Kryddhúsið minnkar kolefnisspor með nýjum umbúðum Kryddhúsið 15. maí 2023 09:16 „Við fengum KIWI auglýsingastofu til að hanna með okkur umbúðirnar en við lögðum áherslu á notagildi ásamt smekklegu útliti,“ segir Ólöf. Nýju pappaöskjurnar eru framleiddar á Íslandi af Prentmet, umhverfisvænni og svansvottaðri prentstofu sem knúin er hreinni orku. Kryddhúsið hefur sagt skilið við plaststauka og ál í öllum umbúðum kryddlínunnar. Ýmsar spennandi nýjungar eru einnig væntanlegar frá Kryddhúsinu. Ólöf Einarsdóttir, annar eigenda og framkvæmdastjóri segir stefnu Kryddhússins að starfa í sátt við umhverfið. „Umbúðamál hafa alltaf verið okkur hugleikin og við viljum starfa í eins mikilli sátt við umhverfið og okkur er kostur. Þegar við byrjuðum árið 2015 vildum við hafa kryddið í léttum umbúðum enda kolefnissporið stórt þegar flytja skal umbúðir yfir hafið. Niðurstaðan varð plaststaukar úr PET með álloki. Nú höfum við tekið skrefið alla leið og pökkum kryddinu í umbúðir úr pappa og filmu. Filman er nauðsynleg þar sem annars myndu náttúrulegar olíur í kryddinu smitast út í pappann en ég tel umbúðirnar vera eins umhverfisvænar og hugsast getur undir krydd,“ segir Ólöf. Pappaöskjurnar eru framleiddar á Íslandi af Prentmet, umhverfisvænni og svansvottaðri prentstofu sem knúin er hreinni orku. Pappinn er umhverfisvottaður og kemur frá nytjaskógum á Norðurlöndunum. Litirnir sem notaðir eru í prentunina á pappaöskjunum eru unnir úr jurtaolíum og því vistvænni en ella. Hannað út frá notagildi „Við fengum KIWI auglýsingastofu til að hanna með okkur umbúðirnar en við lögðum áherslu á notagildi ásamt smekklegu útliti,“ segir Ólöf. „Það var skilyrði að umbúðirnar kæmust í þessa týpísku kryddskúffu sem prýða mörg heimili og að þær væru auðlesanlegar. Það er líka þægilegt að stafla þeim upp og hafa upp á hillu eða á borði. Við kusum að hafa letrið utan á umbúðunum stórt þannig að auðvelt væri að finna kryddið og að heitið á kryddinu væri einnig á lokinu þannig að þegar fólk er að elda er þægilegt að grípa í rétta kryddið hvort sem kryddið er í skúffu eða upp á hillu. Eins eru umbúðirnar einfaldar í notkun, bara klippa á filmuna og strá kryddinu á hráefnið eða í réttinn. Eftir notkun er auðvelt að rúlla filmunni upp til að loftþétta kryddið svo það haldist ferskt og ljúffengt og setja það aftur í pappaöskjuna.“ Umbúðirnar passa vel í kryddskúffuna Sami litakóði er á umbúðunum eins og áður sem einfaldar enn frekar valið á kryddi hverju sinni: Rauðar umbúðir = krydd fyrir kjöt Gular umbúðir = heil og möluð krydd Bláar umbúðir = krydd fyrir fisk og sjávarfang Grænar umbúðir = allt annað sem fellur ekki í hina flokkana hér að ofan eins og grænmeti, ídýfur ofl. Umbúðirnar eru einfaldar í flokkun og það fer litið fyrir þeim. Pappaaskjan fer í pappatunnuna sem er fyrir utan flest ef ekki öll heimili og filman flokkast með plasti. „Við flokkum sjálf allt sorp sem fer frá fyrirtækinu okkar og höfum alltaf gert og mig langar til að hvetja alla til að flokka og vera meira meðvituð um umbúðir og umhverfið. Þannig