Ennfremur kemur fram að líkur séu á að hagvöxtur geti verið sögulega mikill næstu ár, en að ýmsir þættir geti þróast til verri vegar. „Hagkerfið er almennt í góðu ásigkomulagi og við erum bjartsýn á framtíðarhorfur efnahagslífsins. Þar skipta metnaðarfull áform í fiskeldi, orkuskiptum, ýmsum tæknigreinum, lyfjaiðnaði og fleiri atvinnugreinum miklu máli. Spáin er þó varfærin hvað þessi áform varðar en gangi þau eftir eru líkur á að hagvöxtur geti verið sögulega mikill næstu ár. Á hinn bóginn getur ýmislegt þróast til verri vegar. Horfur eru á hægagangi, og jafnvel niðursveiflu, í okkar viðskiptalöndum sem getur smitast hingað og vaxtahækkanir um heim allan, þ.m.t. á Íslandi, gætu bitnað meira á raunhagkerfinu en við gerum ráð fyrir. Þá er ótalin reynsla okkar af heimsfaraldri og stríðsátökum síðustu ára: Ýmsir ófyrirséðir atburðir geta hæglega sett strik í reikninginn,“ segir í hagspá greiningardeildar bankans.
Efnahagsmál Arion banki Mest lesið Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira