Körfubolti

Myndir: Stemningin á Hlíðar­enda þegar Tinda­stóll komst skrefi nær titlinum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Origo-höllin var troðfull þegar Íslandsmeistarar Vals og Tindastóll áttust við í gær.
Origo-höllin var troðfull þegar Íslandsmeistarar Vals og Tindastóll áttust við í gær. Vísir/Vilhelm

Íslandsmeistarar Vals tóku á móti Tindastóli í þriðju viðureign liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla í gærkvöldi þar sem Stólarnir unnu sterkan ellefu stiga sigur, 79-90.

Tindastóll leiðir nú einvígið 2-1 og er því aðeins einum sigri frá því að tryggja sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í sögunni. Fjórði leikur liðanna fer fram á Sauðárkróki næstkomandi mánudag og því gæti farið svo að Skagfirðingar fagni Íslandsmeistaratitlinum á heimavelli.

Það er óhætt að segja að stemningin í Origo-höllinni á Hlíðarenda hafi verið mögnuð í gær. Húsið var stappfullt og uppselt var á leikinn nánast um leið og miðasalan opnaði.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var í höllinni og fangaði stemninguna á filmu. Nokkrar vel valdar myndir hans má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×