byggjum við betri heim og framtíð fyrir börnin okkar á þessari jörðu,“ segir Ólöf. Kryddhúsið bíður upp á frábært úrval af kryddi „Öll vörulínan okkar er Vegan, náttúruleg og ómeðhöndluð, án allra aukaefna, án MSG, án glúteins, án silikon díoxíðs (efni sem kemur í veg fyrir að kryddið hlaupi í kekki) og yfirleitt án salts en í þeim fáu kryddblöndum sem við notum salt í er það einungis sjávarsalt. Svo erum við stöðugt í þróunarstarfi að skoða krydd og blanda nýjar kryddblöndur,“ segir Ólöf. Spennandi nýjungar „Við erum byrjuð að framleiða blautmarineringar. Okkar marineringar gefa tært og dásamlegt bragð þar sem hugmyndin er að að færa okkur nær upprunanum og leyfa hráefninu að njóta sín heldur en að drekkja því í óþverra sem oft á tíðum er ekki góður fyrir heilsuna,“ útskýrir Ólöf. „ Við notum einungis sjávarsalt í marineringarnar og við höfum verið í þróunarstarfi síðustu þrjú árin með frábæru fólki hjá m.a. ORA en þau framleiða marineringarnar fyrir okkur. Það var hausverkur að finna flotta áferð og gott bragð án þess að nota algeng aukaefni en það tókst. Þessar marineringar eru í boði fyrir stórframleiðendur, iðnaðareldhús og matsölustaði eins og er en fara hugsanlega á smásölumarkað í framtíðinni. Kryddin í gjafaumbúðum eru flott gjöf til að grípa með í matarboðið. Hægt er að fá krydd hjá okkur í smekklegri pappaöskju en það er sniðug og nytsöm gjöf fyrir þá sem eiga allt og tilvalið að taka svoleiðis með í matarboðið eða innfluttningspartýið. Svoleiðis gjöf fæst í vefversluninni á kryddhus.is,“ segir Ólöf. Kryddhús kryddið fæst í verslunum Hagkaupa, Krónunnar, Nettó og Samkaupa, í Fjarðarkaup og á vefverslun okkar á kryddhus.is. Matur Umhverfismál Neytendur Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira
„Umbúðamál hafa alltaf verið okkur hugleikin og við viljum starfa í eins mikilli sátt við umhverfið og okkur er kostur. Þegar við byrjuðum árið 2015 vildum við hafa kryddið í léttum umbúðum enda kolefnissporið stórt þegar flytja skal umbúðir yfir hafið. Niðurstaðan varð plaststaukar úr PET með álloki. Nú höfum við tekið skrefið alla leið og pökkum kryddinu í umbúðir úr pappa og filmu. Filman er nauðsynleg þar sem annars myndu náttúrulegar olíur í kryddinu smitast út í pappann en ég tel umbúðirnar vera eins umhverfisvænar og hugsast getur undir krydd,“ segir Ólöf. Pappaöskjurnar eru framleiddar á Íslandi af Prentmet, umhverfisvænni og svansvottaðri prentstofu sem knúin er hreinni orku. Pappinn er umhverfisvottaður og kemur frá nytjaskógum á Norðurlöndunum. Litirnir sem notaðir eru í prentunina á pappaöskjunum eru unnir úr jurtaolíum og því vistvænni en ella. Hannað út frá notagildi „Við fengum KIWI auglýsingastofu til að hanna með okkur umbúðirnar en við lögðum áherslu á notagildi ásamt smekklegu útliti,“ segir Ólöf. „Það var skilyrði að umbúðirnar kæmust í þessa týpísku kryddskúffu sem prýða mörg heimili og að þær væru auðlesanlegar. Það er líka þægilegt að stafla þeim upp og hafa upp á hillu eða á borði. Við kusum að hafa letrið utan á umbúðunum stórt þannig að auðvelt væri að finna kryddið og að heitið á kryddinu væri einnig á lokinu þannig að þegar fólk er að elda er þægilegt að grípa í rétta kryddið hvort sem kryddið er í skúffu eða upp á hillu. Eins eru umbúðirnar einfaldar í notkun, bara klippa á filmuna og strá kryddinu á hráefnið eða í réttinn. Eftir notkun er auðvelt að rúlla filmunni upp til að loftþétta kryddið svo það haldist ferskt og ljúffengt og setja það aftur í pappaöskjuna.“ Umbúðirnar passa vel í kryddskúffuna Sami litakóði er á umbúðunum eins og áður sem einfaldar enn frekar valið á kryddi hverju sinni: Rauðar umbúðir = krydd fyrir kjöt Gular umbúðir = heil og möluð krydd Bláar umbúðir = krydd fyrir fisk og sjávarfang Grænar umbúðir = allt annað sem fellur ekki í hina flokkana hér að ofan eins og grænmeti, ídýfur ofl. Umbúðirnar eru einfaldar í flokkun og það fer litið fyrir þeim. Pappaaskjan fer í pappatunnuna sem er fyrir utan flest ef ekki öll heimili og filman flokkast með plasti. „Við flokkum sjálf allt sorp sem fer frá fyrirtækinu okkar og höfum alltaf gert og mig langar til að hvetja alla til að flokka og vera meira meðvituð um umbúðir og umhverfið. Þannig byggjum við betri heim og framtíð fyrir börnin okkar á þessari jörðu,“ segir Ólöf. Kryddhúsið bíður upp á frábært úrval af kryddi „Öll vörulínan okkar er Vegan, náttúruleg og ómeðhöndluð, án allra aukaefna, án MSG, án glúteins, án silikon díoxíðs (efni sem kemur í veg fyrir að kryddið hlaupi í kekki) og yfirleitt án salts en í þeim fáu kryddblöndum sem við notum salt í er það einungis sjávarsalt. Svo erum við stöðugt í þróunarstarfi að skoða krydd og blanda nýjar kryddblöndur,“ segir Ólöf. Spennandi nýjungar „Við erum byrjuð að framleiða blautmarineringar. Okkar marineringar gefa tært og dásamlegt bragð þar sem hugmyndin er að að færa okkur nær upprunanum og leyfa hráefninu að njóta sín heldur en að drekkja því í óþverra sem oft á tíðum er ekki góður fyrir heilsuna,“ útskýrir Ólöf. „ Við notum einungis sjávarsalt í marineringarnar og við höfum verið í þróunarstarfi síðustu þrjú árin með frábæru fólki hjá m.a. ORA en þau framleiða marineringarnar fyrir okkur. Það var hausverkur að finna flotta áferð og gott bragð án þess að nota algeng aukaefni en það tókst. Þessar marineringar eru í boði fyrir stórframleiðendur, iðnaðareldhús og matsölustaði eins og er en fara hugsanlega á smásölumarkað í framtíðinni. Kryddin í gjafaumbúðum eru flott gjöf til að grípa með í matarboðið. Hægt er að fá krydd hjá okkur í smekklegri pappaöskju en það er sniðug og nytsöm gjöf fyrir þá sem eiga allt og tilvalið að taka svoleiðis með í matarboðið eða innfluttningspartýið. Svoleiðis gjöf fæst í vefversluninni á kryddhus.is,“ segir Ólöf. Kryddhús kryddið fæst í verslunum Hagkaupa, Krónunnar, Nettó og Samkaupa, í Fjarðarkaup og á vefverslun okkar á kryddhus.is.
Kryddhús kryddið fæst í verslunum Hagkaupa, Krónunnar, Nettó og Samkaupa, í Fjarðarkaup og á vefverslun okkar á kryddhus.is.
Matur Umhverfismál Neytendur Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira