Kertaljós fyrir 40 árum af HIV á Íslandi Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 15. maí 2023 07:01 Í ár eru liðin 40 ár frá því að fyrsta HIV smitið var greint á Íslandi og 35 ár frá því að samtökin HIV Ísland voru stofnuð. Saga sjúkdómsins er sársaukafull en þar er jafnframt að finna sögur af sálgæslu, samstöðu og fegurð. Félagið var stofnað þann 5. desember 1998 og nefndist þá Samtök áhugafólks um alnæmisvandann. Sr. Jón Bjarman sjúkrahúsprestur var meðal þeirra sem unnu að stofnun samtakanna og sat jafnframt í fyrstu stjórn þeirra. Jón var merkilegur prestur sem skrifaði bók um störf sín í þágu fanga á Íslandi er heitir Af föngum og frjálsum mönnum. Þegar sr. Jón lést árið 2011 vottaði HIV Ísland honum virðingu sína með orðunum „Hann var baráttumaður um mannréttindi í víðum skilningi og taldi kjark í þá sem vantreystu sér í baráttu fyrir rétti sínum. Hann var einstaklega laginn í mannlegum samskiptum og mannasættir“. Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV Ísland lýsir stofnun samtakanna þannig að „við erum þarna hópur af fólki, og ég sem HIV jákvæður ungur maður þá, hún Auður Matthíasdóttir félagsráðgjafi og það er hópur af fólki sem myndast í kringum þetta. Það var Guðrún Ögmundsdóttir og systir hennar Hulda Waddel, og Guðni Baldursson, fyrsti formaður Samtakanna 78. Sr. Jón var einstakur maður, hann var aðeins eldri en við sem vorum þarna og síðan var Stella Hauksdóttir og ég held að mörg þeirra hafi verið í fyrstu stjórninni. Ég verð að nefna Þorvald Kristinsson líka, sem var formaður Samtakanna 78 þá.“ Í nær 30 ár hefur verið haldin í Fríkirkjunni í Reykjavík minningar- og vonarstund sem á alþjóðavísu nefnist HIV candlelight memorial service. Fyrstu stundirnar voru haldnar í öðrum kirkjum en frá árinu 1995 hefur þessi stund verið haldin í Fríkirkjunni í Reykjavík. Einar Þór lýsir því með áhrifaríkum hætti hvernig að stundirnar hafi skipt sköpum þegar faraldurinn stóð sem hæst en með tilkomu lyfja og lækkandi dánartíðni hafi þakklæti og gleði einkennt stundirnar í bland við sorg. „Ég man eftir þessari samverustund hér, þar sem menn voru fárveikir og einhverjir voru kannski nýdánir, þá voru þetta erfiðar og þungar stundir.“ Þáttur Fríkirkjunnar í Reykjavík í réttindabaráttu hinsegin fólks er veigamikill og Margrét Pála Ólafsdóttir lýsti því í greininni Alnæmið flýtti fyrir að þegar ein hjúskaparlög gengu í gildi, „fyrsta jákvæða viðurkenningin á að við værum til og við mættum vera til í íslensku samfélagi, þessi stóru vatnaskil sem í mínum huga marka bara áður og eftir fyrir okkur gay fólk, þá vorum við með samkomu í Fríkirkjunni sem hafði verið eina kirkjan sem alltaf bauð okkur velkomin“. Einar Þór tekur undir það en hann segir: „frá þeim tíma sem ég þekki um miðjan tíunda áratuginn og við fórum að tengjast við Fríkirkjuna. Sr. Hjörtur Magni kemur 1998 og ég tengi það við hann og hans persónu, hvernig þetta breyttist þá. Allt í einu var einhver sem nefndi hlutina sínum nöfnum og það var ekki hálfkák eða tilgerð með það hvernig hlutirnir voru. Sjálfur man ég þegar hann fór að koma fram í fjölmiðlum með líf samkynhneigðra og að við ættum rétt til ásta og tilveru alveg eins og allir aðrir. Þetta er ekki lengra síðan, það er alveg ótrúlegt, 25 ár kannski. Sr. Hjörtur var mjög dáður og elskaður af þessum hópi hinsegin fólks. Ég held að hann hafi jarðað mjög marga hinsegin menn. Já, Fríkirkjan, hún stóð með! “ Þó sorgin og minningar hafi verið í forgrunni þessara stunda hefur gleðin jafnframt skipt sköpum. „Eftir að lyfin komu og þetta dimma þunga ský fór að rofa til og við fórum að eiga líf og lifa af og ná okkur aðeins upp úr því, þá er það samt þessi húmor í þessum hóp. Að skemmta sér, og tjútta og vera til. Þessi hópur og þessi minningarguðsþjónusta, sem hefur verið hérna í maí síðustu 30 árin og Hjörtur Magni talar um með glampa í augum og ég líka. Þetta er minningarstund en við erum líka að gleðjast og þakka fyrir. Þessi hópur er frjálsari einhvern veginn, út af lífsreynslunni. Við dönsum stundum og það hafa verið hér afrískar trommur og Magga Pálma í svakalegu stuði og allir hérna að syngja eitthvað flott upp til drottins himna og þakklæti. Að fá að vera til, það er æðislegt. Þannig ætlum við að hafa það núna 21. maí.“ Mannréttindabarátta hinsegin fólks á Íslandi og barátta HIV jákvæðra fyrir virðingu og viðurkenningu hefur kennt okkur Íslendingum, annarsvegar að viðhorfum má breyta og að það er hægt að ná raunverulegum framförum í mannréttindum þrátt fyrir mótstöðu og hinsvegar hversu máttug gleðin er sem baráttutæki. Gleðin er ekki léttúð, hún er afstaða þess sem tekst á við lífið af heilindum og krefst þess að njóta þess. Nú þegar Samtökin ´78 fagna 45 ára stofnafmæli og 40 ár eru liðin frá fyrsta HIV smitinu á Íslandi er samtímis hægt að syrgja það sem hinsegin fólk hefur þurft að þola og fagna yfir þeirri sálgæslu, samstöðu og fegurð sem finna má í sögu þeirra. Megi ástin að eilífu bera sigur af hólmi. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Sjá meira
Í ár eru liðin 40 ár frá því að fyrsta HIV smitið var greint á Íslandi og 35 ár frá því að samtökin HIV Ísland voru stofnuð. Saga sjúkdómsins er sársaukafull en þar er jafnframt að finna sögur af sálgæslu, samstöðu og fegurð. Félagið var stofnað þann 5. desember 1998 og nefndist þá Samtök áhugafólks um alnæmisvandann. Sr. Jón Bjarman sjúkrahúsprestur var meðal þeirra sem unnu að stofnun samtakanna og sat jafnframt í fyrstu stjórn þeirra. Jón var merkilegur prestur sem skrifaði bók um störf sín í þágu fanga á Íslandi er heitir Af föngum og frjálsum mönnum. Þegar sr. Jón lést árið 2011 vottaði HIV Ísland honum virðingu sína með orðunum „Hann var baráttumaður um mannréttindi í víðum skilningi og taldi kjark í þá sem vantreystu sér í baráttu fyrir rétti sínum. Hann var einstaklega laginn í mannlegum samskiptum og mannasættir“. Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV Ísland lýsir stofnun samtakanna þannig að „við erum þarna hópur af fólki, og ég sem HIV jákvæður ungur maður þá, hún Auður Matthíasdóttir félagsráðgjafi og það er hópur af fólki sem myndast í kringum þetta. Það var Guðrún Ögmundsdóttir og systir hennar Hulda Waddel, og Guðni Baldursson, fyrsti formaður Samtakanna 78. Sr. Jón var einstakur maður, hann var aðeins eldri en við sem vorum þarna og síðan var Stella Hauksdóttir og ég held að mörg þeirra hafi verið í fyrstu stjórninni. Ég verð að nefna Þorvald Kristinsson líka, sem var formaður Samtakanna 78 þá.“ Í nær 30 ár hefur verið haldin í Fríkirkjunni í Reykjavík minningar- og vonarstund sem á alþjóðavísu nefnist HIV candlelight memorial service. Fyrstu stundirnar voru haldnar í öðrum kirkjum en frá árinu 1995 hefur þessi stund verið haldin í Fríkirkjunni í Reykjavík. Einar Þór lýsir því með áhrifaríkum hætti hvernig að stundirnar hafi skipt sköpum þegar faraldurinn stóð sem hæst en með tilkomu lyfja og lækkandi dánartíðni hafi þakklæti og gleði einkennt stundirnar í bland við sorg. „Ég man eftir þessari samverustund hér, þar sem menn voru fárveikir og einhverjir voru kannski nýdánir, þá voru þetta erfiðar og þungar stundir.“ Þáttur Fríkirkjunnar í Reykjavík í réttindabaráttu hinsegin fólks er veigamikill og Margrét Pála Ólafsdóttir lýsti því í greininni Alnæmið flýtti fyrir að þegar ein hjúskaparlög gengu í gildi, „fyrsta jákvæða viðurkenningin á að við værum til og við mættum vera til í íslensku samfélagi, þessi stóru vatnaskil sem í mínum huga marka bara áður og eftir fyrir okkur gay fólk, þá vorum við með samkomu í Fríkirkjunni sem hafði verið eina kirkjan sem alltaf bauð okkur velkomin“. Einar Þór tekur undir það en hann segir: „frá þeim tíma sem ég þekki um miðjan tíunda áratuginn og við fórum að tengjast við Fríkirkjuna. Sr. Hjörtur Magni kemur 1998 og ég tengi það við hann og hans persónu, hvernig þetta breyttist þá. Allt í einu var einhver sem nefndi hlutina sínum nöfnum og það var ekki hálfkák eða tilgerð með það hvernig hlutirnir voru. Sjálfur man ég þegar hann fór að koma fram í fjölmiðlum með líf samkynhneigðra og að við ættum rétt til ásta og tilveru alveg eins og allir aðrir. Þetta er ekki lengra síðan, það er alveg ótrúlegt, 25 ár kannski. Sr. Hjörtur var mjög dáður og elskaður af þessum hópi hinsegin fólks. Ég held að hann hafi jarðað mjög marga hinsegin menn. Já, Fríkirkjan, hún stóð með! “ Þó sorgin og minningar hafi verið í forgrunni þessara stunda hefur gleðin jafnframt skipt sköpum. „Eftir að lyfin komu og þetta dimma þunga ský fór að rofa til og við fórum að eiga líf og lifa af og ná okkur aðeins upp úr því, þá er það samt þessi húmor í þessum hóp. Að skemmta sér, og tjútta og vera til. Þessi hópur og þessi minningarguðsþjónusta, sem hefur verið hérna í maí síðustu 30 árin og Hjörtur Magni talar um með glampa í augum og ég líka. Þetta er minningarstund en við erum líka að gleðjast og þakka fyrir. Þessi hópur er frjálsari einhvern veginn, út af lífsreynslunni. Við dönsum stundum og það hafa verið hér afrískar trommur og Magga Pálma í svakalegu stuði og allir hérna að syngja eitthvað flott upp til drottins himna og þakklæti. Að fá að vera til, það er æðislegt. Þannig ætlum við að hafa það núna 21. maí.“ Mannréttindabarátta hinsegin fólks á Íslandi og barátta HIV jákvæðra fyrir virðingu og viðurkenningu hefur kennt okkur Íslendingum, annarsvegar að viðhorfum má breyta og að það er hægt að ná raunverulegum framförum í mannréttindum þrátt fyrir mótstöðu og hinsvegar hversu máttug gleðin er sem baráttutæki. Gleðin er ekki léttúð, hún er afstaða þess sem tekst á við lífið af heilindum og krefst þess að njóta þess. Nú þegar Samtökin ´78 fagna 45 ára stofnafmæli og 40 ár eru liðin frá fyrsta HIV smitinu á Íslandi er samtímis hægt að syrgja það sem hinsegin fólk hefur þurft að þola og fagna yfir þeirri sálgæslu, samstöðu og fegurð sem finna má í sögu þeirra. Megi ástin að eilífu bera sigur af hólmi. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun