Hodgson um tapið gegn Íslandi: „Auðvelt að falla í þá gryfju að sumir hlutir gangi einfaldlega ekki upp“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. maí 2023 07:01 Ísland vann England í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu sumarið 2016. EPA/TOLGA BOZOGLU Sparkspekingurinn og landsliðsmaðurinn fyrrverandi Gary Neville ræddi við Roy Hodgson, þjálfara Crystal Palace, í nýjasta þætti af The Overlap. Ræddu þeir frækinn 2-1 sigur Íslands á Englandi á EM 2016. Það var síðasti leikur Roy með enska landsliðið. Neville heldur úti þættinum The Overlap sem birtist bæði í hlaðvarpsformi sem og á Youtube. Nýjasti viðmælandi hans var Hodgson en þeir félagar voru saman í þjálfarateymi Englands á EM 2016 í Frakklandi. Báðir sögðu af sér eftir tapið gegn Íslandi. 47 Years in the game 21 Different clubs 4 International jobsThe interview with Crystal Palace manager Roy Hodgson is live on our YouTube channel now! pic.twitter.com/clNHE55qx9— The Overlap (@WeAreTheOverlap) May 12, 2023 Neville viðurkenndi að hann hugsaði reglulega um tapið og raunar meira um þennan leik heldur en alla aðra á ferlinum. „Við vorum báðir á vellinum þetta kvöld, hvað gerðist? Ég hef talað við suma leikmennina frá þessu kvöldi og þeir geta ekki útskýrt hvað gerðist. Við komumst yfir og byrjuðum vel. Þú hlýtur að hugsa um þennan leik?“ Roy hugsaði sig vel um áður en hann svaraði. Hann sagði leikmenn einfaldlega hafa misst trú á verkefninu eftir að liðið lenti undir. „Ég hugsa að það sé of auðvelt að falla í þá gryfju að sumir hlutir gangi einfaldlega ekki að upp, það er alltaf hættulegt. Væri til í að trúa því að við – og ég – hefðum getað gert eitthvað til að koma í veg fyrir tapið. Í hreinskilni veit ég ekki hvað það hefði getað verið. Vorum ekki með bekkinn til að snúa leiknum okkur í hag.“ Leikmennirnir sem komu inn af bekknum voru Jamie Vardy, Jack Wilshere og Marcus Rashford. Þeir sem sátu hvað fastast á bekknum voru Tom Heaton, Fraser Forster, Ryan Bertrand, Ross Barkley, John Stones, Jordan Henderson, Nathaniel Clyne, Adam Lallana og James Milner. „Ísland var erfitt lið að spila gegn. Þetta er smá eins og þegar þú ert með úrvalsdeildarlið og mætir liðum í League 1 (C-deild) eða League 2 (D-deild) í FA-bikarnum. Maður heldur að sínir leikmenn séu miklu betri en þeirra leikmenn og að maður muni vinna leikinn. Svo mæta liðin út á völl, leikmenn ná engum ryðma og geta ekki sýnt að þeir séu betri. Þessi leikur er dæmi um það.“ I don t think I ve ever thought as much about a game since Iceland Roy Hodgson & @GNev2 reflect on what happened to England on that disappointing night at Euro 2016. Watch the full interview here https://t.co/PY3rORrk7U pic.twitter.com/sBON6bI7Ku— The Overlap (@WeAreTheOverlap) May 14, 2023 „Ég hef lært að sleppa takinu á hlutum. Það er enginn tilgangur að leyfa einum mistökum – á ferli sem inniheldur ekki mikið af mistökum – að skemma allt sem heldur að þú getir gert og trúir á. Eina leiðin til að koma í veg fyrir slíkt er að sleppa takinu,“ sagði Roy að endingu en hann hefur þjálfað frá árinu 1976. Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Sjá meira
Neville heldur úti þættinum The Overlap sem birtist bæði í hlaðvarpsformi sem og á Youtube. Nýjasti viðmælandi hans var Hodgson en þeir félagar voru saman í þjálfarateymi Englands á EM 2016 í Frakklandi. Báðir sögðu af sér eftir tapið gegn Íslandi. 47 Years in the game 21 Different clubs 4 International jobsThe interview with Crystal Palace manager Roy Hodgson is live on our YouTube channel now! pic.twitter.com/clNHE55qx9— The Overlap (@WeAreTheOverlap) May 12, 2023 Neville viðurkenndi að hann hugsaði reglulega um tapið og raunar meira um þennan leik heldur en alla aðra á ferlinum. „Við vorum báðir á vellinum þetta kvöld, hvað gerðist? Ég hef talað við suma leikmennina frá þessu kvöldi og þeir geta ekki útskýrt hvað gerðist. Við komumst yfir og byrjuðum vel. Þú hlýtur að hugsa um þennan leik?“ Roy hugsaði sig vel um áður en hann svaraði. Hann sagði leikmenn einfaldlega hafa misst trú á verkefninu eftir að liðið lenti undir. „Ég hugsa að það sé of auðvelt að falla í þá gryfju að sumir hlutir gangi einfaldlega ekki að upp, það er alltaf hættulegt. Væri til í að trúa því að við – og ég – hefðum getað gert eitthvað til að koma í veg fyrir tapið. Í hreinskilni veit ég ekki hvað það hefði getað verið. Vorum ekki með bekkinn til að snúa leiknum okkur í hag.“ Leikmennirnir sem komu inn af bekknum voru Jamie Vardy, Jack Wilshere og Marcus Rashford. Þeir sem sátu hvað fastast á bekknum voru Tom Heaton, Fraser Forster, Ryan Bertrand, Ross Barkley, John Stones, Jordan Henderson, Nathaniel Clyne, Adam Lallana og James Milner. „Ísland var erfitt lið að spila gegn. Þetta er smá eins og þegar þú ert með úrvalsdeildarlið og mætir liðum í League 1 (C-deild) eða League 2 (D-deild) í FA-bikarnum. Maður heldur að sínir leikmenn séu miklu betri en þeirra leikmenn og að maður muni vinna leikinn. Svo mæta liðin út á völl, leikmenn ná engum ryðma og geta ekki sýnt að þeir séu betri. Þessi leikur er dæmi um það.“ I don t think I ve ever thought as much about a game since Iceland Roy Hodgson & @GNev2 reflect on what happened to England on that disappointing night at Euro 2016. Watch the full interview here https://t.co/PY3rORrk7U pic.twitter.com/sBON6bI7Ku— The Overlap (@WeAreTheOverlap) May 14, 2023 „Ég hef lært að sleppa takinu á hlutum. Það er enginn tilgangur að leyfa einum mistökum – á ferli sem inniheldur ekki mikið af mistökum – að skemma allt sem heldur að þú getir gert og trúir á. Eina leiðin til að koma í veg fyrir slíkt er að sleppa takinu,“ sagði Roy að endingu en hann hefur þjálfað frá árinu 1976.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Sjá meira
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn