„Ef ég segi sannleikann þá verð ég sakaður um að væla“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. maí 2023 13:02 Óskar Hrafn Þorvaldsson og lærisveinar hans í Breiðabliki mæta KR í Vesturbænum í dag. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, segir að erfitt gæti reynst fyrir hans menn að spila á grasvelli KR-inga þegar liðin mætast í sjöundu umferð Bestu-deildar karla í dag. „Þetta bara leggst vel í mig og ég býst við mjög erfiðum leik. Það er bara tilhlökkun okkar megin,“ sagði Óskar Hrafn í samtali við Val Pál Eiríksson í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Gengi KR í upphafi tímabils hefur ekki verið gott. Liðið hefur ekki unnið leik síðan í fyrstu umferð og er aðeins með fjögur stig að sex leikjum loknum. „Ég held að þeir mæti bara með kassann úti. Þeir eru auðvitað að fara að spila fyrsta heimaleikinn sinn á tímabilinu, eða allavega fyrsta leikinn á KR-vellinum, og ég held að þeir mæti bara með kassann úti.“ „Þetta er lið sem hefur upplifað hæðir og lægðir í gegnum árin og ég held að þeir kunni vel að glíma við það. Þeir eru með mjög færan þjálfara og ég á bara von á hörkuleik. KR-liðið er betra heldur en stigasöfnunin segir til um. Við þurfum að eiga toppleik til að fara með þrjú stig úr Vesturbænum.“ Grasvöllur KR-inga líti illa út Þetta verður fyrsti leikur sumarsins á heimavelli KR-inga. Eins og önnur lið á Íslandi sem spila á grasvelli hafa KR-ingar átt í erfiðleikum með að koma vellinum í leikhæft ástand og Óskar segir að völlurinn líti ekki vel út. „Það er ómögulegt að svara þessari spurningu. Ef ég segi sannleikann þá verð ég sakaður um að væla, en ég labbaði yfir völlinn í gær og hann lítur ekki vel út þannig þetta verður öðruvísi leikur heldur en leikirnir undanfarið. Ég held að það sé alveg ljóst.“ Hann segist þó ekki ætla að gera miklar áherslubreytingar á sínu liði fyrir leikinn þrátt fyrir að hann búist við öðruvísi leik en liðið hafi spilað undanfarið. „Við þurfum bara að spila okkar leik. En auðvitað er það þannig að það verður sennilega erfitt að gera ákveðna hluti þannig að við þurfum að aðlaga okkur að því hvað er hægt að gera. En auðvitað reynum við alltaf fyrst og síðast að halda í okkar og það sem við gerum. Það er voða erfitt að fara að vera einhver annar en maður er. En auðvitað mun leikurinn markast af aðstæðum, það er alveg ljóst,“ bætti Óskar Hrafn við. Breiðablik og KR eigast við í Vesturbænum klukkan 16:00 og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Breiðablik KR Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
„Þetta bara leggst vel í mig og ég býst við mjög erfiðum leik. Það er bara tilhlökkun okkar megin,“ sagði Óskar Hrafn í samtali við Val Pál Eiríksson í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Gengi KR í upphafi tímabils hefur ekki verið gott. Liðið hefur ekki unnið leik síðan í fyrstu umferð og er aðeins með fjögur stig að sex leikjum loknum. „Ég held að þeir mæti bara með kassann úti. Þeir eru auðvitað að fara að spila fyrsta heimaleikinn sinn á tímabilinu, eða allavega fyrsta leikinn á KR-vellinum, og ég held að þeir mæti bara með kassann úti.“ „Þetta er lið sem hefur upplifað hæðir og lægðir í gegnum árin og ég held að þeir kunni vel að glíma við það. Þeir eru með mjög færan þjálfara og ég á bara von á hörkuleik. KR-liðið er betra heldur en stigasöfnunin segir til um. Við þurfum að eiga toppleik til að fara með þrjú stig úr Vesturbænum.“ Grasvöllur KR-inga líti illa út Þetta verður fyrsti leikur sumarsins á heimavelli KR-inga. Eins og önnur lið á Íslandi sem spila á grasvelli hafa KR-ingar átt í erfiðleikum með að koma vellinum í leikhæft ástand og Óskar segir að völlurinn líti ekki vel út. „Það er ómögulegt að svara þessari spurningu. Ef ég segi sannleikann þá verð ég sakaður um að væla, en ég labbaði yfir völlinn í gær og hann lítur ekki vel út þannig þetta verður öðruvísi leikur heldur en leikirnir undanfarið. Ég held að það sé alveg ljóst.“ Hann segist þó ekki ætla að gera miklar áherslubreytingar á sínu liði fyrir leikinn þrátt fyrir að hann búist við öðruvísi leik en liðið hafi spilað undanfarið. „Við þurfum bara að spila okkar leik. En auðvitað er það þannig að það verður sennilega erfitt að gera ákveðna hluti þannig að við þurfum að aðlaga okkur að því hvað er hægt að gera. En auðvitað reynum við alltaf fyrst og síðast að halda í okkar og það sem við gerum. Það er voða erfitt að fara að vera einhver annar en maður er. En auðvitað mun leikurinn markast af aðstæðum, það er alveg ljóst,“ bætti Óskar Hrafn við. Breiðablik og KR eigast við í Vesturbænum klukkan 16:00 og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Breiðablik KR Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti