Samkomulag um aðkomu ríkis í fjármögnun fimm nýrra skipa Máni Snær Þorláksson skrifar 13. maí 2023 16:15 Landsþingi Slysavarnafélagsins Landsbjargar lauk í dag. Landsbjörg Samkomulag um aðkomu ríkisins í fjármögnun á fimm nýjum björgunarskipum var undirritað á landsþingi Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Þegar hafði verið samið um smíði þriggja nýrra skipa, tvö þeirra hafa verið afhent og von er á þriðja í haust. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og Otti Rafn Sigmarsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, undirrituðu samkomulagið í dag. „Þessi samningur er afar mikilvægur því verkefni að endurnýja öll 13 björgunarskip félagsins,“ segir í tilkynningu frá Landsbjörg um samninginn. Þá kemur fram að samningurinn tryggi fjármögnun ríkisins á um helming kaupverðs næstu fimm skipa. Einnig voru samþykktar tvær ályktanir á landsþinginu. Í annarri þeirra eru stjórnvöld hvött til þess að tryggja að á öllum stundum séu tiltæk sérhæfð loftför til leitar og björgunar hér á landi. „Öryggi í rekstri og björgunargetu Landhelgisgæslunnar er lykilatriði í þéttu neti viðbragðsaðila þar sem hver treystir á annann. Sjálfboðaliðar Slysavarnafélagsins Landsbjargar, sem og landsmenn allir, verða að geta treyst því að ávallt séu tiltækar öflugar björgunarþyrlur, flugvélar eða önnur sambærileg björgunartæki sem einungis er á færi hins opinbera að halda úti. Vill Slysavarnafélagið Landsbjörg með þessu hvetja stjórnvöld til þess að tryggja að Landhelgisgæslan hafi nægt fjármagn til þess að halda úti öflugum björgunartækjum og sinna sínum lögbundnu hlutverkum varðandi leit og björgun.“ Hin ályktunin sem var samþykkt fjallaði um öryggi ferðamannastaða. Skorað er á stjórnvöld og fyrirtæki í ferðaþjónustu að taka höndum saman um aðgerðir til að bæta öryggi á ferðamannastöðum til muna. „Undanfarin ár hefur orðið mikil fjölgun ferðamanna á Íslandi. Sú þróun hefur valdið mikilli aukningu á óhöppum og alvarlegum slysum á ferðamannastöðum um allt land. Með hröðum vexti hafa öryggismálin víða setið á hakanum. Örugga göngustíga vantar og upplýsingagjöf til ferðamanna er brýnt að bæta til að forða slysum. Ljóst er að hægt er að gera mun betur með samhentu átaki. Vill Slysavarnafélagið Landsbjörg með þessu skora á stjórnvöld og ferðaþjónustuna að tryggja betur öryggi þeirra sem ferðast um landið með það að markmiði að fækka slysum.“ Björgunarsveitir Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og Otti Rafn Sigmarsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, undirrituðu samkomulagið í dag. „Þessi samningur er afar mikilvægur því verkefni að endurnýja öll 13 björgunarskip félagsins,“ segir í tilkynningu frá Landsbjörg um samninginn. Þá kemur fram að samningurinn tryggi fjármögnun ríkisins á um helming kaupverðs næstu fimm skipa. Einnig voru samþykktar tvær ályktanir á landsþinginu. Í annarri þeirra eru stjórnvöld hvött til þess að tryggja að á öllum stundum séu tiltæk sérhæfð loftför til leitar og björgunar hér á landi. „Öryggi í rekstri og björgunargetu Landhelgisgæslunnar er lykilatriði í þéttu neti viðbragðsaðila þar sem hver treystir á annann. Sjálfboðaliðar Slysavarnafélagsins Landsbjargar, sem og landsmenn allir, verða að geta treyst því að ávallt séu tiltækar öflugar björgunarþyrlur, flugvélar eða önnur sambærileg björgunartæki sem einungis er á færi hins opinbera að halda úti. Vill Slysavarnafélagið Landsbjörg með þessu hvetja stjórnvöld til þess að tryggja að Landhelgisgæslan hafi nægt fjármagn til þess að halda úti öflugum björgunartækjum og sinna sínum lögbundnu hlutverkum varðandi leit og björgun.“ Hin ályktunin sem var samþykkt fjallaði um öryggi ferðamannastaða. Skorað er á stjórnvöld og fyrirtæki í ferðaþjónustu að taka höndum saman um aðgerðir til að bæta öryggi á ferðamannastöðum til muna. „Undanfarin ár hefur orðið mikil fjölgun ferðamanna á Íslandi. Sú þróun hefur valdið mikilli aukningu á óhöppum og alvarlegum slysum á ferðamannastöðum um allt land. Með hröðum vexti hafa öryggismálin víða setið á hakanum. Örugga göngustíga vantar og upplýsingagjöf til ferðamanna er brýnt að bæta til að forða slysum. Ljóst er að hægt er að gera mun betur með samhentu átaki. Vill Slysavarnafélagið Landsbjörg með þessu skora á stjórnvöld og ferðaþjónustuna að tryggja betur öryggi þeirra sem ferðast um landið með það að markmiði að fækka slysum.“
Björgunarsveitir Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira