Sykraðir drykkir innihalda hundrað sinnum meira plast en flöskuvatn Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 14. maí 2023 23:43 Þessir góðu menn flytja bæði sykraða drykki og vatn á flöskum á Spáni. Xavi Lopez/Getty Sykraðir gosdrykkir innihalda allt að 100 sinnum meira plast en drykkjarvatn í flöskum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem gerð var á Spáni. Það var Umhverfis- og vatnsrannsóknarstofnun Spánar sem stóð fyrir rannsókninni og niðurstöður hennar eru birtar í vísindaritinu Environment International. Alls voru 75 tegundir drykkja skannaðar fyrir 19 efnasamböndum sem bætt er við plast til að auka mýkt og sveigjanleika þess, en nýlegar rannsóknir sýna að þessi efnasambönd geta haft mjög skaðleg áhrif á mannslíkamann og valdið meðal annars taugaskemmdum, krabbameini, ófrjósemi og röskun á kirtlastarfsemi. Meira en 95 prósent drykkjanna innihéldu að minnsta kosti eitt þessara efnasambanda. Mest var af þeim í sykruðum gosdrykkjum, eða að meðaltali 2876 nanógrömm á hvern lítra. Minnst af þessum ögnum er hins vegar að finna í vatni í flöskum, eða 20,7 nanógrömm á lítra. Athygli vekur að kranavatn í Barcelona innihélt 10 sinnum meira magn efnasambanda en flöskuvatnið og telja rannsakendur að það megi rekja til vatnslagnanna í vatnsveitukerfi borgarinnar. Það kom ekki síður á óvart að þessi efnasambönd var að finna í öllum tegundum drykkjaríláta; plastflöskum, dósum og glerflöskum. Í ljós koma að litli plastflipinn inni í tappa glerflasknanna inniheldur átta af þessum efnasamböndum. Niðurstöðurnar benda óyggjandi til þess að þessi plastefnasambönd komi að mestu leyti úr sykrinum sem settur er út í drykkina. Þrátt fyrir hátt innihald í sykruðu drykkjunum er það engu að síður undir svokölluðum öryggismörkum, og Ethel Eljarrat, einn af höfundum rannsóknarinnar bendir á, í samtali við spænska ríkisútvarpið, að margt smátt geri eitt stórt og að því megi ekki gleyma að mannskepnan neyti þessara varhugaverðu efnasambandi einnig þegar hún borðar mat og andar að sér súrefni. Spánn Gosdrykkir Matvælaframleiðsla Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Sjá meira
Það var Umhverfis- og vatnsrannsóknarstofnun Spánar sem stóð fyrir rannsókninni og niðurstöður hennar eru birtar í vísindaritinu Environment International. Alls voru 75 tegundir drykkja skannaðar fyrir 19 efnasamböndum sem bætt er við plast til að auka mýkt og sveigjanleika þess, en nýlegar rannsóknir sýna að þessi efnasambönd geta haft mjög skaðleg áhrif á mannslíkamann og valdið meðal annars taugaskemmdum, krabbameini, ófrjósemi og röskun á kirtlastarfsemi. Meira en 95 prósent drykkjanna innihéldu að minnsta kosti eitt þessara efnasambanda. Mest var af þeim í sykruðum gosdrykkjum, eða að meðaltali 2876 nanógrömm á hvern lítra. Minnst af þessum ögnum er hins vegar að finna í vatni í flöskum, eða 20,7 nanógrömm á lítra. Athygli vekur að kranavatn í Barcelona innihélt 10 sinnum meira magn efnasambanda en flöskuvatnið og telja rannsakendur að það megi rekja til vatnslagnanna í vatnsveitukerfi borgarinnar. Það kom ekki síður á óvart að þessi efnasambönd var að finna í öllum tegundum drykkjaríláta; plastflöskum, dósum og glerflöskum. Í ljós koma að litli plastflipinn inni í tappa glerflasknanna inniheldur átta af þessum efnasamböndum. Niðurstöðurnar benda óyggjandi til þess að þessi plastefnasambönd komi að mestu leyti úr sykrinum sem settur er út í drykkina. Þrátt fyrir hátt innihald í sykruðu drykkjunum er það engu að síður undir svokölluðum öryggismörkum, og Ethel Eljarrat, einn af höfundum rannsóknarinnar bendir á, í samtali við spænska ríkisútvarpið, að margt smátt geri eitt stórt og að því megi ekki gleyma að mannskepnan neyti þessara varhugaverðu efnasambandi einnig þegar hún borðar mat og andar að sér súrefni.
Spánn Gosdrykkir Matvælaframleiðsla Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“