Ísak Harðarson er látinn Árni Sæberg skrifar 13. maí 2023 20:21 Ísak Harðarson er látinn. Forlagið Ísak Harðarson, ljóðskáld og þýðandi, er látinn aðeins 66 ára að aldri. Ísak lést á Landspítalanum í gær eftir skammvinn veikindi. Fjölmargir hafa minnst hans á samfélagsmiðlum í dag enda markaði hann djúp spor í menningarlífi þjóðarinnar. Meðal þeirra eru Illugi Jökulsson rithöfundur, Sigríður Hagalín Björnsdóttir rithöfundur og fréttamaður og Soffía Auður Birgisdóttir vísindamaður og bókmenntarýnir. Sú síðastnefnda segir fregnir af andláti Ísak harmafregnir enda sé þar gengið eitt albesta samtímaskáld okkar Íslendinga. Ísak var fæddur í Reykjavík árið 1956. Hann lauk stúdentsprófi 1977 og stundaði síðan nám við Kennaraháskóla Íslands auk íslenskunáms við Háskóla Íslands. Fyrsta bók Ísaks, ljóðabókin Þriggja orða nafn, kom út árið 1982. Í kjölfarið fylgdu margar fleiri ljóðabækur, smásagnasöfn, skáldsaga og endurminningabók. Ljóð hans komu einnig út í safnritinu Ský fyrir ský árið 2000. Ísak hefur einnig samið söngtexta og ljóð hans verið flutt með tónlist. Þá hafa ljóð eftir hann einnig birst í erlendum tímaritum og sýnisbókum. Ísak var um árabil verið ötull þýðandi og þýddi fjölda bóka úr ensku og Norðurlandamálum á íslensku. Ljóð og sögur Ísaks hafa frá fyrstu tíð vakið athygli og fengið mikið lof. Hann hefur hlotið verðlaun úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins og árið 2011 var tíunda ljóðabók hans, Rennur upp um nótt, sem kom út 2009, tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Andlát Bókmenntir Ljóðlist Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Lífið Fleiri fréttir Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Ísak lést á Landspítalanum í gær eftir skammvinn veikindi. Fjölmargir hafa minnst hans á samfélagsmiðlum í dag enda markaði hann djúp spor í menningarlífi þjóðarinnar. Meðal þeirra eru Illugi Jökulsson rithöfundur, Sigríður Hagalín Björnsdóttir rithöfundur og fréttamaður og Soffía Auður Birgisdóttir vísindamaður og bókmenntarýnir. Sú síðastnefnda segir fregnir af andláti Ísak harmafregnir enda sé þar gengið eitt albesta samtímaskáld okkar Íslendinga. Ísak var fæddur í Reykjavík árið 1956. Hann lauk stúdentsprófi 1977 og stundaði síðan nám við Kennaraháskóla Íslands auk íslenskunáms við Háskóla Íslands. Fyrsta bók Ísaks, ljóðabókin Þriggja orða nafn, kom út árið 1982. Í kjölfarið fylgdu margar fleiri ljóðabækur, smásagnasöfn, skáldsaga og endurminningabók. Ljóð hans komu einnig út í safnritinu Ský fyrir ský árið 2000. Ísak hefur einnig samið söngtexta og ljóð hans verið flutt með tónlist. Þá hafa ljóð eftir hann einnig birst í erlendum tímaritum og sýnisbókum. Ísak var um árabil verið ötull þýðandi og þýddi fjölda bóka úr ensku og Norðurlandamálum á íslensku. Ljóð og sögur Ísaks hafa frá fyrstu tíð vakið athygli og fengið mikið lof. Hann hefur hlotið verðlaun úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins og árið 2011 var tíunda ljóðabók hans, Rennur upp um nótt, sem kom út 2009, tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.
Andlát Bókmenntir Ljóðlist Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Lífið Fleiri fréttir Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira